Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.02.1936, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN SamPablo: ÞAÐ GERÐIST UM NÓTT Knut Lynge hrökk upp úr svefn- inum. Þaö var koldimt í herberg- inu og hann lá kyr eitt augnablik og starði út í myrkrið, altekin ein- hverri óskiljanlegri angistar- og kvíðatilfinningu. Kringum hann var venjuleg dauðakyrð næturinnar, en samt fanst honum ekki alt vera með feldu. Hann rjetti út hendina til að kveikja á lampanum, en áður en hann næði svo langt, kipti hann að sjer hendinni, hjelt niðri í sjer and- anum og hlustaði. Honum fanst hana heyra þrusk innan úr stofunni fyrir framan! Ofur veikt fótatak, svo veikt að hann fann það fremur en heyrði. Einhver var að læðast á sokkaleisí- nnum þarna inni. Þjófur! — datt honum undir eins í hug og það sló út um hann köld- um svita, þúsund ömurlegar hugsan- ir flugu um hugskot hans og lam- andi hræðsla færðist yfir liann. Hann reyndi að herða upp hugann, en j:>að var eins og honum hefði þorrið alt viljaþrek, og hann gat ekki hreyft nokkurn fingur. Hvað i ó'sköpunum átti liann að gera? Eitt augnablik datt honum í hug að hrópa á hjálp. En hvað stoðaði það? Hann var eina lifandi veran á þessari liæð! Það varð hljótt þarna inni sem snöggvast, en svo heyrðist fótatakið aftur og hljóð eins og dregin væri út skúffa. Knut skildi, að þjófurinn hafði brotið upp skrifborð föður hans. Sem betur fór mundi ekki vera um auðugan garð að gresja þar. Sjálfur átti hann fimtíu krónur i vasabókinni sinni og hann beið þess með skelfingu að þjófurinn kæmi inn í svefnherbergið, ])ví að varla mundi liann láta sjer nægja það, sem hann findi í skrifborðinu. Honuin datf i svip í hug að læðast á fætur og taka vasabókina og leggja hana undir undir koddann sinn, en hræðslan við að þjófurinn mundi heyra það, dró úr honnm allan mátt og hann gal ekkert aðhafst. Nú skildist lvnut, að all var orðið hljótt inni í stofunni og hafði ver- ið það góða stund. Það liðu fimm mínútur, tíu mínútur. Knut lilustaði en heyrði ekkert. Og nú loksins herti hann upp hugann og fór á fætur. Hann lagði eyrað upp að hurðinui og hlustaði. Það var vafalaust að þjófurinn var farinn. Hann opnaði dyrnar, kveikti ljós og svo sneri hann sjer að skrifborðinu. Til að sjá var það óhreyft, og hann fór að halda, að þetta hefði alt verið í- myndun, en þegar hann opnaði skúffuna skildi hann að svo var ekki, því að þar voru engir peningar og skjölin öll i lirærigraut, eins og þau hefði verið stokkuð. Knut stóð þarna og horfði ofan í skúffuna, svo varp hann öndinni og þrýsti skúff- unni inn. Vonandi hefði faðir hans ekki geymt mikla peninga þar, en samt gat hann ekki gleymt sjálfum sjer því, að hann hafði hagað sjer eins og lydda og ómenni.. Og það sem kvaldi hann mest var tilhugsun- in um, hvað Elsa unnusta hans mundi segja, þegar liún frétti hver mannleysa hann væri. Þessar hugs- anir skildu ekki við hann fyr en undir morgun, að hann fjell i þung- an dvala. — — — Þegar liann vaknaði runnu hinir kveljandi atburðir um nóttina upp fyrir honum. Og liafi nóttin verið þungbær varð morguninn þó enn verri. Þegar hann lá í rúmi sínu um morguninn í fullri dagsbirtu fanst honum blátt áfram ótrúlegt, að hann skyldi hafa getað hegðað sjer svona! Hann var annars engin bleyða, svo hversvegna....? Nei, hann gafst upp á að finna sæmilega skýringu að bleyðimensku sinni. Og þegar hann hugsaði lil þess hvað Elsa mundi segja, er lnin frétti af þessu, færðist yfir hann enn meiri skelfing en nokkurntima um nóttina. Elsa, sem altaf hafði litið upp til hans sem iþróttagarpsins og ofurhugans og sem einmitt dáði hann svo mjög fyrir hugrekki það og snarræði, sem hann sýndi altaf þegar í harðbakka sló. Æ, bara ef hún fengi að vita, að hann vantaði algerlega hvorttveggja i fyrsta sinnið, sem verulega reyndi á! En þurfti hann að segja henni frá því? Þurfti hann yfirleitt að segja nokkrum frá því? Gat hann eklci sagt, að hann liefði steinsofið og ekk- ert lieyrt? Annað eins hafði komið fyrir svo marga á undan lionurn, svo að slík skýring var alls ekki ó- sennileg. Nei, Elsa mátti ekkert um þetta frétta. Hún mátti ekki fá að vita, að hann væri lydda og rag- menni, þvi að þá mundi hún aldrei fyrirgefa honum. Þegar Knut kom til morgunverð- ar skömmu síðar var hann ákveð- inn i því, að minnast ekki á at- burðinn um nóttina. Faðir hans var ekki kominn niður ennþá og Knut þótti vænt um það, því að þá fjekk hann ofurlítinn frest — hann kveið því svo að liitta föður sinn og heyra allar óþægilegu spurningarnar sem kæmu, þegar þjófnaðurinn kæmi i ljós. Hann gaut hornauga til skrif- borðsins, en þar var ekkert grun- samlegt að sjá. í sama bili heyrði hann föður sinn koma niður stigann. Hann fjekk ákafan lijartslátt og flýtti sjer að grípa eitt morgunblaðið og virtist vera sokkinn niður i það, ]iegar faðir hans kom- inn. Þeir buðu góðan daginn en töluðust ekk- ert frekar við. Þeir grúfðu sig báðir ofan í blöðin en Knut las ekki, hann sat og braut heilann um hvernig hann ætti að standast pyntinguna sem í vændum væri, á sem auðveld- astan hátt. „Þökk fyrir inatinn, pabbi!“ Knut stóð upp frá morgunborðinu og fór að-reykborðinu til að fá sjer í pípu. „Verði þjer að góðu! En ertu búinn að borða, Knut? Mjer sýnist þú ekkert liafa borðað". Faðirinn leit upp úr blaðinu á son sinn. Blóðið streymdi fram í kinnarnar á Knut, það var bót í máli, að hann sneri bakinu að föður sínum. „Nei, jeg borðaði eins og jeg er vanur“, svaraði hann og tróð í pípuna, en fingurnir skulfu. Faðir hans kinkaði kolli og sökti sjer aftur ofan í blaðið. Knut hafði fleygt sjer í hægindastól og þóttist vera að lesa líka, en hafði ekki aug- un af föður sínum. Nú stóð hann upp frá borðinu. Svo gekk hann að reykborðinu til þess að fá sjer i pípu líka. Nú var eins og honum dytti eitthvað í hug og hann gekk að skrifborðinu. Knut fann hjartað hamast i brjósti sjer, þegar hann sá, að faðir lians tók upp lyklana. Nú fann hann lykil og stakk honum í skráargatið. Alt i einu nam hann staðar, hugsaði sig um og starði á skúffuna, en loks dró hann hana út. „Guð minn góður!“ sagði hann i hálfum hljóðum. „Hjerna hafa verið þjófar í nótt!“ Hann andvarpaði Ímngan og hnje niður á stól. „Hvað er að, pabbi“, Knut hafði staðið upp og starði liræddur á föð- ur sinn. Höfðu yerið meiri pening- ar i skúffunni en hann hjelt? Það var eins og þetta fengi svo mikið á föður hans. Hann lyfti höfðinu hægt. Það leið góð stund þangað til hann svaraði en loksins sagði hann lágt og með erfiðismunum. „Guð hjálpi mjer, Knut! Það liefir verið stolið frá mjer þrú þúsund krónum, og verst er að jeg átti ekki peningana. Versl- unin átti þá. Jeg átti að fara með þá í bankann í gærkvöldi en kom of seint“. Knut sortnaði fyrir augum. Hann greip krampatökum um bríkurnar á stólnum. Nú fyrst skildist lionum hve liræðilegar afleiðingar bleyðimenska hans hafði liaft. Þrjú þúsund krón- ur! „En það er ekki hægt að Iáta þig sæta ábyrgð fyrir peningana úr því að þeim liefir verið stolið“, spurði hann í örvæntingu. Faðir hans brosti út í annað munnvikið. „Jú, það er hægt, drengur minn. Auk þess er ekki víst, að nokkur fáist til að trúa því, að peningunum liafi verið stolið. Við liöfum engar sann- anir, alls engar sannanir. Eini mað- urirín sem hefði getað hjálpað mjer ert þú, en þú hefir sofið, úr því að þú lieyrðir ekkert grunsamlegt“. Knut laut höfði. Honum datl sem snöggvast í hug að segja sannleik- ann, en þá skaut upp tilhugsuninni um Elsu, að hann mundi missa El’su og hann sagði lágt: „Nei, jeg hefi ekkert heyrt, pabbi“. Úr þvi að haiin hafði sagt a varð hann að segja b. Auk þess var alls ekki víst, að nokk- ur maður tryði honum heldur, ekki einu sinni faðir lians. En nú sló hræðilegri tilhugsun niður í lionum eins og eldingu. Hver veit neina þeir færu að gruna hann um, að hafa stol- ið peningunum? Faðir lians hafði staðið upp. „Jeg ætla að fara á lögreglustöðina og tilkynna þjófnaðinn áður en jeg fer á skrifstofuna", sagði hann, „Og jeg vona til guðs að þeir trúi mer. Sennilega vilja þeir heyra framburð þinn líka, svo þú mátt búast við að þeir geri þjer orð heldur fyr en seinna“. Knut gerði ekki annað en kinka kolli. Hann gat ekki litið upp. Hann var liræddur við, að liorfast í augu við ákæruna, sem hann mundi sjá í augum föður síns. Hann sat grafkyr í langa stund og starði fram undan sjer, en loks stóð hann hægt upp til þess að hverfa til vinnu sinnar. Skömmu eftir að Knut kom á skrifstofuua fjekk hann skilaboð um, að koma á lögreglustofuna. Honum fanst allir í kringum hann líta til sin tortryggnisaugum, og honum datt í hug að hætta við.ásetning sinn og segja söguna eins og hún gekk, en hann beit á jaxlinn og laug. Það var ekki lengi sem á yfirheyrslunni stóð, en samt fanst honum það heil ei- lifð, er hann skömmu síðar kom aftur ó skrifstofuna. Auðvitað hafði ekkert nýtt komið fram. Knut hafði sofið og ekkert lieyrt. En hann vissi að hann hafði ekki bitið úr nálinni enn, því að um leið og hann fór var honum sagt að hann mætti vera við því búinn að verða kallaður fyrir aft- ur, ef það reyndist nauðsynlegt. Þegar hann kom aftur á skrifstof- una fór hann enn að brjóta heilann um hvernig finna ætti ráð til þess að sanna, að þjófar hefðu verið þarna að verki, en árangurslaust, og hann óskaði þess innilega, að sjer hefði ekki fallist svona gersamlega hugur um nóttina. Hversu miklubetra hefði það ekki verið, að hann liefði lagt í þjófinn, jafnvel þó hann hefði verið barinn til óbóta. Annars fanst honum líklegast, þegar liann hugsaði um það, að þjófurinn hefði lagt á flótta undir eins og hann hefði orðið manna var. En það var lítil huggun að því eftir á. Það var staðreynd, að liann hafði verið örvita af hræðslu og með be^ta vilja ekki fær um að hreyfa hönd nje fót til að afstýra þjófnaðinum. í þessum þönkum sat hann þegar síminn hringdi. Það mundi vera lögreglan, sem vildi ná í liann á nýjan leik. Ný yfirheyrsla, nýjar kvalir, hugsaði hann bitur. Honum ljetti ósegjanlega er liann heyrði rödd Elsu í simanum i stað- inn fyrir þurra lögreglumannsrödd. „Góðan daginn, Knut, viltu koma til mín og fá kaffi í dag, seinni partinn. Jeg liefi bakað kökurnar, sem þjer þykja svo góðar!“ Honum datt fyrst í liug að afþakka boðið, en áður en hann eiginlega vissi af, hafði hann lofað henni að koma, undir eins og hann liefði borðað miðdegisverðinn. Knut heyrði ekki frekar frá lög- reglunni fyrir hádegið, en þegar liann fór af skrifstofnnni gat hann ekki fengið sig til að fara heim til að borða. Hann var hræddur við að liitta föður sinn og kvaldist af til-' hugsuninni um, að þurfa kanske að verða sjónarvottur að því, að hann yrði tekinn í gæsluvarðhald, án þess að geta gerl nokkuð til að hindra þetta. Hann ráfaði eirðarlaus um göturnar og þá var það, að nýr á- setningur náði völdumun á honum. Hann ætlaði að segja Elsu alla sög- una. Það yrði að fara sem fara vildi, en hann elskaði hana of heitt til þess að geta dregið hana á tálar. Skömmu síðar stóð liann fyrir ut- an dyrnar hjá EIsu. Haun var ekki burðugur og lijartað ljet illa þegar hann hringdi bjöllunni. Elsa kom sjálf til dyra og lauk upp. „Halló, Knut“, kallaði lnin glaðlega. „En — ertu veikur?" bætti liún við með kvíðahreim „þú ert svo fölur — og svo tekinn til augnanna“. Hún hafði tekið liandleggjunum um hálsinn á honum, en Knut losaði þá með hægð. Hún horfði forviða á hann. „Góði, hvað gengur að þjer?“ spurði liún stutt i spuna. Það leið drykklöng stund þangað til Knut svaraði, én loks stamaði hann: „Það er nokk- uð.... sem jeg.... verð að.... tala við þig um, Elsa!“ Elsa fölnaði. Henni datt fyrst í hug, að hann mundi vera orðinn ástfanginn af annari stúlku og að liann væri kom- inn til þess að rjúfa lieitorð við hana. „Getum við ekki komið inn á herbergið þitt?“ hjelt Knut áfram, „jeg vildi lielst tala við þig undir fjögur augu!“ Hún kinkaði kolli, svo sneri hún bakinu að honum til þess að hann skyldi ekki sjá tárin sem brutust fram á hvarma henni, og gekk á undárí honum inn í her- bergið. Þegar inn var komið gekk hún út að glugganum og fór að liorfa út á götuna. „Hvað er það þó, sem þú þarft að segja mjer?“ spurði lnin lágt. Knut settist þreytulega ó legu- bekkinn. Hann sat þar lengi þegj- andi og liorfði á Elsu — blessunar, ástina hana Elsu, sem hann mundi bráðum missa. ó, hversu mikið vildi liann ekki gefa til þess að fá að lifa þessa nótt upp aftur. Bara að liann gæti skotið því fram af sjer, að gera þessa liræðilegu játningu. En hann varð að gera að-----og ó eftir mundi Elsa hrinda honum frá sjer með fyrirlitningu og lífið mundi ekkert gildi hafa fyrir liann framar. „Hefirðu ekki liugsað þjer að fara að segja mjer hvað þetta er?“ Elsa sneri enn að honum bakinu og rödd- in virtist móðguð og mædd. „ó, Iilsa“, byrjaði Knut liikandi, „jeg — jeg — hefi liegðað mjer eins og bleyða....“ sagði liann stynjandi. „Hvað áttu við?“ Elsa sneri sjer snögt við og leit spyrjandi á liann „Æ, þetta er hræðilegt", hjelt Knut áfrnm, „og jeg veit að þú

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (15.02.1936)

Aðgerðir: