Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 -N N Mazaroff-morðið. DULARFULL LÖGREGLUSAGA EFTIR J. S. FLETCHER. Mercliisonsættinni skaut mann af Mur- dochsættinni — þó ekki til bana“. „Það er talað um þetta enn þann dag í dag“, skaut mr. Elphingstone inn í, „það eru ýmsir í Marrasdale, sem muna þetta enn“. „Alison Murdoch, sem er þögul og dul“, hjet Sllieila áfram, „hefir ai^ðvitað þekt Mazaroff aftur á kránni, þar sem hún var til aðstoðar og liefir einsett sjer liefndir í þessari gömlu ættardeilu undir eins og hún fengi færi á. Hún hefir líka sjeð Mazaroff fara út um kvöldið og halda leiðina til Reivers Den — og síðan hefir hún tekið byssu Musgraves á stofuveggnum og hefir elt Mazaroff og drepið hann“. „Bíðið þjer augnablik“, tók Maythorne fram í og leit á lögreglumennina tvo. „Er nokkur svipur með móður yðar og Alison Murdoch ?“ „Hann er alls ekki litill“, svaraði Sheila. „Þær eru jafn háar og mjög svipaðar i vaxt- arlagi — þær eru mjög svipaðar". „Hafi þær nú til dæmis verið -líkt klædd- ar —“ „Það eru þær mjög oft“, svaraði Sheila, „af þeirri einföldu ástæðu að Alison Mur- doch hefir árum saman að því er jeg best veit — gengið í fötunum, sem móðir mín var hætt að nota! Og ennfremur vildi jeg gelja þdss, að \jeg liafði eina ástæðu enn til að gruna liana. Af því að það var á allra vitorði, að gesturinn á Hrossagauks- kránni var vellauðugur maður, og af þvi að Alison Murdoch er mjög ág'jörn og aura- sjúk, get jeg mjög vel hugsað mjer, að hún hefði ekki sett það fyrir sig að ræna hann á eftir. Svona er hún —“ „En nú keniur það sem mestu varðar af öllu, ungfrú", sagði Corkerdale. „Hverju svaraði hún ásökun yðar?“ „Hún neitaði auðvitað, og þóttist aíar móðguð“, svaraði Sheila, „og hún var að því komin að rjúka út til þess að kvarta úndan mjer við mr. Elpliingstone. En svo hugsaði hún sig um og sagðist fremur ætla að taka saman föggur sínar og hverfa á burt af gistihúsinu. En jeg gat nú sjeð við því! Jeg sagði bara í fáum orðum, að ef hún reyndi að fara á hurt áður en jeg lyki máli mínu, þá mundi jeg undir eins ná i lögregluna. Og svo hjelt jeg langa ræðu yf- ir henni og sagði að lokum, að agatnælan hennar hefði fundist á morðstaðnum, og loksins eftir að jeg hafði hótað henni að of- urselja hana lögreglunni, játaði hún, að hún vissi — dálítið“. „Jæja!“ sagði Maythorne, „svo að hún vissi þá — dálitið". „Já, og svo sagðist hún eiga bróður í bæn- um, í Harrow Road, og bað okkur að koma með sjer til hans, svo að hún gæti ráðfært sig við liann. Svo skyldi hún eftir á segja okkur alt sem hún vissi. Við fengum okkur bifreið hjerna á hominu og Alison Murdocli sagði bílstjóranum hvert aka skyldi. Jeg veit vel hvar Harrow Road liggur út i Padd- ington Green, en við ókum langt, langt fram lijá. Loks stigum vjer út úr bílnum —“ „Afsakið þjer eitt augnablik, ungfrú“, tók Manners fram í, „þjer munuð ekki hafa orðið varar við, að annar bíll hafi — elt vkkur?“ „Jú, jeg Lók einmitt eftir bifreið, sem staðnæmdist hinumegin á götunni, dálítið lengra undan“, svaraði Sheila. Svo geng- um við dálitinn spöl áfram götuna“, hjelt hún áfram, „snerum síðan niður hliðargötu og þaðan inn i ennþá þrengra sund og þar var bæði dimt og draugalegt. Við staðnæmd- ustum fyrir framan hús eitt, og Allison Mur- doch bað okkur um að bíða þar fáeinar mínútur. Það gerðum við og eftir fimm mínútur kom hún aftur og sótli okkur. Það var ennþá draugalegra inni í liúsinu en fj'rir utan það. Hún fór með okkur inn í svefn- herbergi, sem sneri út að garðinum og log- aði þar gastýra ein. Svo bað hún okkur um að bíða. Svo fór hún — og við höfum ekki sjeð liana síðan“. Corkerdale, sem ennþá hringsneri þum- alfingrunum í sífellu, leit nú í fyrsta sinni af Sheilu. Hann horfði hugsandi og spek- ingslega upp í loflið, eins og þar væri eitt- hvað stórmerkilegt að sjá. Manners sagði aðeins eitt orð, hátt og skýrt. „Gildra!“ „Já“, svaraði Sheila. Við áttum heldur ekki betra skilið. Við heyrðum að hurðinni var aflæst utan frá og það var eins og slag- brandi úr járni væri skotið fyrir. Jeg rauk út að glugganum og reif gluggatjaldið til liliðar en sá þá, að þykkir hlerar voru fyrir glugganum' að utanverðu, en gluggakrók- arnir voru negldir með gildum nöglum. Þetta var hræðilegt. Jeg hamaðist og lamdi á dyrnar en það kom ekkert svar. Eftir svo sem klukkutíma var hlera í þilinu skotið til hliðar og hönd kom inn, sem ljel körfu detta niður á rúmið. Svo var hleranum skol- ið aftur og lokað forsvaranlega. Karfan var full af mat — miklum og góðum mat ennfremur voru í henni tvær flöskur af góðu rauðvíni, glös og' tappatogari, en ekki sáum við nokkurn mann í tvær nætur og tvo daga. Um kvöldið kom ný karfa inn um lúuna og var varpað inn svo snögglega að við fengum ekki ráðrúm til að grípa í hend- ina eða líta inn i lierbergið hinumegin“. „En hvernig*komusl þið út?“ spurði May- thorne. „Núna i kvöld, þeg'ar við vormn að því komnar að kafna af loftleysi — hafði jeg þó fyrir löngu mölvað rúðu í glugganum, það verð jeg að viðurkenna — heyrðum við alt í einu mannagang við dyrnar. Slag- brandinum var skotið frá, lyklinum snúið í hurðinni og svo heyrðum við fólk hlaupa irá dyrunum og hurðarskelli í fjarska. Við flýttum okkur út, það var aldimt í húsinu og hvergi heyrðist liljóð. Við komustum fljótlega út á götuna og náðum í bifreið —“ „Og jeg þori að veðja um það, ungfrú“, sagði Corkerdale yfirlætislega, „að þjer lil- uð livorki á húsnúmerið eða hurðarspjald- ið?“ „Nei“, svaraði Sheila. „Við vorum altof fegnar að sleppa úr prísundinni til þess að ökkur dytti slíkt í hug. En —“ Hurðin að svefnlierbergi frú Elphingstone laukst upp og hjúkrunarkonan gægðist inn. „Frú Elphingstone biður herra Elphing- stone og ungfrú Sheilu að koma inn til sín“, sagði hún. Að vörmu spori sátu lögreglumenúirnir, Maythorne og jeg eftir einir. Maythorne stóð upp, gróf hendurnar i buxnavösunum og horfði spvrjandi á Cork- erdale. „Jæja?“ sagði hann. Corkerdale brosti — benti með höfðinu að dyrunum, sem Elphingstone og Sheila voru nýfarin inn um. „Jeg trúi ekki öllu þessu þvogli", sagði Corkerdale. „Kerlingabækur". Jeg spratl upp eins og naðra við þessi orð og sneri mjer fokreiður að lögreglumann- inum. „Hvern fjandann dirfist þjer að segja?“ sagði jeg. „Efist þjer um orð ungfrú Merchi- son. Lögreglumaðurinn leit á mig eins og kennari litur á óknyttinn skóladreng. Hann reyndi ekki að leyna fyririitningu sinni. „Verið þjer rólegur, Holt“, sagði May- Ihorne. „Corkerdale meinar —“. „Jeg meina, að liversu satt sem þessi ungá stúlka hefir sagt — og það hefi jeg aldrei efast um, að hún segði satt eftir bestu vit- und — þá trúi jeg ekki á sakleysi gömlu konunnar. Þetta liefir alt verið ráðið milli liennar og Alison Murdoch, og livað brott- náminu viðvíkur, þá er það eingöngu skrípaleikur, til þess að gefa hinni færi á að sleppa á burt. Bownas varð þrándur i götu þessara fyrirætlana ög þessvegna hefir illþýðið lokkað hann inn í dimma sundið og drepið hann. Frú Elpliingstone er með í leiknum, og hvorki Manners eða jeg förum út lijeðan fyr en við höfum fengið nánari skýringu á málinu“. Það sauð i mjer gremjan og jeg var altaf að líta á Maythorné. En í sama bili var bar- ið á dyrnar og þjónn einn kom inn. „Er mr. Maytliorne staddur hjerna?“ spurði hann og svipaðist um í stofunni. „Það er sími til yðar, — einhver (iotlingley, sem vill tala við yður“. 22. KAPÍTULI: HRAÐLESTIN. Maythorne flýtti sjer út og ljet mig sitja eftir með lögreglumennina og reiðiníi sjóðandi niðri í mjer. Corkerdale, sem hafði setið hjá Manners og verið að livísla að honum, snjeri sjer nú að mjer. „Jeg get vel skilið, að það geti fokið dá- lítið í yðnr öðru hvoru, mr. Hölt“, sagði Corkerdale ámælandi og afsakandi í senn. „Þjer sem eruð ástfanginn af ungu stúlk- unni því að það getur maður sjeð með hálfu auganu, og-----“ . „Gerið svo vel, að blanda ekki nafni ung- frúarinnar í þessa sálma“, sagði jeg. „Og minu ekki heldúr!“ „Það getur nú reynst erfitt, finst yður ekki ?“ svaraði hann brosandi og fór að tala um malið almént. Skömmu síðar stakk Maythorne höfðinu inn í gættina. „Holt!“ sagði liann og dró mig út á gang- inn og lokaði hurðinni. „Það eru skilaboð frá Cottingley. Hann hefir haft nánar gæt- ur á eimskipafjelagsskrifstofunum síðustu tvo daga og unnið eins og húðarjálkur. Og nú hefir hann loksins komist að dálitlu!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (15.02.1936)

Aðgerðir: