Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 4
4 FÁLKl'NN Rauðskinnar í Bandaríkjunum. Þegar hvítir menn fóru að taka sjer bólfestu í Bandaríkj- unum, er talið, að þar hafi búið um 900.000 Indíána. Þeir voru einu íbúar og „eigendur“ lands- ins og höfðu lifað þar frá alda öðli, dreifðir yfir feikna mikl- ar víðáttur. En á þremur öld- um fækkaði þeim svo, að um 1800 var talið að ekki lifðu eftir nema 350.00 manna. Þeir höfðu verið drepnir, þúsundum saman en þó urðu farsóttir þær og sjúkdóma aðrir, sem livítir menn fluttu með sjer vestur, fleirum að fjörlesti, einkum hitasóttir ýmsar og bólusótt. Nú er talið, að um 375.000 Indiánar sjeu í Bandarikjunum, en þess ber að gæta, að síðan 1880 hafa þeir mjög blandað blóði við hvita menn, svo að hreinir — „fullblóðs“ — Indíánar eru nú orðnir mjög sjaldgæfir, og fjöldi fólks í Bandaríkjunum hefir aldrei sjeð hreinan Indíána. Kynið er orðið svo blandað. Eftir þvi sem fólki fjölgaði i Bandaríkjunum og stjórn komst þar í fastari skorður, krepti meira að kosti Indíánanna. Stjórnin fjekk þeim afmarka- aðar landspildur til að lifa á og fjekk hver stofn eða ætt- leggur sína spildu. Ættleggirnir eru laldir vera um 200, en mjög eru þeir misstórir. Sumstaðar eru Indíánabygðirnar ekki stærri en stórbýli, t. d. vestur í Kaliforníu, en stærstu „terri- toria“ þeirra eru Navajo-bygð- irnar i Arizona og New Mexico. Þar er nú aðal Indíánabygðin í Bandaríkjunum, fremur magurt land, sem hinir fyrri eigendur Ameríku liafa orðið að flýja til undan yfirgangi hvítra manna. En í nálega liverju ein- asta sambandsríki U. S. A. eru Indíánabygðir, undir eftirliti stjórnarinnar. í fjórum sam- bandsríkjunum eru næstum tveir þriðju af Indíánum Bandaríkjunum, nefnilega 120.- 000 í Oklahama, 44.000 í Ari- zona, 24.000 i Suður-Dakota og 22.000 i New Mexico. Og af hin- um nafnkendari ættbálkum Indíána, þeirra er siðaðir kall- ast eru Cherokee-, Chickasaw-, Chactaw-, Chippewa-, Sioux- og Onandaga-Indíánarnir helslir. Flestir ættbálkarnir í Okla- hama eru forríkir og miljóna- mæringar margir meðal þeirra, sem selt liafa auðfjelögum oliu- lindir í landi sínu. Þeir fá ákveðið gjald af hverri olíu- tunnu og geta leyft sjer alt það óhóf, sem hvítir menn geta kent frá sjer. En vestar lifa ættbálk- arnir mest liirðingjalífi. Þar sjást þeir á ferli meðfram ár- farvegunum með lijarðir, sem stundum telja um 10.000 fjár og er það álitlegur bústofn. Aðrir bálkar lifa á silfursmiði, sumir vefa gólfdúka, brenna muni úr leir og mála þá með sinum hætti. Þykir liandiðnaður Iudíána bera vott um listrænan smekk. Iljá flestum ættbálkunum eru enn iðkaðir liinir fornu Indi- ánadansar og leikir, sem svo víðfrægir eru. Og dansinum fylgir vitanlega hljóðfærasláttur á hin fornu og eiukennilegu hljóðfæri þeirra. Þykir hvítum mönnum mikið varið i, að sjá hina tryltu særingadansa Indí- ána, er þeir hamast nær alls- naktir með fjaðurskraut og fáránlegar myndir málaðar á kroppinn, lioppa, lineigja sig og beygja og vinda á allar lundir eins og brjálaðir menn, við hljómfall hinna einkennilegu tóna og æpa og skrækja, svo að sumum er nóg boðið. Hinir siðmentari Iníánar hafa líka dansskemtanir, en dansa ekki berir, heldur festa fjaðralengj- ur og annað skraut á fötin. Stundum standa dansskemtanir þessar meira en viku samfleytt og þykir það óskiljanlegt hversu úthaldsgóðir sumir eru í dans- inum. Hinum fyrstu landnemum vestra voru Indíánarnir mestu liættugripir. Fólk þorði oft varla milli fjóss og bæjar, vegna ótta við að Indíánar lægi i leyni og dræpu þá, og víða þorði fólk ekki að kveikja ljós á kvöldin, svo að Indíánar sæi þau ekki. Þegar tungl var í fyllingu þótti mest hættan stafa af Indíán- unum. Margir landnemar bygðu sjer einskonar vígi við bæinn sinn og böfðust þar við með- an tungl var i fyllingu, til þess að verjast betur yfirgangi Indí- ánanna. Og jafnan var liafður vökumaður á hverjum bæ, um það leyti. Þegar landnemar þurftu að fara í kaupstaðinn slógu þeir sjer saman og fóru með langar kerrulestir og höfðu með sjer alt fjemætt og vopn sín, því að Indíánar sátu jafnan um þessar kaupstaða- lestir. En stundum gátu land- nemarnir gabbað Indíánana. Þannig voru eitt sinn tvær konur hvílar á leið heim til sín ríðandi, er þær urðu varar við að liópur Indíána kom á eftir þeim, líka ríðandi og færðist nær. Konurnar vissu af kvik- syndi skamt fyrir framan, sem Indíánarnir þeldu ekki. Hleyptu þær nú hvað af tók fast að kviksyndinu, en beygðu þá hvor til sinnar handar á síðustu stundu. En Indiánarnir vöruðu sig ekki á þessu bragði og riðu í fenið og sátu hestar þeirra þar fastir. Og konunar komust undan. Indíánauppreisnin 1862 er sú hættulegasta sem sögur fara af í Bandaríkjunum. í aðeius einni orustunni, við Sioux-indiánana í Red River dalnum i Minne- sota fjellu 800 hvílir landnemar. Voru það einkum norðurlanda- búar, sem þarna bjuggu og vörðust þeir af mikilli lireysti. I annað sinn voru 30 norður- landabúar í Minnesota á leið lil kirkju. Rjeðst þá á þá Indíána- liópur og drap þrettán þeirra. Og fleira þessu líkt mælti telja. Þegar uppreisnin loks var kæfð náðist í verstu forsprakkana. Voru 303 af þeim dæmdir til dauða en 18 í fangelsi. Abra- ham Lincoln, sem þá var for- seti Bandaríkjanna, náðaði þó 265 af þeim dauðadæmdu, lil fangelsisvistar, en 38 voru háls- höggnir í Mankato 26. des. 1863. Það er margra skoðun, að á- stæðan til uppreisnarinnar liafi verið sú, að stjórnin hjelt ekki loforð sin við Indíána. Sak- lausir landnemarnir týndu lifi fyrir það, að stjórnin eða um- boðsmenn hennar lifðu i vel- lystingum á þeim styrkjum, sem rauðskinnunum voru ætl- aðir, en þeir liðu mikla neyð um þær mundir, og voru hjálp- ar þurfar. Það eru sannkallaðar trölla- sögur, sem gengu um Indíána fyr á árum. Og þeim hefir ver- ið borin röng saga. Indíánar eru alls ekki eins grimmlyndir og menn vilja vera láta. Þegar rjett er farið að þeim og þeim sýnd góðvild og vinátta, kemur betri maður þeirra i ljós. Sem dæmi má nefna að eitt sinn fundu hvítir menn ungan rauð- skinna, sem var að verða úti í byl. Þeir fóru með liann heim og hjúkruðu honum og hann rjetli við. Varð hann á lieimil- inu út veturinn. Um vorið varð Indiánaupphlaup í nágrenninu og umkringdu Indiánar bæinn og ætluðu að drepa alla um- svifalaust. En þá gekk piltur- inn á milli. Hann sagði frá hvernig fólkið hefði farið með sig og hvað það hefði gert sjer mikið gott og baðst vægðar fyrir það. Höfðinginn hlustaði á mál hans og þyrmdi öllu heimilisfólkinu. Eftirfarandi saga sýnir, að Indíánar eru hvorttveggja i senn, hjátrúarfullir og tildur- gjarnir. Átján ára gömul prins- essa af Wennebagoættbálkinum hafði lálið kippa hlár sitt stutt eftir nýjustu tísku. Þetta liltæki liennar vakti svo mikla gremju meðal liinna eldri, að liún var dæmd ræk úr flokkinum. Tók hún þá barn sitt á handlegg- inn — hún var gift — og yfir- gaf flokkinn og mann sinn. Skömmu eftir að hún var far- i gaus illkynjuð inflúenza upp hjá þessum ættbálki og töldu hinir eldri þetta refsingu af himnum ofan fyrir að stúlkan hefði verið rekin á brott. Og svo var maður líennar sendur út af örkinui til að sækja hana. í Santa Fé, sem er liöfuðborg New Mexico, Cr fjöldi Iudiána. Það má sjá þá á daginn, sitj- andi bérliöfðaða á löppum sjer, vafða inn i sjöl og dúka, fyrir iitan dju'nar á leirkofum sín- um, eða þeir eru hjá kaup- mönnuuum að hafa kaup á silfursmíðum sínum, leirmun- um og ullardúkum fyrir mexi- kanskt silfur, sem þeir nota til smíðanna. Spánskir jesúitar og aðl'ar munkareglur komu til Santa Fé frá Mexico 60 árum eftir að Columbus fann Ameriku og settu upp trúboðsstöðvar ineðal Indíána, Miguelskirkjan fræga, frægasta byggingin í Santa Fé, var bygð 1545, og stendur enn i dag, þó hún væri bygð úr leir. Eru veggirnir 3—5 fet á þykt. Klukkan í kirkjunni er 780 pund og var steypt 1356. Pueblo-Indíánarnir, sem bjuggu þá á þessum slóðum eyðilögðu nokkurn liluta kirkjunnar 1680, en hún var bygð upp aftur og þykir nú méð merkuslu forn- menjum i Bandaríkjunum. í Santa Fé eru; margir Iridíána- skólar. I „Museum of tlie American Indian“ í New York er merki- legt safn af allskonar merkum munum frá Indíánum, sem þykir einstakt í sinrii röð. Var það einn riiaður, Clarence B. Moore, sem safnaði þessum gripum, en þeir eru 13.500 tals- ins og flestir frá Florida, Tenessee, Georgia, Arkansas og Alabama. Sumir þeirra eru taldir yfir 1000 ára gamlir. Eru þeir gerðir úr steini, leir og málmi. Fyrir þremur árum dó síð- asti liöfðingi Chippewa-ætt- bálksins. Meðal livítra manna gekk harin undir nafninu John Dever en rjettu nafni hjet hann Sha-Bon-Ba-Shjong. Var hann einn meðlhna í hinu heilaga ráði Indíána og hafði á liendi söfnun helgisöngva ættbálksins. en þeir voru ritaðir á birki- næfra. Höfðingi Nez Percé-indíán- arina, Kip-Kip-Kipeliean var lengi talinn með merkustu höfðingjum Indíána og var það hann, sem kom á friði eftir Nez Percé-stríðið svonefnda 1877. Tók hann kristna trú að stríðinu lokuu. Hann kom ofl lil Washington til að tala máli kynbræðra sinna við stjórnina og talaði við fjóra Bandarikja- forseta. Hann dó 1922. Það eru 118 ár síðan að fyrst var farið að reyna samninga milli Indiána og stjórnarinnar í Wasliington. Öli þessi ár hafa verið haldnar margar ræður og borin fram mörg fruinvörp um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (15.02.1936)

Aðgerðir: