Fálkinn - 27.06.1936, Qupperneq 13
F Á L K I N N
13
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
í stiganum marraði i sömu þrepunum.
Carl Andersen lá í herbergi sínu stvnjandi
áður en Maigret kom inn, en hann þagnaði
um leið og hanli sá hann. Honum tókst að
vinna bug á sársaukanum, en óttann gat
hánn ekki dulið.
„Hvar er Elsa?“ spurði hann.
„í herbergi sínu“.
„Það er golt“.
Honum virtist verða rórra. Hann stundi
við, greip hendinni um öxlina og lileypi
brúnum.
„Ekki held jeg að jeg deyji af þessu".
Það, sem óliugnanlegast var við manninn,
var gleraugað. Það stakk svo mjög í stúf
við yfirbragð andlitsins.
„Jeg vildi helst, að hún sæi mig ekki i
þessu ástandi...Haldið þjer að hægt sje
að koma öxlinni í samt lag aftur? Eruð þjer
búinn að gera boð eftir skurðlækni?“
Það var líkt um hann og frú Michonnet,
að kvíði hans var svo undur barnalegur.
Það var þrábeiðni í augnaráðinu. Hann
beiddist huggunar. en mest virtist hann
hugsa um það, hvort áverkinn myndi valda
varanlegu líkamslýti. Annars virtist liann
vera gæddur óvenju miklu viljaþreki, og
þreki til þess að vinna bug á sársauka. Mai-
gret, sem sjeð hafði bæði sárin, kunni að
meta þetta, sem fagmaður.
„Viljið þjer segja Elsu það?“
„Viljið þjer ekki sjá hana?“
„Npi. Það er best, að þetta sje eins og jeg
hefi sagt. En segið henni, að jeg sje hjer, og
að mjer muni balna. Að jeg sje með fullri
rænu og að öllu leyti eins og jeg á að mjer
að vera, og að hún skuli vænla hins besta.
Endurtakið það, að hún skuli vona. Að hún
skuli lesa nokkur vers í biblíunni .... til
dæmis Jobs bók .... Já, það má vera að
þjer brosið. Því að þið, Frakkar, þekkið
ekki biblíuna. Von .... „Jeg ekki altaf
mina“ .... Það er Guð, sem talar .... Guð,
sem þekkir sína .... Segið henni það. Og
ennfremur: „Það er meiri fögnuður á himn-
um yfir ....“. Hún skilur það. Og ennfrem-
ur: „Hinn rjettláli er reyndar níu sinnum
á degi hverjum . . . .“
Þetta var dásamlegt. Særður og sárþjáð-
ur, tók hann sjer í munn orð biblíunnar,
með lielgri lotningu, — í áhevrn tveggja lög-
regluþjóna.
„Þú skalt vona! .... viljið þjer segja það
við hana? Sá, sem saklaus er, þarf ekkerl
að óttast . . . . “
Hann hleypti brúnum. Hann hafði tekið
eftir brosi á vörum Grandjeans. En síðan
tautaði hann fyrir munni sjer:
„Frakkar!“
Með öðrum orðum: trúleysingjar! Eða
efasemdamenn, ljettúðugir spottarar, glat-
aðir. Hann sneri sjer til veggjar, vonsvikinn.
„Viljið þjer segja henni þetta!“
En þegar þeir Maigret og fjelagi hans
opnuðu dyrnar á herbergi Elsu, sáu þeir, að
það var mannlaust.
Gróðrarhúss-andrúmsloft! Þykkur mökk-
ur af sigarettureyk, konuilmur svo magnað-
ur, að nægja myndi til þess að gera skóla-
dreng, — jafnvel fullorðinn karlmann,
ruglaðan í kollinum.
En þarna var enginn! .... Glugginn var
lokaður . . . . Þá leið hafði Elsa ekki farið.
Málverkið, sem skýldi felustaðnum í
veggnum, með verónalskömtunum, lyklin-
um og skammbyssunni hjekk á sínum
stað.
Maigret vjek því til hliðar. Skammbvss-
una vantaði.
„Starið ekki svona á mig, í öllum bæn-
um!“
Maigret leit um leið gremjulega til yfir-
lögregluþjónsins, sem fylgdi hverri lireyf-
ingu hans, með lotningarfullri aðdáun.
Maigret beit tönnunum svo fast í pípu-
munnstykkið, að það brotnaði, og pípuhaus-
inn hraut fram á gólfið.
„Hefir hún flúið?“
„Haldið munni.“
Hann var fokvondur. Grandjean horfði á
hann undrandi, og reyndi að liafa svo hægt
um sig, sem honum var unt. Enn var ekki
kominn dagur. Bakarabifreiðin og gamall
Ford-skrjóður, á gjögtandi hjólum, snigluð-
ust eftir þjóðbrautinni, fram lijá húsinu.
Alt í einu tók Maigret viðbragð, fór fram
í ganginn og liljóp ofan stigann. Og um leið
og hann kom niður í salinn, — en báðir
hinir stóru gluggar stóðu opnir, — kvað við
æg'ilegt óp, neyðarkall, langdregið og óliugn-
anlegt. Það var verið að kvelja einhvern.
Það var kvenmaður, sem var að æpa,
það var eins og verið væri að kyrkja hana.
Það var erfitt að gera sjer grein fyrir því,
hvort þetta var langt eða skamt í burtu,
livort það var heldur uppi á húsþakinu, eða
niðri í jörðinni.
Og skelfingarhreimurinn í röddinni var
svo átakanlegur, að lögregluþjónninn, sem
staðið hafði á verði við hliðið, kom hlaup-
andi lieimað húsinu, nötrandi af ótta.
„Herra fulltrúi, heyrðuð þjer ópið?“
„Hallu kjafti í andskotans nafni“, þrum-
aði Maigret, óður af gremju.
Hann var naumast búinn að sleppa orð-
inu, þegar þeir heyrðu skothvell, hljómlaus-
an, svo að ómögulegt var að átta sig á því,
hvort skotið hafði verið til liægri eða vinstri,
í garðinum eða frá húsinu, úr skóginum
eða af veginum.
Þá heyrðu þeir fótatak í stigarium. Carl
Andersen kom ofan stigann, stirður eins og
staLir, og hjelt liendninni um brjóst sjer.
Hann lirópaði eins og vitskertur maður:
„Það er hún!“
Hann saup hveljur. Gleraugað var star-
andi og hreyfingarlaust, en það varð ekki
greint á liyern hann horfði með heila aug-
anu.
IX.
1 fylkingu.
Það liðu nokkrar sekúndur, — seinasta
bergmálið dó út á meðan. Þá heyrðist ann-
að skot. Carl Andersen hjelt áfram, út á
malborna stjettina.
Einn lögregluþjónninn, sem verið liafði á
verði í garðinum, tók viðbragð og hljóp inn
í eldhúsgarðinri. I honum miðjum var brunn-
ur, og vinda yfir opinu. Hann skygndist of-
an í brunninn, en liörfaði samstundis aftur
á bak og flautaði í hljóðpípu sína.
„Komið honum inn í húsið, með góðu, eða
með valdi, ef ekki er annað hægt!“ kallaði
Maigret lil LLicasar og benti á Danann, þar
sem hann stóð, riðandi.
Og alt gerðist þetta i einu, í morgunrökkr-
inu. Lucas gaf einum manna sinna bend-
ingu. Þeir gengu tveir til sjúklingsins, revndu
fyrst að fá hann með sjer með góðu, en þeg-
ar Andersen vildi engum fortölum sinna,
tóku þeir á honum og drógu hann með sjer,
sparkandi og spriklandi, og þrált fyrir öll
mótmæli.
Maigret gekk að brunninum, en lögreglu-
þjónninn stöðvaði hann, og kallaði til hans:
„Farið gætilega!“
Og það var ekki að ófyrirsynju, því að í
sömu audránni hvein í kúlu, sem þaut fram
hjá þeim, en livellurinn, niðri í brunninum,
bergmálaði i löngum bylgjum.
„Hver er þarna niðri?“
„Unga stúlkan .... og karímaður ....
þau eru að slást, upp á líf og dauða“.
Maigret færði sig nær, með varúð. En
hann gat lítið greint.
„Lánið mjer ljóskerið yðar!"
Hann fjekk rjett aðeins tóm til, að gera
sjer grein fyrir því, sem var að gérast niðri
i brunninum, áður en skotið var annari
kúlu, og munaði minstu, að hún mölvaði
ljóskerið, sem hann hjelt á.
Karlmaðurinn var Miclionnet. Brunnur-
inn var ekki djúpur, en hann var víður ....
og vatnslaus.
Og þarna voru þau að berjast. Að því er
Maigret sýndist, hjelt Michonnet um kverk-
ar Elsu og var að reyna að kyrkja hana.
Hún var með marglileypu í hendinni. En
hann hjelt um úlnlið hennar, og stjórnaði
byssunni eftir sinni vild.
„Hvað eigum við að gera?“ spurði lög-
regluþjónninn.
Hann var yfir sig kominn af skelfingu.
Öðru hvoru heyrðu þau stunur, neðan úr
brunninum. Elsa var að kafna og barðist
um á hæl og lmakka, sem óð væri.
„Michonnel! — — gefist upp!“ kallaði
Maigret, til þess að gera skyldu sína.
En hinn virti hann ekki svars, en sendi
Maigret enn eitt skot. En þá hugsaði Mai-
gret sig ekki lengur um.
Brunnurinn var um það bil þriggja metra
djúpur. Maigret fleygði sjer ofan og kom
niður á hrygginn á vátryggingamanninum,
en sparkaði allharkalega til Elsu um leið.
Alt komst á ringulreið. Og enn var skotið
einu skoti. Kúlan straukst við brunnbarm-
inn og þaut upp í loftið. En til þess að ganga
tryggilega frá Michonnet, barði Maigret báð-
um hnefunum í liöfuð honum, eins og hann
væri að liamra klett.
Við fjórða höggið leit Miclionnet til lians,
eins og lielsært dýr, riðaði og fjell til jarðar.
Annað augað var sokkið og kjálkinn úr liði.
Elsa lijelt báðum höndum um háls sjer
og' barðist við að ná andanLim. Það var bæði
hryggilegt og um leið í mesta máta hlægi-
legt, þetta einvigi á brunnbotninum, i kol-
svarta myrkri, og megnri fýlu af úldnum (’)-
þverx-a — og púðurreyk. Og enn hlægilegra
var eftirspilið: Miclionnet var halaður upp