Fálkinn


Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N albrynjaður til þess að hefja hið merka lífsstarf sitt. Grundvig settist nú aftur að i Kaupmannahöfn og starfaði kappsamlega að vísindaiðkun- um. Ilann liafði skömmu áður gel'ið út „Stutt yfirlil yfir veraldarsöguna“, sjerstætt og einkennilegt rit, sem bygðist á alt öðrnm skilningi og aðferð- um en þá tíðkuðust í sagnarit- un. Hann vill sameina sögu mannkynsins guðstrúnni og leít- ar að orsakasambandi milli þessa hvorstveggja. Á þessum Kaupmannahafnarárum reit liann margt fleira, gaf út prje- dikanir, sem skýrðu nánar skoð- anir hans á guðfræðinni og sambandi liennar við veraldar- sögu og fornan átrúnað, hann skrifaði mikið um bókmentir, orkti fjöldann allan af kvæðum og sálmum og þýddi Danmerk- ursögu Saxo Grammaticusar af latinu á dönsku, og einnig Heimskringlu og Bjólfskviðu. Prestarnir höfðu born í síðu Grundtvigs og kölluðu hann villutrúarmann eða að minsta kosti sjertrúarmann, en þó fjekk liann á næstu árum aðstoðar- prestsembætti við Frelsara- kirkjuna i Kaupmannahöfn. Um þessar mundir varð guðfræð- ingurinn H. N. Clausen prófes- sor helsti maður skynsemistrú- armanna og gaf út bók áiúð 1825 um samanburð á siðum og stjórn kaþólsku og lútei’sku kirkjunnar. Grundtvig svaraði samstundis með harðvítugri á- rás á skynsemistrúna og hennar menn og fór hörðum orðum um Clausen og sagði að hann „hafi snúist í lið með fjand- mönnurn kristilegrar kirkju og afneitendum guðs orðs“.Grundt- vig l'jekk sekt fyrir ummælin og var honum bannað að láta prenta nokkuð eftir sig, nema það hefði verið ritskoðað áður. Var hann þannig sviftur frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar og hjelst þetta bann í fjögur ár. Hann þóttist ekki geta gegnt prestsembæti við svo búið og sagði af sjer. Næstu ár Grundtvigs voru neyðarár. Hann var svo til at- vinnulaus, en átti fyrir konu og börnum að sjá. Styrk nokk- urn ljekk hann á þessum árum lil þess að dvelja í Englandi við fornritarannsókn og var í Englandi þrjú sumur. Varð Énglandsdvölin honum til mik- illar gagnsemdar, þvi að hann kyntist þar nýjum þjóðarliög- um og rýmra borgaralegu frelsi en þá var í Danmörku. Hinar nýju skoðanir Grundt- vigs á þjóðfélagsmálum birtust almenningi af fyrirlestrum þeim sem hann hjelt árið 1838 í Kaupmannahöf n. F y rirlestra- flokkur þessi var um lielstu við- burði í Evrópu siðustu hálfa iíldina. Vöktu fyrirlestrar þess- ir afar mikla atliygli og komu af stað vakningu meðal álieyr- endanna. Grundtvig fann þetta sjálfur og nú þroskaðist hjá honum |>að áform, sem siðar komst í framkvæmd og hefir haft svo ósegjanlega inikla þýð- ingu fyrir menningu Dana: að koma upp lýðháskólum. Skólar þessir skyldu verða með nýju móti. Orðið er mátt- ugra en bókin, sagði Grundtvig, og þessvegna skyldi einkum kent með fyrirlestrum á þess- um nýju skólum, en bókagrúsk- ið og bókstafslærdómurinn bannfærður. Á lýðskólunum skyldi fyrst og íremst lögð áhersla á móður- málskenslu og þjóðleg fræði yfirleitt. Sú fræðsla átti að ganga fyrir öllu og verða undirstaða allrar annarar mentunar. Grundt vig vildi láta reisa fyrsta lýð- háskólann í Sórey, þar sem Absalon liiskup lægi grafinn og þar liafði Ludvig Holberg á- naínað rikinu jarðeign, sem lion- um þótti tilkjörið skólasetur. En eins og vita mátti gekk svona nýung ekki orðalaust fram. Ýmisir mestu áhrifamenn þjóð- arinnar börðust gegn henni. En Grundtvig var óbilandi í bar- áttunni fyrir lýðskólunum og tókst að fá Kristján konung átt- unda til jiess að gefa út tilskip- un um svona skóla 1847, en konungur dó áður en nokkuð yrði af framkvæmdum. Einn lýðháskóli var að vísu stofnað- ur 1815 í Rödding í Suður-Jót- landi, sá er síðar fluttist til Askov, og á næstu árum stofn- aði Ivristen Kold skóla sinn í Ryslinge, sem síðan fluttist til Dalby og þá til Dalum. En veru- legur vöxtur kom ekki i hreyf- inguna fyr en eftir 1864, með þeim Ludvig Scröder, Ernst Trier, Kristoffer Baagö og Jens Nörregaard. — Og það eru eigi aðeins lýðskólarnir i Danmörku, sem eiga rót sína að rekja til áhrifa Grundtvig, lieldur breidd- ist hreyfingin líka til Noregs og Svíþjóðar. Þó að Grundtvig gæti varla kallast að vera starfandi prest- ur, voru áhrif hans á kirkju og kristindóm í Danmörku harla víðtæk allan seinni hluta æfi bans. Hann var prestur lítils safnaðar í Vartovkirkju og var þetta einskonar fríkirkjusöfn- uður innan þjóðkirkjunnar. Á þeim árum kemur liann fram sem sálmaskáld. Fvrstu sálm- arnir voru orktir fyrir hátíðis- daga kirkjunar og gefnir út i smábeftum, t. d. „í Betlebem er barn oss fætt“, sem fyrst var sungið i Vartovkirkju á jóla- daginn 1845. Árið 1850 kom út hefti með 30 sálmurn og fram að dauða Grundtvigs urðu þessi hel'ti tiu, með samtals 311 sálm- um. Grundtvig naut lítils stuðn- ings kirkjunnar manna í starfi sinu. Jafnvel Martensen biskup, sem liafði starf'að með honum í sálmaútgáfunni sneri við bon- um bakinu eftir að hann var orðinn biskup og voru mismun- andi stjórnmálaskoðanir aðal- ástæðan til þessa. En álit Grundtvigs, sem kennimanns fór sívaxandi. Árið 1857 setti liann fyrsta norræna kirkjumótið í Kaupmannahöfn og árið 1871 var hann aðsóps- mesti maðurinn á 4. samkonar þingi sem þá var lialdið. Á 50 ára prestskaparafmæli sínu, 1861, fjekk hann sömu metorð og Sjálandsbiskup og Caroline Mathilde ekkjudrotning, sem lengi bafði verið hlynt Grundt- vig afhenti honum sjöskifta kertastjku úr gulli og minnis- peningur úr gulli var sleginn og afhentur honum að gjöf. Þann- ig l'jekk þessi andans böfðingi fulla uppreisn fyrir það, að hann bafði forðum verið svil'tur rit- i'relsi og verið i ónáð mikils meiri hluta hinna ráðandi manna jijóðkirkjunnar. Og enn í dag gætir áhrifa hans í dönsku þjóðkirkjunni jafnvel sterkar en nokkurs manns annars, sem verið liefir í hennar þjónustu. Þegar Grundtvig dó, 2 sepl- ember 1872 var það heil þjóð, sem barmaði fráfall hans. Hann bafði í sannleika sagt vakið jijóð sína. Vakið liana til viðurkenn- ingar og umhugsunar um for- líð sina og forn norrænar bók- mentir. Vakið bana til dáða í og mannað. Vakið hana til um- hugsunar um lifandi trú. Hrint verklegum efnum, mentað liana burt doðanum og dáðleysinu. Danir eru taldir einna best mentaða þjóðin á Norðurlönd- um, eigi sist hvað fjelagslíf og samtök snertir. Þeir eiga lítið land en hafa þrautræktað það, dönsk bændastjett hefir í mörgu tillili verið brautryðjandi ann- ara norðurlandaþjóða, svo sem í samvinnufjelagsskapnum. Og það má eflaust þakka það hinni öflugu vakningu Grundtvigs, að jjjóðin stendur á því þroska- stigi nú, sem raun ber vitni. Tilkynning fpá aðalumboði THULE til hinna trygðu. Ársskýrsla Thule fyrir síðastlið- ið' ár er komin. Verður hún afhent á skrifstofu aðaluniboðsins, eigi að eins þeim trygðu, lieldur og hverjum öðr- um, er þess óskar. Skýrslan er að vanda mjög ná- kvæm, 33 síður að stærð, og inni- heldur rnjög mörg stórmerk atriði og skal hjer drepið á örfá þeirra. Nýtryggingar félagsins á árinu hafa, þráft fyrir kreppuna, orðið meiri en árið þar á undan, eða kr. 5i.213.323. Um þennan vöxt segir i skýrslunni: „Það er engum efa undirorpið, að aðalástæðan til þessarar merku sóknar á svo erfið- um krepputimum, er ávöxtur trasts þess, sem Thule alveg sérstaklega er aðnjótandi sem sparifjárstofnun Þá er bent á það (í sambandi almennings á þessum alvörutimum“. við bónus félagsins), að trygging- arnar gefi af sjer hreina vexti, einn- ig þegar þær útborgist fyrst við enda tryggngartimabilsins, er hinn tryggði heldur lífi og heilsu allan tryggingartimann. Þá er þess getið að rúmlega fimti hver maður, sem hafi trygt sig á árinu í Thule, hafi áður átt tryggingu í fjelaginu og.sje það svo mkill hluti, að það beri sjerstak- lega skýran vitnisburð trausls þess, sem félagið nýtur. Skýrl er frá því, sem jafnan er getið í auglýsingum félagsins, að Thule sje stærsta lífsábyrgðarfjelag Norðurlanda, en þar með er það stærsta lífsábyrgðarfjelagið, sem á íslandi starfar, þvi' að öll fjelögin hjer á landi eru Norðurlandafjelög. Um það atriði er, í sambandi sagt frá því, að tryggingaruþphæð við tryggingarstarfsemina. á árinu, fjelagsins nemi í árslok kr. 759.505. 357, eða rúmum 200 miUjónum meira en hjó þvi Norðurlandafjelagi hjer, sem næst Tluile gengur að sltrrð. Þá segir í skýrslnnni (bls. 10) um þetta atriði: ,,þ. e. gfir % miljarður króna. Með jjessari trggg- ingarupphæð, sem jafnvel mœld á Evrópumælikvarða er mjög mikil, skipar Thule þannig, að eigi verð- ur um deilt, sætið sem stærsta lífs- ábgrgðarfjelag Norðnrlanda („Nor- dens största Lvsförsikringsbolag"). Þá er skýrt frá því, að af á- góða fjelagsins hafi, eins og ákveð- hámarksupphæð, kr. 30 þús., en ölk ið er, verið greitt hluthöfunum, sem um ágóðanum að þeirri upphæð frádregiiíni varið í bónús til liinna trygðu og nam sú upphæð kr. i.901.905.9'i, en það ér sem næst 99,i af hiindraði af ágóðanum, sem hinir trgggðu þannig fá. í bókinni eru töflur og línurit er sýna þessa sámanburðí og márga fleiri. Að endingu er þess gelið, að Thule eigi meiri hluta hlutafjár í brunatryggingarfjelaginu „Nor.r- land“, ált hlutafjeð í brunatrygg- ingarfjelaginu „Victoria" og mciri hluta hlutafjár í bruna- og slysa- Iryggngarfjelaginu „Skandinavien"‘, alt stór fjelög. Með þessari miklu þátttöku i brúnatryggingarstárfsem- inni hefir Thule m. a. enn bætt aðstöðu sina til viðskifta, og er þessa getið hjer, enda þótt bruna- tryggingastarfsemin sje vitanlega án áhrifa á upphæðir þær, sem Thule hefir í líftryggingu, enda eru þær svo sem sjálfsagt er eigi taldar með í þessum % miljarð líftryggingar- upphæðar Thule. Okkur er óbtandin ánægja að sl ýra hinum trygðu frá hinum sí- l'elt áframhaldandi góða árangri af starfsemi fjelagsins. Thule hefír enn bætt við sig einu ári, sigur- sælu fyrir sjálft sig og farsælu fyr- r tryggjendurna, þvi að öndvegis- æli það, er Thule skipar, er fgrsl og fremst þvi að þakka, að ágóði Thnle er ágóði hinna trggðu. Reykjavík 22. sept. 1933. Carl D. Tulinius & Co. Dr. Vyner, læknir í Montreál heldur því fram, að hann hafi læknað minnisleysi i manni, með dáleiðslu. Sjúklingurinn var ung stúlka, sem liafði lent í höndum ræningja og verið barin niður. Þeg- ar hún rakuaði úr rotinu aftur kom það á daginn, að hún hafði mist minnið gjörsamlega. Hún vissi ekki hvað hún lijet og þekti ekki einu sinni nánustu ættingja sina. En þegar Vyner hafði haft hana undir höndum í nokkra daga hafð’i hún fengið minnið aftur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.