Fálkinn


Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 16

Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 16
F A L K I N N Ljereftin jafn Ijómandi hvít eins og best eftir sólskinið. Þetta er alt og sumt. Þúsundir kvenna eru hrifnar af Radion, hinu nýja furðulega þvottaefni, sem hreinsar á nýjan, ein- faldan hátt. Þjer blandið aðeins Radionduftinu í vatn; það hrærist út á fá- einum minútum. Siðan lát- ið þjer þvottinn í suðu- pottinn.. Það þarf ekki að leggja hann í bleyt). Þjer hvorki nuddið hann eða vindið; látið bara Radion um alt; það er þarflaust að nota aðra sápu eða sápuduft i þvottinn. Sjóðið svo í 20 mínútur. Þvínæst sjóðið þjer þvottinn í 20 mínútur. A þeim tuttugu minútum gerir Radion alt sem nuddið á þvottinum getur gert; og alt sem bleiking getur gert. Á undursamleg- an hátt töfrar það hreins- unar- og hleikingarmátt sólskinsins ofan í þvotta- balann yðar. Hið hreina sápuefni tekur með sjer þessi sólskinsáhrif inn í ljereftin — hrekur burt hvern snefil af óhreinind- um og hvern blett. Hvað þetta gerist fljótt. Nú er ekki annað eftir en að skola þvottinn i hreinu vatni — og sjá: ljereftin yðar eru hvítari en þau hafa nokkurntíma verið. Öll frekari bleiking er óþörf þjer finnið og sjáið í raun og veru, hinn hressandi ilm hreina loftsins í þvottinum. Þessi aðferð er miklu öruggari og slitminni en nuddið á þvottinum; og þjer munuð komast að raun um, að í köldu vatni fæst undur- samlegur árangur á lituð- um þvotti og viðkvæmum silki- og ullartauum. Biðj- ið um pakka af Radion næst þegar þjer komið tii kaupmannsins. Hin undursamlegu bleikj- unaráhrif sumarsólarinnar starfandi í þvottavatninu: — Það er þetta sem þjer hafið, þegar þjer þvoið úr Radion. Furðulegiir sól- skinskraftur, sem læsist gegnum og hreinsar þykk- asta tau — gerir það hvítt og ljómandi, svo að alt sem þjer þurfið að gera er að skola það. Alt gert með RADION á einfaldan hátt og í einu lagi. Þegar þjer hengið þvotinn upp á stagið eigið þjer bágt með að trúa því, að svona ljómandi hvít- ur blær skuli hafa fengist aðeins með tuttugu mín- útna suðu. Þjer þurfið ekki að nota nein bleikj- unarefni með Radion, enga sápu tii viðbólar þjer þurfið hvorki að nudda þvottinn nje vinda hann. Samt verða lökin og borðdúkarnir, skyrt- urnar og handklæðin mjallhvít og jafn hrjúf og ilmandi eins og þvotturinn liefði hangið tím- unum saman úti i lireinu sólskinslofti. Þjer getið að skaðlausu þvegið alt úr Radion litað tau og ullartau, kniplinga og viðkvæm- an nærfalnað. Það er engin furða þó að kvenfólki, sem notar Radion, finnist þvotturinn nú vera orð- inn rneðai ljettustu heimilisstarfanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.