Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Síða 14

Fálkinn - 01.05.1937, Síða 14
14 F Á L K I N N Það er ekki gaman að vera ung stúlka i Nýja Suður-Wales í Ástralíu, þar er orðið svo karlmannslaust, að talið er, að ekki sjeu tii karlmenn nema handa einni stúlku af hverj- um fjórum — en hinar þrjár verða að pipra eða flýja land. Það virðisí nœrri þvi ástœða tii að leyfa fjöl- kvæni þar. -----x---- í Tíbet eru 'peningaseðlar ekki tii. Þar er aðeins ein viðurkend mynl, sem heitir tong-ka og er nálægt 65 aura virði. Hún er úr silfri. Ef eigand inn þarf að greiða lægri upphæð get- ur hann brotð peninginn og notað molana fyrir smámynt. -----x---- í Póllandi hefir það komist upp, að þar starfar fjelag sem kallar sig „Svörtu hendina" og vinnur að þvi, að koma Póllandi undir yfirráð Þjóðverja. Tveir af meðlimum fje- lagsins voru nýlega handteknir og dæmdir í tveggja ára fangelsi, og þykir það vægur landráðadómur. Hattur einn, sem fullyrt er að Na- póleon mikli hafi átt á sinni tíð, var nýlega seldur á uppboði í Par- ís fyrir 5000 krónur. -----X----r Bæjarstjórnin í Milwaukee í Bandarikjunum hefir samþykt að bjóða öllum bifreiðastjórum, sem koma farþegum sínum klaklaust á ákvörðunarstaðinn, í bíó einu sinni í viku. Fá bílstjórarnir tvo aðgöngu- miða í hvert skifti. Það er sagt, að síðan þessi regla var tekin upp hafi talsvert dregið úr umferðaslysunum. -----x---- Maður nokkur, sem á heima ná- lægt Miinchen hafði nýlega reynt að veiða fasana í net, sem hann þandi út milli trjáa í skóginum. Vitanlega var þetta óleyfilegt og lögreglan komst á snoðir um það. Manninum varð svo bilt við, þegar hann varð lögreglunnar var, að hann hljóp á burl í sprettinum, en lenti sjálfur i einu netinu og þar var liann grip- inn. ------x--- Fyrir nokkrum árum var sett bann i Þýskalandi við jazz og ný- tísku dönsum, en allir áltu að dansa eins og gert hafði verið í þá góðu ÞEKKIRÐU LANDIÐ? 5. gömlu daga: wiener-kreutz, vals og galopade og ræl. En svo virðist sem Hitler hafi linasl á þessu, því að nýlega hjeit jazzkongurinn Jack Hylton hljómleika í Múnchen, þar sem ekkert var á boðstólum nema jazz. Og hann fjekk hinar ágætustu viðtökur hjá nasistunum. •—-—x---- Þýskur leiðangur, undir stjórn dr. von zur Múhlen er um þessar mund- ir að leggja af stað til Etiópíu lil þess að rannsáka námur í landinu. Hafa þýskir og italskir fjárafla- menn stofnað fjelag í sameiningu, með 20 niiljón marka liöfuðstól, til þess að vinna ýmsa málma í Etíópiu. Forsetanefnd heimssýningarinnar i París, sem haldin verður í sumai, hefir snúið sjer til stjórnarinnar tii þess að fá hana til að lögleiða „tur- istafranka" til þess að ljetta ferða- fólki að koma á sýninguna. Forsæt- isráðherrann gat þess við nefndina, að stjórnin mundi ekki sjá sjer fært að gera neinar ívilnanir þegnum þeirra landa, sem leggja hömlur á lerðalög til útlanda. KNSKU KONUNGSHJÓNIN. Elísabetú drotningu, sem verða krýnd Hjer er nýjásta myndin af kon- 12. maí. Konungurinn er í enskum ungshjónunum ensku, Georg VI. og aðmirálseinkennisbúningi. FIMMBURARNIR í DIONNE. í vetur hafa grunsamlegir útlend- nú vörð dag og nótt um spitalann. ingar stundum sjest á vakki kringum Hjer á myndinni sjást fimmburarnir spítalann sem fimmburarnir frægu allir og dr. Dagoe læknir þeirra og eru aldir upp á, og leikur grunur á fóstri, sem nýlega liefir legið svo því að þeir muni ætla sjer að stela veikur, að honum var ekki hugað líf börnunum. Þessvegna hefir lögreglan um tíma. FLÓÐIN í AMERÍKU. Hjer er mynd af flóðinu i Oliio- dalnum og sýnir tvo pilta, sem eru að bjarga búslóð sinni undan flóðinu á fleka. HVAÐA STAÐUR ER ÞETTA? Þar er gott vatn. Staður nr. 5. Nafn: Heimili: Póststöð:

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.