Fálkinn - 15.01.1938, Page 15
F Á L K 1 N N
15
HAMBORG.
Frcanh. af bls. 7.
iiiilli allra fyrirtœkja, sem þar eiga
aðsetur sitt, hvort sem um var að
ræða verslun, iðnað, skipasmíði eða
skipaafgreiðslu.
Sem dæmi má nefna að í Ham-
borg eru þrjár eða fjórar risavaxn-
ar skipasmíðastöðvar, en það eru
um 100 verksmiðjur þar í borginni,
sem smíða og afgreiða vjelar í skip-
irí, katla, pípur, mælingaráhöld og
málningu. — Það þykir sjálfsagt að
rtiikiit hluti jiess iðnaðar, sem á
heima í Hamborg, sje tengdur við
innflutning, á erlendum vörum. Má
i því sambandi nefna, að í Ham-
borg eiga aðsetur sitt 33% allra
verksmiðja, sem vinna að fiskniður-
suðu, eins mikið af verksmiðjum,
sem framleiða jurtafeiti úr aðflutt-
um hráefnum, fimti hluti allrar olíu-
hreinsunar og vinslu og sjötti hluti
alirar sigarettuframieiðslu í Þýska-
landi. Alls eru í Hamborg um 1500
iðnaðarfyrirtæki, erí íbúar Ham-
borgar eru nú IY2 miljón.
Kaupmannastjettin í Hamborg,
sem frá ómuna tið hefir verið milli-
liður miili erlendra framleiðenda og
þýzkra kaupenda og neytenda, er
nú einnig miliiliður milli iðnaðarins
i Hamborg og kaupenda um all
Þýskaland, jafnt fyrir vörur, sem
eru fluttar inn fullunnar, og þær.
s'em unnar eru til fulls í iðnaðar-
f> rirtækjum borgarinnar. Sama
gildir um verslun með þýskar fram-
leiðsluvörur, sem ætlaðar eru til út-
flutnings. *
Til ]>ess að geta annast þessi við-
íkifti og flýta sem mest fýrir þeim
hafa kaupmenn og iðnaðarmenn i
Hámborg i sameiningu komið upp
hinum stærstu vörugeymsluhúsum
og frystihúsum, sem þekkjast í Ev-
rópu. Notkun þess’ara bygginga ger-
ir þeim kleift að taka á móti nær
ólakmörkuðum vörubirgðum, geyma
Jiær og afgreiða til kaupendanna. Hjer
má minnast liess, að allmargar vör-
ur, sem liingað eru fluttar frá Suð-
urlöndum, flytjast um 'Hainborg.
A þessu stutta ágripi mun hafa
orðið ljóst að Hamborg er nú í enn
ríkari m'æli en áður aðalmiðstöð
Utanríkisverslunar Þjóðverja, og
kaupmenn og iðnrekendur í Ham-
borg titvaldir milligöngumenn milli
J.'ýskra og erlendra kaupsýslumanna,
bæði livað snertir innflutning frá
Þýskalandi og útflutning til Þýska-
lancjs.
//. P.
NÝTÍSKU ORUSTUFLUGVJEL.
Á flugtækjasýningunni í Milano
Var sýnd þýska flugvjelin „GO 149“,
sem bæði er ætluð til listflugs og
herflugs. Vakti hún mikla athygli
fyrir ýmsa góða kos'ti.
Flotamálastjórnin enska hefir ný-
Jega gert ráðstöfun, sem er illa Jiokk-
uð, bæði af yfirrhönnum og undir-
gefnum á herskipunum. Hún hefir
sem sje úrskurðað, að ensk herskip
skuli ekki fá að hafa bjór inpan-
borðs framvegis, svo að skipshafn-
irnar verða framvegis sviftar bjór-
skamtinum sínum. Ástæðan lil þessar-
ar ráðabreytni er sú, að bjórinn taki
of mikið lestarrúm i skipunum og
framvegis verði þetta sparaða rúm
notað fyrir kol og olíu. Flotamála-
stjórnin hefir jafnframt ákvcðið að
hækka rommskamtinn handa skips-
höfnunum að nokkrum mun, til þess
að bæta upp bjórleysið, og liefir
]>etta að visu dregið nokkuð úr óá-
nægjunni.
Það fara sögur af þvi, að stundum
rigni sílum úr lofti og jafnvel ána-
möðkum stundum. En livað er Jiað
á móti hænsnaregninu, s'em nýlega
varð í smábæ við landamæri Hol-
lands og Þýskalands. Þar rigndi hvit
um bænsnum, svörtum hænsnuin og
fiekkóttum hænsnum niður á göturn-
ar, húsaþökin og garðana. Ilænsnin
voru lifandi en mjög illa til reika,
bæði beinbrotin og stjellaus' og voru
þau Jiví drepin og jetin. Síðar kom
á daginn að Jietta voru jarðnesk
hænsni en ekki himnesk og að J)au
voru ættuð úr hænsnabúi i liollenska
þorpinu Landesmeer. Skýstrókur
hafði gengið Jiar yfir og hænsnin
orðið uppnumin í honum og borist
með honum nokkra kílómetra áður
en liau hröpuðu aftur.
Mynd liessi er frá jarðarför Lud-
endorffs hershöfðingja í Miinchen.
Fyrir framan kistuna sést með lyft-
um marskálksstaf von Blomberg
liershöfðingi, sem talaði við kistu
hins látna hershöfðingja.
Dekalumen-ljóskúlur eru trygging fyrir
lítilli straumeyðslu.