Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 15. febrúar 1936.
IX.
GLANNI í NORÐURÁ
Þeir sem fara um Norðurárdal ökuleiðina, fara oftast nær á mis við að sjá tvo fossa fagra, þó ekki sjeu þeir stórir, Glanna
og Laxfoss. Gamli reiðvegurinn upp Norðurárdal lá meðfram ánni og framhjá fossunum, en núverandi akvegur er eigi
fjær en svo, að með þvi að taka sjer ofurlitla viðstöðu í Hreðavatnsskógi er hægt að skreppa þangað gangandi, ekki síst að
Glanna, því að hann er nær. Eru ekki aðrir fossar i Norðurá en þessir tveir og er Glanni nokkru hærri. Var hann ekki lax-
gengur fyrrum og var þá oft mikil laxamergð neðan við fossinn og er enn, þó að nokkuð gangi af laxi upp fossinn, síðan
hann var gerður laxgengur fyrir nokkrum árum. Hjer á myndinni sjest á fossinn og hamrana fyrir ofan. — Myndina tók
Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari.