Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1936, Side 2

Fálkinn - 27.06.1936, Side 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ NÝJA BÍO Broadwajr Melody 1936. Framúrskarandi fjörug og skemti leg gamanmynd. Enginn maður sem sjeri myndina kemst lijá því að skemta sjer. Aðalhlutverkið leikur, syngur og dansar: ELEANOR POWELL ! Norsk síldarnet j (Reknet) Landamæraborgin. Efnisrík og áhrifamikil kvik- mynd tekin af Warner — First National undir s'tjórn Archie Mayo eftir skáldsögu Carroli Graham. Aðalhlutverkin leika: en hún er alveg ný kvikmynda- stjarna, óvenjulega fögur og hún dansar svo undrum sætir. með allra bestu fellingu úr harðsnúnu og sjerstaklega veiðnu garni no. 32/12 og 30/15 PAUL MUNI, BETTE DAVIS, fyrriliggjandi. Veiðarfæraverslunin „0EYSSR“ i Þessi mynd er öfgalaust ein af allra skrautlegustu söng- og sýni- myndum, sem nokkurnlíma hefir verið tekin. Hefir Metro Goldwyn Mayer varið stórfje til hennar. Leik- sviðin eru stórfengleg og það er listaverk út af fyrir sig hve ljósbrigð- in í myndinni eru meistaraleg. Þar eru lög eftir frægustu „slagara“-tón- skáld veraldarinnar, nýjir og töfr- andi dansar en aðalhlutverkið leikur ný og upprennandi stjarna, Eleanor Powell, sem hefir lilotið heimsfrægð fyrir þessa mynd,. Var sú saga borin út að hún liefði orðið geðveik vegna öfundsjúkra ofsókna stallsystra sinna, sem sáu ofsjónum yfir frægð þeirri, sem hún gat sjer í þessari mynd. Er hún jafnvig á alt, bæði leik, söng og dans. Enda eiga útlendu blöðin ekki orð til þess að lýsa hæfileikum henn- ar og telja hana merkustu leikkon- una, sem fram liafi komið í kvik- myndum í mörg ár. Efnið í myndinni er af ljettara tæi en umgerðin stórkostleg, eins og ger- ist í hinum ameríkönsku „show“- myndum. Þessar myndir eru líktar eftir hinum ameríkönsku „midnigth follies", sem eru einna vinsælustu skemtanir Ameríkumanna og stór- borgarbúa í Evrópu. Það eru engin takmörk fyrir þvi, hvað leikstjór- anum Roy del Ruth hefir tekist að sýna i þessari mynd. Og þó að Elea- nor Powell beri af öllum öðrum leik- endum þá láta ýmsir aðrir eklci standa upp á sig, svo sem Jack Benny, Robert Taylor, Una Markel, Sid Silvers og Robert Wildhack. Maður veltist um í hlátri við að harfa á tiltektir þeirra. Helstu lögin í mynd inni eru eftir Nacio Herb Brown og Arthur Fred, en hinn frægi Alfred Newman hefir stjórnað hljómsveit- inni. Dansarnir eru samdir af Dave Gould. Það er tæplega hægt að rekja efni leiksins í stuttu máli, því að hann er samsettur af sundurlausum sýn- ingum, sem ekki eru í innbyrðis samhengi. En aðalleikendurnir ganga eins og rauður þráður gegnum alla myndina og í ótal mismunandi gerf- um. Þeir sem vilja sjá íburðarmikla mynd með ágætum dansi og söng ættu ekki að setja sig úr færi en fara í GAMLA BÍÓ þegar myndin verður sýnd þar núna á næstunni. Engan mun iðra þess. Myndin er talin vottur þess, að kvik- myndalist nútímans eru engin takmörk .sett. Hún getur sýnt það ótrúlegasta. Guðrún Magúsdóttir, Nýjabæ í Þykkvabæ, varð 50 ára 25. þ. m. íslenskir rjettir. Ungfrú Helga Thorlacius hefir síðan 1930 lialdið árlega námskeið í matreiðslu. Hún byrjaði á kjöt- og fiskrjettum og hafði fyrsta árið 317 nemendur í Reykjavík frá miðjum janúar til 20. maí. Næst fór hún að kenna matreiðslu grænmetisrjetta úr íslenskum jurtum og var það fyrir hvatir ýmsra franskra manna sem hún hafði kynst og Weiss lieitins prófessors, sem dvaldi hjer við jarð- vegsrannsóknir. Síðan 1932 hefir hún haldið vikunámskeið, er hún nefnir vorviku, í meðferð grænmetis. Ilafa námskeið þessi orðið mjög vin- sæl, en reynsla hennar hefir orðið sú, að vinsældir þeirra sjeu íneiri utan Reykjavíkur en innan. Má vera að þetta sje vegna þess, að hæjar- búar eiga óhægra með að ná í jurtir þær er til þarf og þyki auðveldara að kaupa grænmeti í búðunum frá útlöndum, en nú, þegar útlent græn- meti er varla fáanlegt, væri það mik- ils virði að fólk lærði að notfæra sjer jurtir þær, sem til eru í land- inu. Ef áhugi fyrir notkun íslenskra manneldissjurta yrði meiri, gæti það orðið atvinna margra, að safna jurt- um þessum og selja- þær. Skarfa- kálssúpa er t. d. matur, sem fólki erlendis þykir fengur að fá, og þar eru kúmenblöð seld í bæjun|um, spínat með ungum blöðum er líka eftirsótt grænmeti þar á vorin. Ungfrú Thorlacius bauð nýlega blaðamönnum til dagverðar og voru þar eingöngu framreiddir íslenskir rjettir. Þar var fyrst rúgbrauð úr korni frá Sámsstöðum (verðlaunað af konungi) flatkaka úr rúgi, ís- lenskt smjör og riklingur. Súpa úr heimulunjóla og grænum baunum, kóteletta ineð grænmetis-omelet úr hófblöðku, grænum baunum og gul- rótum. Berjahlaup úr aðalbláberjum og hrútaberjum með þeyttum rjóma, og fjallagrasakonfekt. Alt þetta smakkaðist ágætlega og eins og allir vita er það lioll að neyta grænmetis sem mest — og geti maður aflað sjer þess sjálfur er það ódýrt líka. Ungfrú Thorla- cius á þvi miklar þakkir skilið fyrir starf sitt í þá átt að kenna fólki að notfæra sjer þessa fæðu og matreiða hana þannig, að hún bragðist vel. Frökenin hefir nú lokið námsskeiði sinu hjer og er á förum til Vest- fjarða til þess að kenna þar. MARGARET LINDSAY og EUGENE PALLETTE. Sýnd á næstum-.i. Þetta er filman um sterkan, sjálfstæðan mann, sem leggur ótrauð- ur út í lífsbaráttuna — einn á bát, vinnur sigra og bíður ósigra. Ein- mitt slíkt lilutverk er sniðið fyrir karlmenni eins og Paul Muni. Nafn hans er trygging fyrir því, að filman sje ekki einasta athyglisverð, held- ur lærdómsrík í einstökum atriðum. Sigur bíður ósigri heim, en enginn fullnaðarsigur er unninn fyr en sig- urinn yfir sjálfum sjer. — Poul Muni leikur hjer ungan lögfræðing, sem missir málaflutningsrjettinn vegna unggæðislegrar fyrirlitningar á formsatriðum og svo er hann með ólgandi, suðrænt hlóð í æðum og „villimaður" í samkvæmislífinu. En hann er framgjarn og liagsýnn, hann er fáskiftinn reglumaður og ónæm- ur fyrir freistingunum, sem bíða lians — fyrst og fremst i líki fagurr- ar konu velgerðarmanns hans og síðar fjelaga, Marie Roark, frábæri- lcga vel leikin af Bette Davis, og lionum auðnast að ná settu marki verða ríkur, flugrikur. En hann vill einnig komast í tölu heldra fólks- ins, sem hann er ekki i blóðtengsl- um við. Hann verður ástfanginn af konu úr þeirri stjett, en nú mætir hann lileypidómum þessa fólks. Hann er leiksoppur í höndum þess, og konan, sem hann ann, dáir aðeins „villimanninn" sem hættulegt en „spennandi" leikfang. Þá snýst liug- ur hans til heimkynna og ættar. Hinn flugríki maður beygir auðmjúk- ur hnje við hlið elskandi móður í gömlu sóknarkirkjunni og tekur skriftir af gamla prestinum, sem sí- felt hefir vakað yfir velferð sálar lians. — — Umhverfi myndarinnar er fjölskrúðugt, þar sem brýtur i boðum suðrænnar ólgu í handarísku þjóðlífi. Rás viðburðanna er ör og atliyglin hvarflar ekki frá þeim — en upp úr gnæfir þróttmikill og karlmannlegur leikur Pouls Munis. Þessi prýðilega mynd verður sýnd á Nýja Bio innan skamms. » t i .

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.