Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 2
9 F Á L K 1 N N ÖAMLA BÍÓ NÝJ A B í O Lárus G. Liíðvígsson - skóverslun. SAIsklnsbarnlð. Gullfalleg og hrífandi saga i 9 báttum. — Aðalhlutverkin leika: SHIRLEY TEMPLE, GARY COOPER, CAROLE LOMBARD. Myndin sýnd hráðlega. Mynd þessi er tekin af Paramount undir stjórn Henry Hathaway, en tónleikarnir eru eftir Harry Revei. Og það er skrítið fólk, sem kemur fram í myndinni, sem bráðlega verður sýnd í GAMLA BÍÓ. Þar er Gary Cooper, sem kall- aður er .(erry Day í myndinni. Hann er œfintýramaður, sem hvergi unir, en er á sífeldu flakki um veröldina og verður oft að fara liæpnar leiðir til þes að afla sjer fjár fyrir flakki sínu, og oft laumast hann burt af gistihúsunum án þess að borga. Hann hefir verið giftur fyrir fimm árum og eignast telpu sem heitir Pennie og leikin er af Shirley Temple, undrabarninu sem allur heimurinn dáist að. Kona hans er dáin, en nú giftist hann á ný stúlku, sem*Toni heitir (Carole Lom- bard), sem í flestu er eins og hann — unir ekki við neitt, en er á sí- feldu flakki með honum. Vegna pen- ingaleysis ætlar Jerry að afsala sjor föðurrjettinum til dóttur sinnar gegn því að fá greidda 750000 dollara, en þetta finst Toni svo hræðilegt. að hún skilur við Jerry og fer til París, en liann fer til New York lil að semja um „söluna" á barninu. En þegar hann fær að sjá dóttur sína heillast hann svo af henni, að hann einsetur sjer að sleppa henni eklii framar, en til þess að komast með hana á burt gerir hann sig enn sekan í fjeglæfrum — selur göml- um manni, Felix Evans „gullnámu“, verður þeim samskipa til Evrópu og verður góður vinur Pennie litln. En það kemst upp síðar, að hann er gimsteinaþjófur sem ætlar að nota sjer ólöglegar aðfarir Jerry til þess að pína hann með sjer í þjófnað. Og lionum tekst þetta - — Jerry fellur fyrir freistingunni og stelur dýrmætri hálsfesti frá gam- alli konu og selur Evans liana. En konu hans verður bylt við er hún heyrir hvernig komið er. Verður nú ekki rakin sagan lengur, en hún segir frá viðskiftum þeirra Jerry og Evans og er allhrikaleg á köflum. Rauði þráðurinn í myndinni er sá að sýna hvernig föðurástin verð- ur til þess að vekja hinar betri til- finningar æfintýramannsins. „Sól- skinsbarnið“ í myndinni er sá mið- depill, sem alt snýst um, og frá gangur myndarinnar og leikurinn i LJETTLYNDA MARIETTE. í kvikmyndadálkum þessa blaðs var nýlega sagt frá hljómmyndinni „Ljettlynda Marietta“, sem hefir oro- ið afar vinsæl víðsvegar um lieim, og er líkt við „Kátu ekkjuna“ eftir Lehar. >,Hefir Metro-Goldwyn-Mayer henni er þannig, að það er unun að horfa á myndina og hún flytur mikinn sannleik og góð áhrif hverj- um hugsandi manni. Og leikur Shir- ley Temple er ómótstæðilegur. Það verður ekki ofsögum sagt af snild þessa sex ára gamla undrabarns. og leikstjórinn, van Dyke, ausið út miljónum króna til þess, að gera myndina sem best úr garði. — Það er ekki síður að þakka söngvaranum Nelson Eddy, en hinni frægu söng- konu Jeanetta MacDonald, að mynd þessi hefir náð svo miklum vinsæld- um, sem rauu ber vitni. Það er sagt um hann, að hann syngi eins vel og Jan Kiepura, sje jafn töfrandi og heillandi og Maurice Chevalier — en sje fallegri en þeir báðir til samans. Hjerna sjá lesendurnir mynd af þeim báðum, þar sem þau „út róa ein á báti“ — eins og „Ingjaldur í skinn- feldi“ gerði forðum. En þó týndu þau víst ekki „18 önglum“, eins og sagt var um Ingjald. Morðið i Kennel-klúbbnum. (The Kennel Murder Case) Afar spennandi lögreglumynd gerð af Warner-First Nationci eftir sögu S. S. Van Dine, undir stjórn Michael Curtiz. Aðalhlut- verkin Ieika: WILLIAM POWELL, FRANK CONROY, HOBART CAVANAUGIi. Sýnd bráðlega. Á siðustu árum er S. S. Van Dine sá glæpasöguhöfundur veraldar, sem einna mest er lesinn. Taka margir liann fram yfir Edgar Wallace og aðra fræga höfunda í þessari grein, enda er stilsmáti hans og efnisnið- urröðun með óliku móti og hjá flestum öðrum. Hann talar í gátum og velur sjer þrautir í frásögninni, sem lesendunum finnast alveg ó- leysanlegar, en í endalokin verður honum ekki skotaskuld úr því, að ráða gátuna á tiltölulega einfaldan liátt. „Morðið í Kennel-klúbbnum“ er ein kunnasta saga Van Dine og hefir Warner-First National kvikmynda'ð hana. Hefir það sýnt sig að sögur Van Dine eru einkar vel fallnar til kvikmyndunar, enda hefir þessi mynd vakið afarmikla athygli. í öllum sögunum er sama aðalper- sónan, Ieynilögreglumaðurinn Philo Vance, sem vitanlega er aðalper- sónan i þessari mynd. Hefir Will- iam Powell verið trúað fyrir hlut- verki lians og er eins og harin sic skapaður fyrir það. í þessari mynd lætur höfundurinn m. a. sjást, livernig maður einn fer að því að láta herbergi eitt lokast innan frá, en sjálfur stendur hann utan við dyrnar. En einmitt þetta bragð veldur mestu erfiðleikunum fyrir lögregluna, að því er kemur lil upþljóstrunar móls'ins. En efni þessarar sögu er það að aúðkýfing- ur einn, sem ótti marga hatursmenn, finst dauður í herbergi sínu, með skammbyssu i hendinni. Gluggarnir í herberginu eru læstir að innan og hurðin sömuleiðis, svo að lögréglan telur vist, að hann hafi framið sjólfs- morð. En þá kemur Philo Vance lil sögunnar og sýnir fram á, að maðurinn hafi verið rotaður með höggi í hnakkann nokkru áður en hann var skotinn, og að fleiri menn cn einn sjeu við morðið riðnir. Eru það loks orðnir átta menn, sem grunsamlegir þykja, og altaf flóknar málið rneir og meir. Alla myndina frá upfiafi og fram í síðasta þátl er gótan að verða erfiðari, en loks i endalokin ræður Philo Vance gát- una með hugviti sínu. Auk William Powells eru í mynd- inni fjöldi leikanda, svo sem Ro- bert Barratt, Frank Conroy, Mary Astor og Ralph Morgan. „Morð- ið i Kennel-klúbbnum“ er alveg ó- vejulega spennandi mynd, sem eng- inn iðrast eftir að sjá, sem á annað borð hefir gaman af að lesa góðan reyfara. Myndin verður sýnd i NÝ.TA BTO innan skamms.

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Tengja á þessa síðu: 2
https://timarit.is/page/4355302

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (15.02.1936)

Aðgerðir: