Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N Nr. 371. Adamson kaupir sjer jóla-ax. S k r í t I u r. Hallgrímur, sem var kennari við unglingaskóla einn uppi í sveit hafði jafnan vindlakassa i ólæstri skúffu í kennaraborðinu. En svo tók hann eftir, að það minkaði grunsamlega fljótt í kassanum og grunaði hann, að strákarnir í bekknum væru farnir að hnupla vindlunum í frímínútun- um. Og einu sinni þegar hann fór út úr tímanum skildi hann eftir blað á kennarapúltinu og hafði hann skrifað þessi orð á það: „Sjöunda boðorð: Þú skalt ekki stela!“ í næsta tíma var komið nýtt blað á borðið og á því las hann: „Sjötta bæn: Eigi leið þú oss i freistni!“ Eftir þetta læsti Hallgrímur jafn- an skúffunni. Óli bókhaldari kemur heim, faðm- ar konuna og segir: — Hugsaðu l)jer, Jónína! Skrifstofustjórinn hefir fengið nýja stöðu. — Vertu ekki að fagna því, segir Jónina. — Það kemur einhver þurs- inn aftur í hans stað. En Óli tók fram í: — Já, það er jeg, elskan mín. Það er jeg! Kennarinn hittir frú Berg á göt- unni. — Nú hefir hann sonur yðar enn á ný komið með alveg sjóðvitlausan heimastíl. Viljið þjer skila til manns- ins yðar, að hann verði heimskari með hverjum deginum. Frúin leit á kennarann og sagði: — Svo-o? Hefir maðurinn minn nú hjálpað honum aftur? Skipið fórst með manni og mús. Það er að segja, kokkurinn komst af. Hann rak í þrjá daga á fleka og skolaðist loks upp á land. Þar enga mannabústaði að sjá. Hann steinsofnaði undir eins og svaf í átján tíma, en þegar hann vaknaði fór hann að leita mannabústaða. Leitaði í þrjá daga og varð einskis visari. Loks, fjórða daginn, kom hann að gálga og þar hjekk lík if svertingja. — Guði sje lof, sagði kokkurinn, — loksins sjer maður þó siðmenn- ingarvott. Stúdentarnir Árni og Pjetur voru að tala um kvenfólk og ástamál. — Konan sem jeg giftist, sagði Árni, — verður að vera smávaxin, hafa smáar hendur, smáa fætur og smá eyru. — Þú gerir miklar kröfur! sagði Pjetur. — Hvað skulda jeg yður mikið fyrir að hafa læknað í mjer heyrn- arleysið? — Fimtíu krónur. — Sextíu krónur? — Nei, sjötíu krónur! — Hugsaðu þjer! Þegar þeir voru að grafa i brunarústunum i Pompeji fundu þeir leirker sem þeir virða á tíu þúsund sterlingspund. Það er tvö þúsund ára gamalt. — Mikið er að heyra að tarna. Tíu þúsund pund. Þá mundi það kosta eitthvað ef það væri nýtt! INNBROTSÞJÓFURINN: — Jeg stilli klukkuna einum tíma fyr en hún er. Ilann hefir nóg að gera aö taka ti . — En hvað jeg hlakka til i kvöhl. — Það geri jeg líka. — Ertu þá iíka á skóm, sem meiða þig? — Sótarinn: — Já, en elskan mín. Við skulum halda trú.ofuninni legni- legri — svona fyrsta kastið. — Maðurinn i sófanum: — En nvað þú ert vœnn að segja okkur draugasögur! Blessaður segðu okk- ur eina til. Filabein að sjá — frjetta um þjói'n- að. Fíl að sjá — uppgötva þjófnað. Fljúgast á — mikinn heiður. Fatnað að sjá — andstreymi og fyrirlitning. Fábjánahæli að vera í — fölsk liðindi. Fölur að vera — óánægju. Fóstru að tala við — frjetta tíðindi. Frjettir að fá — vonbrigði. Fenjum að vaða í — erfiðleikar. Fen að horfa á — fá ný föt. Flær að veiða — óviss hagnaður. Fiær að sjá — mikill hagnaður. Flugelda að kveikja — brúðkaup. Flugelda að sjá — uppfylling vona sinna. Ferð að fara — langvint hjóna- band. Fjós eða hestliús með gripum að sjá — gúða afkomu. Flónskuverk að vinna — vinning í happdrættinu. Fiðlu að leika á — leyndar áhyggjur. Fósturharn að taka — gruu- semdir. Fósturbarn að sjá óglögga framtíð. Fangelsi að sitja í þægilega samfundi. Fangelsaður að vera —■ lcomast að ótrúlyndi unnustunnar. Fátækur að vera — bjarta fram- tíð. G. Gesl ókunnan að fá — missa pen- inga. Gyðing að sjá — gott. Gyðing að tala við — sviksemi. Gimsteina að fá — heppni í kaup- sýslu. Glóandi járn að sjá — óhapp í samkvæmi. Gleðjast með öðrum — miklar annir. Gleðjast yfir einhverju — harmur í vændum. Gler að brjóta — miska. Gistihússtúlku að gæla við — óró- leg framtíð. Garð að sjá í blóma — dánarklukk- ur hljóma. Grasi að ganga i — dauðfall frjett- ist hráðlega. Grasbrekku að liggja í — að vera elskaður á móti. Greifingja að veiða — góð atvinna. Gullsmið að tala við — tap. Gull að fá — stórsynd. Gull að eiga — alt gott. Gullhring að fá — fá atvinnu. Gullhring að kaupa — hjartasorg. Gullhring að missa — óhapp. Gullhrrng að sjá — lieiður. Gólf að þvo —- peninga að finna. Glæður að bera — boð i skemti- ferð. Glæðum að brenna sig á — lærð- an mann að tala við. Glæður að sjá — hamingjusamt hjónaband. Góss að eiga — óviss framtíð. Grátur í svefni — mikill fögnuður. Grástein að sjá — sorg og neyð. Grenitrje að sjá — góð heilbrigði. Grafir að detta í — óvinir ofsækja mann. Grafir að sjá — armæðu. Grafa í jörð — finna fjársjóð. Grafskrift að lesa — sorgartíðindi. Greinar að brjóta — fremja heimsku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.