Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 fyrirlítur mig — þolir tæplega að sjá mig framar,' en þú skalt sleppa við að sjá mig, undir eins og jeg lief sagt þjer það“. „Kveldu mig ekki lengur, Knut! — Hvað er þetta?“ Hún hrópaði orðin Knut laut höfði, hann vildi ekki sjá fyrirlitninguna í augum unnustu sinnar, og svo sagði hann henni frá því, sem gerst hafði um nóttina, frá skelfingu sinni og bleyðimensku og ]jví hve hræðilegar afleiðingar þetta hefði liaft. Þegar hann hafði lokið máli sinu byrgði hann andlitið í höndum sjer og kjökraði. Hann vissi að liann varð að fara nú þegar, en hann gat ekki staðið upp. Alt í einu tók hann eftir, að Elsa liafði sest við hlið hans og var að strjúka honum um hárið, en hvísl- aði samhengislaus en undursamlegorð i eyru hans. „Elsku drengurinn minn, skelfing hefir þjer liðið illa“, hvísi- aði hún með tilfinningu. „En þú skalt ekki taka þjer þetta nærri, Knut. Það lagast altsaman, sjáðu til. Jeg er viss um, að lögreglan nær í þjófinn og að faðir þinn fær pen- ingana aftur. Vertu ekki að hugsa meira um þetta, vinur minn!“ Knut leit upp og horfði inn í bliðu augun hennar, sem tindruðu af ást. Hann gat varla skilið þetta. Gat það verið satt? „Og ætlarðu þá ekki að yfirgefa mig, Elsa“, spurði hann ef- andi. Elsa brosi. „Nei, Iínut, ekki ætla jeg það, og hversvegna ætti jeg að gera það. Heldurðu að ást mín til þin sje ekki meiri en svo! Auk þess getur það hent hvern sem er og hversu hugrakkur sem hann er, að yfirbugast af hræðslu. Það var ekki vegna þess að þú værir lydda, að þú hagaðir þjer svona í nótt, heldur af því, að þú varst á valdi máttar, sein var sterkari en þú. Jeg er svo glöð að þú skyldir segja mjer það“, hjelt hún áfram, „þvi að þrátt fyrir alt er þó lireinskilniri ]iað, sem jeg met mest af öllu“. Nú skyldi Knut Lynge hversu óum- ræðilega mikil huggun og von felst í ást konunnar. Úr svörtustu- örvænt- ingu fanst honum hann nú vera kominn i sól vonarinnar. En eigi að síður — þegar þau voru skömmu síðar á leið heim til föður hans, varð hann þögulli, og Elsa sem varð þessa vör, gerði sitt besta til að tala í hann kjark. Knut fanst eins og eitthvert ógnandi böl hlæð- ist upp framundan lionum. Það var ekki óttinn við játninguna sem hann átti að gera, heldur hræðslan við það böl, sem föður lians gæti stafað af ragmensku lians. „Hertu nú upp hugann, Knut! Alt l'er vel, jeg er viss um það!“ Elsa brosti hughreystandi og tók fast um handlegginn á Knut, þegar þau stóðu við húsið hans. Hann kinkaði kolli og reyndi að brosa á móti, þó þvi færi fjarri, að hann væri jafn- vongóður og Elsa. Það var faðir Knúts, sem kom sjálf- ur og opnaði fyrir þeim. „Ertu kom- inn þarna, drengur minn?“ sagði liann vingjarnlega. „Þú mátt trúa því, að við mamma þín liöfum ver- ið að brjóta heilann um, hvar þu værir niður kominn". í sama bili kom hann auga á Elsu, sem hafði dregið sig í hlje. „Ertu þarna líka, Elsa? Það var gaman! Hann tók þau sitt í hvora hendi og dró þau með sjer inn í stofuna. „Þú mátt trúa, að jeg fjekk góða frjett áðan, Knut“, hjelt hann áfram. Lögreglan hringdi og segist hafa náð í þjófinn. Og hann hafði alla peningana nema 50 krónur, en það tap ræður maður við. Og mikið þykir mjer gott, að þú skyldir ekki vakna í nótt, því að það kvað vera stórhættulegur of- beldismaður, sem var á ferðinni. Að því er mjer skildist á lögreglunni Frederik Borgbjerg. Einn af forvígismönnum dauskra jafnaðarmanna, Frederik liedegaard Jeppesen Borgbjerg dó i Kaup- mannahöfn 15. janúar, nær sjötugur að aldri. Borgbjerg hefir komið all- mikið við íslandsmál á tveimur síð- astliðnum áratugum og komið alloft hingað, sem meðlimur ráðgjafar- nefndarinnar. Kannast þvi flestir við nafn hans. Borgbjerg var dýralæknissonur frá Korsör. Var honum fyrirliugað að verða embættismaður og fór að lesa guðfræði að lokmi stúdents- prófi, en hætti við námið sökum efnaskorts. Hann hneigðist að jafn- aðármannastefnunni og gerðist blaða- maður við Social-Deinokraten í Khöfn eftir að hafa verið barna- kennari i nokkur ár. Eftir að hafa starfað við blaðið í 20 ár varð hann ritstjóri þess árið 1911 eftir Wiin- blad og var það til 1929, að undan- teknum árunum 1924—26, sem hann var „social“ráðherra i fyrra ráðu- neyti Staunings. Sem ritstjóri þótli hann liarður i horn að taka, en fjör- lyiidur og skemtimi og óx hlaðið mjög um hans daga. Arið 1929 varð hann mentamála- ráðherra í síðustu stjórn Staunings, og var það þangað til undir árslokin siðustu, að hann gekk úr stjórninni ásaint Zahle dómsmálaráðherra. Hann liafði átt frumkvæði ýmsra nýmæla í stjórnartíð sinni, en þó hafði hon- um ekki tekist að koma nýrri skip- un á alþýðumentunina í Danmörku, en það var eitt af aðal áliugamál- uin hans. Hann hafði mikinn áliuga á, að koma hag kgl. leikliússins í viðunandi horf og leysa hið gamla vandamál um tvískiftingu leikhúss- ins, þannig að aðskilið væri sjón- leikurinn og söngleikurinn, og leik- húsinu nýttust leikkraftarnir betur en áður. Var liann sjálfur mjög áhugasamur um leiklist og var jafn- er þetta erkifantur, sem svifist einskis — og lögreglunni þótti vænt um að góma hann“. Knut hafði staðið mállaus með- an faðir hans var að segja frá, og starað á hann, en nú hneig hann niður á stól og fór að hágráta, fra sjer numinn af gleði og þakklæti. Og Elsa fjell á hnje við hliðina á honum og strauk honum hliðlega um liárið, en stór tár koniu fram í aug- hennar. „Guði sje lof! var alt og sumt sem hún gat sagt. En Knut tók hana i faðm sinn og þrýsti henni að sjer. „Elsku besta Elsa“, hvíslaði hann innilega. „Aldrei fæ jeg fullþpkkað þjer það, sem þú hefir gert fyrir mig i dag!“ Því að það vissi hann, að liefði Elsa ekki reynst honum eins og hún gerði, þá hefði hann ekki verið í lifenda tölu. En það sagði hann ekki an fastur gestur í leikhúsum á frum- sýningum. Á ritstjórnarárum sínum var Borg- bjerg gerður út til Rússlands, eftir fall Kerensky 1917 til þess að semja við bolsjevika um að efna til al- þjóða jafnaðarmannaþings, með því markmiði að fá enda bundinn á heimsstyrjöldina. En Lenin tortrygði hann og kallaði hann agent fyrir „imperialismann“ og varð enginn árangur af ferðinni. Síðar var hann C. Th. Zable. Þessi maður er einn þeirra, sem livað mest hafa komið við stjórnmál Dana síðustu áratugi. Og nafn hans hefir viðfeldan hreim í islenskum eyrum, því að svo má segja að hann hafi verið fyrsti danski stjórn- arforsetinn, sem leit sanngjarnlega á sjálfstæðiskröfur íslendinga. Frá því fyrsta fylti hann flokk róttækra vinstrimaniia. Hann varð ritstjóri Aarhus Amtstidenda 24. ára gamall en eigi stóð það nema eitt ár, því að þá varð hann að gegna herþjónustu. Síðan málaflutnings- maður og vann þá við „Politiken" einkennilegt starf: að stryka út úr greinum Hörups ritstjóra það, sem sem bersýnilega varðaði við lög! O 1895 varð hann fólksþingsmaður og hefir átt sæti á þingi Dana síð- an — seinustu árin sem landsþings- maður. Hann varð formaður radi- kala flokksins og forsætisráðherra um stutt skeið árið 1909. En næst var hann forsætisráðherra árin 1913—20 — öll stríðsárin, á hinum vandasömustu timum, sem yfir Dani hafa komið á þessari öld. Það var í hans stjórnartíð, sem Danir seldu Vesturheimseyjar og sem ákvarðanir voru teknar um atkvæðagreiðsluna i Suður-Jótlandi og fjell hann á síðara málinu. Síðan hefir hann ver- ið dómsmálaráðherra i stjórnum Staaunings, þangað til eftir kosn- ingarnar í nóvember s.l. að liann dró sig í hlje. Á þessum árum átti hann mestan þátt í því, að koma á um liríð umboðsmaður Dana hjá þjóðbandalaginu í Genf. Borgbjerg var kvæntur konu af ís- lenskum ættum, systur Aage Meyer Benedictsen. Hjer á myndunum að ofan sjest hann 35 ára að aldri, miðmyndin er af honum ásamt Stauning og jafnaðarmanninum A. C. Meyer og loks sjest ein af síðustu myndunum, sem af honum voru teknar. nýjum lögum um dómstóla og rjett- arfar í Danmörku. C. Th. Zahle var einn þeirra, sem hingað kom í stúdentaförinni uni aldamótin og svo aftur konungs- komusumarið 1907. Var hann jafnan velviljaður íslandi eftir það. Og í hans stjórnartíð unnu íslendingar á í sjálfstæðismálunum: fyrst fánann, þá ákvæðið um rikisráðssetuna og loks fengust sambandslögin sett 1. des. 1918. Má eflaust þakka það ráð- herrunum Zalile. Munch, Ove Rode og Chrisopher Hage, að s\i lausn fjekst á málinu þá. En Zalile varð eigi aðeins til þess að verða við kröfum íslendinga, að svo miklu leyti sem hann sá sjer fært. Hann átti einnig mestan þáttinn í því, að koma á frjálslyndari stjórnarskipun i Dan- mörku en áður hafði verið. Það var hann, sem undirskrifaði dönsku grundvallarlögin 1915. Zahle á enn sæti í Landsþiiiginu og er maður ern og með fullum starfs kröftum. Hann varð 70 ára 19. jan- úar siðastliðinn. FRU HAUPTMANN, kona mannsins, sem situr i fangelsi sakaður, um morð Lindbergs-drengs- ins sjesl hjer á myndinni (t. v.) eftir að hafa heimsótt mann sinn í fang- elsinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (15.02.1936)

Aðgerðir: