Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1938, Síða 8

Fálkinn - 15.01.1938, Síða 8
8 FÁLKiNN Eftir að hertoginn af Windsor fór frá rikjuni í desember í fyrra hættu kvikmyndahúsin í England' Alois, bróðir Hitlers o])naði veit- ingahús í Berlín fyrir fimm árum, litla og óásjálega knæpu. Hann er fjölskyldumaður og sonur hans, 17 ára gamali hjálpar honum til að ganga um beina. Þó að Alois hafi aldrei haldið skyldleika sínum við kanslarann á lofti hefir fyrirtæki hans gengið svo vel, að nú hefir hann getað opnað nýjan og fallegan veitingastað á Wittenbergpiatz nr. 3, skamt frá fínasta bæjarhlutanum í Berlín. Yfir dyrunum er spjald með fornefni eigandans en ekki ættar- nafninu, og er ameriskur blaða- iraður spurði Alois hverju það sætti, þá sagðist liann ekki vilja nota Hitler alveg að sýna kvikmyndir, sem hann kom fram í. Nú hafa þau hætt þessu og hertoginn er nú sýndur á öllum kvikmyndahúsum. Frank Borzage, sem er nafn- kunnur kvikmynda-kostnaðar- maðuir í I Iolywood, á 365 reykjarpíptir og notar eina á dag. Ekki er getið hvernig í skollanum hann fer að á hlaup- ársdag. nafnið sem auglýsingu. En inni i veitingasalnum eru þrjár, risavaxnar myndir af hálfbróður hans. — Þegar veitingastaðurinn var opnaður höfðu öll borð verið pöntuð fyrirfram og fjöldi fólks, sem ekki komst inn, slóð á gluggunum til þess að sjá, hvort kanslarinn kæmi ekki að skoða húsakynnin hjá bróður sínum. En hann kom ekki, en spurningunum til Alois veslingsins linti ekki alt kvöldið. Daginn eftir var svolálandi áletrun komin á vegginn i salnum: „Et mikið og drekk mikið, en minstu ekki á stjórnmálamenn“. Kventískan. ROSA GEORGETTE-NÁTTKJÓLL, einföld gerð, sein gerir líkamsmynd- ina granna. Takið eftir stöfunum á brjóstinu. SVÖRT SKÍÐAFÖT MEÐ GULt’ IRJÓNI. Skíðafötin sjálf eru úr svörtu efni og óbrotin í sniðum. En gula prjóna- húfan, trefilinn og vetlingarnir set'a svipinn á útbúnaðinn. FRUMLEGAR SYLGJUR. Beltissylgjan er lokuð með lykli og í stað linappa á blússunni eru lyklar af sömu gerð — úr bronsuðum málmi. ÚR SKOTAKÖFLÓTTUM ULLARDÚK er þessi kjóll, sem er bæði hagfeldur og fcr flestum vel. Einkanlega henl- ugur skólastúlkum. Hann er í tvennu lagi, blúsan er með jakkasniði, kragalaus og hnept upp í hálsinn. Vasarnir fjórir eru hafðir með mu.nstrinu á ská og eins ræmurnar milli fellinganna i pilsinu. TELPUKJÓLL. Litill telpukjóll úr kastaníubrúnu flaueli með tvísettum hnöppum og stutlum ermum pokuðum. Hvítur silkikragi. BREITSCHWANSKÁPA. Þetta kápusnið er ætlað ungum stúlkum, sem hreyfa sig mikið. Káp- an er % — löng og víð um axlirnar. Sylvia Sydney. Það er sagt um Sylvíu Sidney, að hún sje ein af þeim fáu leikur- um, sem aldrei leiki utan leiksviðs — það er sje jafnan hún sjálf, þegar hún er ekki að starfa að leikara- starfinu. Blaðamaðurinn .1. M. Ruddy sem nýlega heimsótti hana, sagði þetta við hana, en Sylvía er lítillát, og vildi lítið gera úr þessu. HIó þó við og sagöi: „Jeg fæ borgun fyrir að leika; því skyldi jeg leika þegar jeg fæ enga borgun fyrir það“. Syl- vía var að rita á vjel, þegar blaða- maðurinn kom. „Hvað nú“, sagði hann, „ætlið jijer að l’ara að ganga á verslunarskóla ?“ En hún sagðist vera að svara brjefum, og sjer virt- ist altaf að vjelrituð brjef væru skemtilegri á að líta en handrituð. Herbergið, sém hún sat í var þakið bókaskápum, og voru bækur frá gólfi til lofls. Blaðamaðurinn talaði um að hún mundi vera gefin,fyrir bækur, en hún gerði ekki mikið úr jiví, en sagði að hún fengi stundun; þau köst, að vilja lesa og lesa. Sylvia sagðist fara að sjá hverja einustu kvikmynd sem sýnd væri, því á þeim flestum mætti eitthvað læra, (f ekki hvernig kvikmyndir æltu að vera, þá eitthvað um hvernig þær ættu ekki að vera. Hún sagði að sjer væri altaf illa við að leika í nijög kostnaðarsömum myndum, það er myndum, sem kosta 200 þúsund sterlingspund og þar yfir (um 4% milj. króna), þvi sjaldan virtist sjer jieir, sem legðu í svo mikinn kostn- að, geta fengið fyrir myndina hlul- fr.llslega það meira, sem kostnaður- inn hefði verið meiri. Sylvía l'ór nú að tala um hina ýmsu útgjaldaliði kvikmynda, sem nýlega var farið að sýna, og var svo vel inni í því öllu, að blaðamanninn furðaði á jiví. Sagði hann að hún hlyti sjálf að hafa í hyggju a’ð gerast kvikmynda- framleiðandi, er fram liðu stundir, en luin gerði lítið úr því, sagði að enn væri margt viðvíkjandi fram- ltiðslu kvikmynda, er hún hæri harla lítið skynbragð á. Samt fansi blaðamanninum að jietta myndi vera nokkuð ofarlega í huga hennar. Sylvia er af rússneskum og rú- menskum ættum, en fædd og alin upp í Bandaríkjunum. Hún var mjög snemma ákveðin í |)ví að verða lcikari, og þegar hún var 12 ára gömul, fékk lnin vilja sínum fram- gengt við foreldra sína, að hún yrði látin fara á leikaraskóla, og var ekki nema lti ára gönnil, jiegar hún lék í „Punella" á leiksviði í New York. Hún er nú að byrja að leika kvikmynd, sem á að heita „Þú og ég“ eftir Norman Krasna. Leikur hún þar með George Raft, en kosln- aðarmaður myndarinnar er B. P. Schulberg. Sylvía var gifl forlagsbóksalanum Bennett Cerf í New York, en hjóna- bandið stóð ekki nema sex mánuði. Langaði blaðamanninn mjög til þess að vita, hvort hún ætlaði ekki að giftast aftur. Hanri sagði, að lnin sæist oft með Schulberg, Norman Krasna og, þegar hún væri i New York, með Georgc Jean-Nathan (sem er leikrita-listdómari). Vildi hann fá að vita, livort henni litist ekki vet á einlivern þessara manna, cn hún hló við spurningunni, og sagði, að þó svo væri, myndi hún ekki álita heppilegt að gefa það út, og hann skyldi þess vegna láta eins og honum liefði aldrei dottið jiað i hug. Fvœndi: — Svo þarna er litli snáð- inn. Jeg var alveg eins og hann, þegar jeg var á hans aldri. En af hverju er hann að orga? Litla frænka: — Ó, frændi, hann liefir víst skilið það sem þú sagðir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.