Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
/ riddarasöguimm gömlu var oft sagt frá risum og berserkjum,
sem óðu jörðina upp að Imjám, gengu berserksgang og lögðu
að velli heilar herfylkingar. Nú eru allir hættir að trúa þess-
um sögum, því að svona berserkir eru eigi til framar. En þó
koma öðru hverju fram á sjónarsviðið menn, sem telja má í
ætt við þá. Einn þeirra manna er Maciste, ítalska kvikmynda-
hetjan, sem margir kannast við, og annar er landi hans linef-
leikamaðurinn Carnera, sem nýlega varð heimsmeistari í hnef-
leik vestur í Ameríku og er fyrsti ltalinn, sem orðið hefir heims-
meistari i þyngsta flolcki. Carnerg sjest hjer á myndinni og er
ærið ægilegur, svo að mótstöðumenn hans eru síst öfundsverðir
af að eiga að mæta honum.
5M
!|§ |..
.
Hjer í blaðinu var fyrir skömmu sagt frá „Litlu Rosalíu“, fjögrg
cylindra Citroenbifreiðinni litlu, sem ók samfleytt viku eft-
ir viku á veðhlaupabraut í Frakklandi með yfir 100 kílómetra
meðalhraða á klukkustund og sló öll eldri þolmet bifreiða. Hef-
ir bifreiðin orðið heimsfræg fyrir vikið og hjálpar þolakstur
þessi Citroen eflaust mikið í samkepninni við Ameríkumenn.
Erlendis er allskonar róður iðkaður mikið að sumrinu til, því
að hann þykir æfa vel flesta vöðva líkamans og stælir mgnninn.
llli
llÍÍl É^<ÉiiSilÉ^
WÆ Immm. IMiS
v- ' ' “ '
Ameríkumenn hafa í sumar
verið að gera tilraunir með
nýja fallhlíf, sem á að taka
þeim eldri fram í öllu til-
liti. Myndin sýnir fallhlífina
þegar hún er nýskilin við
flugvjelina og er að byrja
að þenjast út.
Myndin lijer til hægri er af
einni af þeim mörgu skemt-
unum, sem haldnar eru við
baðstaðina á sumrin. Börn-
in á myndinni horfa hug-
fangin á manninn, sem hef-
.ir „sett sig á háan hest“..