Fálkinn


Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N gekk hann, að þaS væri drotning- in, sem hefði gefið honum ráðið. Nú varð konungurinn fokvondur og ók í spretti heim til sín. — Þú hefir rofið samninginn okkar, sagði hann undir eins og hann hitti drotninguna. Þú hefir slett þjer fram í minn verkahring. Nú verður þú að fara heim til þín. Hún svaraði auðmjúklega og sagði að hann liefði rjett að mæla. Nú skyldi hún taka saman dótið sitt í skyndi. Svo bað hún konunginn að drekka með sjer glas af vini að skilnaði og þeirri bón gat konung- urinn ekki neitað. En hann tók ekki eftir því, að hún helti nokkr- um dropum af einhverju í glasið hans, úr ofurlitlu glasi. Og hann hafði ekki fyr rent víninu niður en hann sofnaði eins og steinn. Svo lagði drolningin konunginn steinsofandi ofan í stóra körfu og bjó vandlega um hann. Svo kallaði hún á tvo þjóna og ljet þá bera körfuna niður i vagninn. Svo steig hún npp í vagninn og ók heim í kofa kolagerðarmannsins. Var karf- an svo borinn inn í herbergið henn- ar en vagninn ók heim í konungs- höllina aftur. Svo tók hún konung- inn sofandi upp úr körfunni og lagði hann í rúmið sitt. Að því loknu fór hún úr drotningarskrúö- anum og i ''ömlu fötin sín og sett- ist við rokkinn sinn og fór að spinna, eins og í gamla daga. Það liðu margir klukkutímar þangað til konungurinn vaknaði. Þegar hann opnaði augun og heyrði suðið í rokkhjólinu, varð liann al- veg ringlaður. — Hvar er jeg? spurði hann. —- Þú ert hjá injer, svaraði droln- ingin. — Hvernig i ósköpunum hefi jeg komist hingað? —• Jeg tók þig með mjer. Þvi að þú ert það dýrmætasta sem jeg á i eigu minni^ og þú lofaðir mjer Jiví, að jeg mætti hafa Jiað með mjer þegar jeg færi heim. — það er ekki um að villast, að ])ú ert kænni en jeg, sagði konung- urinn. — Ef þú vilt koma með mjer heim aftur þá skal jeg aldrei dæma í nokkru máli án þess að spyrja þig ráða áður. Og Jiað gerði hann. Tóta frænka. EYJAN. — Framhald af bls. 7. mega til að eta ávextina, sem hún hafði ætlað honum og liggja á fletinu, sem hún liafði búið upp handa honum með svo mik- illi umliyggju, svo að hún yrði ekki fyrir vonbrigðum i siðasta sinn. Meðan þessu fór fram var sól- in að hniga í sæ og komumenn- irnir voru allir lcomnir í fjör- u na, albúnir til að róa út i skip- ið. Þar vantaði engan nema Dom Luiz og þeir kölluðu og kölluðu. En hann kom ekki, svo þeir fóru í ýmsar áttir til að leita, alla leið upp að skóg- inu og hjeldu áfram að kalla. Tveir sjómennirnir fóru rjett Jijá honum kallandi, en liann faldi sig bak við runna og lijart- að harðist í brjósti lians af liræðslu við að þeir myndu finna sig. Svo þögnuðu köllin og myrkrið skall á. Áraglamm heyrðist og skipsmennirnir liörmuðu sáran að hafa mist skipbrotsmanninn. Þegar alt var orðið hljótt læddisl Dom Luiz úr runnanum og hjelt heim í kofann. Villistúlkan sat þar þol- inmóð i sömu stellingunum. Dom Luiz át ávextina og lagð- ist til hvíldar i fletinu með liana við lilið sjer. Þegar dagur rann lá Dom Luiz enn andvaka og starði út um dyrnar en þar gat hann sjeð milli skógarhríslanna út á liafið sein litaðist af morgun- roðanum — og liann sá skipið fagra sigla burt. Við liliðina á lionum lá villistúlkan sofandi, en nú var hún ekki eins aðlað- andi og fyrrum. Hún var ljót og ferleg ásýndum. Tár eftir tár fjell niður á barm hennar en Doin Luiz hafði fyrir munni sjer, hvíslandi, svo að hún gæti ekki heyrt það, yndisleg orð og fögur kvæði sem lýsti sorg þrár- innar og árangurslausri eilífri löngun. Skipið livarf út við sjóndeild- arliringihn og Dom Luiz dvaldi á eyjunni alla sína æfi, en upp frá þeim degi mælti hann aldrei orð, öll þau ár, sem liann lifði eftir þetta. JEG ER ALVEG HISSA Stærsta hænsnabú í Noregi er i Skalleberg, skamt frá Larvik. Mað- urinn sem á það heitir Gunvald Lund og byrjaði hann tilraunir með hænsnarækt 1920 í smáum stíl. Brátt færðist hann í aukana og keypti útungunarvjel, sem lók 3500 egg í einu, frá Þýskaiandi og þótti flestum í ofmikið ráðist. En hæsnarækt hans liefir tekist þannig, að í vetur Ijel hann smiða handa sjer útungunarvjel, sem tekur 17.000 egg saintímis. Svarar þessi tala til heillar smálestar af eggjum! Er ekki meiri vinna við að gæta Jiess- arar einu vjelar en hinna smærri og eigi þarf nema eitt einasta hand- arvik til þess að snúa öllum eggj- unum. Er Gunvald Lund orðinn mesti kjúkjingaframleiðandi Noregs því að vitanlega er mest af allri [>essari viðkomu selt til slátrunar á fyrsla ári. Síðan hanri fjekk stóru útungunarvjelina, eftir nýár í vet- ur, hefir hann látið hana unga út fimm sinnum og hefir fengið alls yfir 70.000 unga, sein náð hafa að þroskast. Einu hænsnin sem Gun- vald Lund elur, eru „livítir ítalar“, sama legundin, sem hefir reynst best hjer á tandi. Og liann segir, að þar sem nóg sje af skeljasandi og ódýrum fiskúrgangi, sje enginn vandi að framleiða egg miklu ó- dýrar en t. d. Danir gera. Nefnd sem Bandaríkjastjórn hefir sett lil að afstýra þeim glæp, sem mikið kveður að þar, að ræna börn- um eða ríkum og áhrifmiklum mönnum og heimta lausnargjald fyrir þá, liefir nú skilað áliti. Legg- ur hún til, að göniul pyntunar- hegning sje upptekin gagnvart þess- um glæpamönnum, sem sje sú, að kaghýða J)á með nifaldri hnúta- svipu í viðurvisl almennings og setja þá svo niður í fangavíti, sem sniðið sje eftir Djöflanýlendunni frönsku. Ennfremur leggur nefndin til, að komið verði á eftirliti rneð sötu ákveðinnar tegundar skotvopna er bófarnir nota mest, og svo að lokum kemur tillaga um, að lög- reglan i Bandaríkjunum verði skipu- lögð á ný, samkvæmt reynslu ensku leynilösreglun.-ar, Scotland Yard. Skólatöskur Stilabækur Skrifbækur Blýantar Strokleður Pennastokkar Litir, Pennaveski Teiknipappír og blokkir CONKLIN og blýantar, þar á meðal skólapennarnir góðu, Ottawa og All-American. Verðið lækkað að mun. Ennfremur: Fjölbreytt úrval af ódýrum lindar- pennum og blýöntum skrúfuðum. RITFANGADEILD

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.