Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Síða 2

Fálkinn - 09.04.1938, Síða 2
2 F Á L K I N N ------- GAMLA BÍÓ ------------ Hann seldi mannorð sitt. Gullfalleg og lærdómsrík mynd frá Paramountf>laginu. — A8- alhlutverk leika MAL MARSHA MARSHA HUNT JOHN HALLIDAY ROBERT CUMMINGS Myndin verður synd um helgina Gamla Bíó sýnir núna um helgina stóra mynd, sem nefnist „Hann seldi mannorð sitt“ og gerist í Holly- wood og víðar í Ameríku. Efni myndarinnar er fjölþætt og verður ekki rakið hjer nema að litlu leyti. Sagan segir, að á síðustu árum l>öglu nr ndanna hafi kvikmynda- leikarinn John Blakeford verið sa lcikari, sem langsamlega vinsælastur var af öllum á hvíta ljereftinu í öllum fimm heimsálftinum. Sjerstak- lega átti hann marga aðdáendur i hópi lcvenna. En þegar talmyndirnar komu til sögunnar, þá voru hans frægðardagar taldir. Honum var hafnað, eins og mörgum öðrum og hann var of stórlátur til þess að þiggja smáhlutverk ein. Liðu þannig sjö ár, og Blakeford lifði á því, sem hann hafði lagt fyrir á góðu árun- um, en það eyðist, sem af er tekið, og loks fór svo, að þessi fjárhæð gekk fullkomlega til þurðar. Þá bauðst honum allt í einu óvænt tækifæri til þess að afla sjer fjár og vekja þó um leið athygli á sjer á nýjan leik. Auðugur útgefandi í Xew-York. Winslow að nafni, sem íreðal annars gefur út skandalarit, er nefnist „Sannleikurinn einber“, hittir Blakeford i Hollyvood og fær þá hugmynd, að „Endurminningar John Blakeford" myndi vera tilval- ið efni í ritið og vekja almenna athygli. Hann býður Blakeford 25.000 dollara til þess að rita end- urminningar sínar, og auðvitað er honum fyrirlagt að leggja aðaláhersl- una á að rita nákvæmlega og af- diáttarlaust um ástaræfintýri sín. Biakeford gengur að þessu og rit- stjórinn leyfir sjer að fara með handrit hans eins og honum sýnist til þess að tryggja athygli lesand- anna. „Játningarnar“ fara að koma út og blaðið fær geysilega sölu, eins og til var ætlast. Það eru í rauninni tvær konur, sem hafa haft verulega þýðingu í lífi Blakefords. Önnur þeirra er Carlotta, kona hans, sem hann skildi við fyrir hina aðra, sem heitir Aliec, er yfirgaf hann, er á móti bljes. Alice er nú gift hr. Winslow útgefandanum i New-York, án þess að Blakeford viti það eða Winslow viti um fyrra samband þeirra. Þetta kemur þó á daginn síðar og hlýst margt af þvi, sem hjer verður ekki frá sagt. Myndin er mjög skemmtileg og prýðilega leikin. Cail Steen heitir sex feta langur spámaður danskur, sem hefir stofn- að svonefndan Hebronsöfnuð og ftngið marga áhangendur, einkum hálfvitlausar, móðursjúkar konur frá Danmörku og Noregi. í fyrra giftist hann einum áhangenda sinna, Tove að nafni og nú er hann farinn að spá. Heimsstyrjöldin byrjar í apríl, segir hann; Þá fæðist Tove sveinbarn og það verður uppnumið og fer lifandi til himna. Þetta hafa bæði Esajas og Opinberunarbókin ssgt fyrir. Og drottinn kemur og 1 eldur dómsdag í september næst- komandi. Eins og að undanförnu höf- um vjer STÆRST og FJÖL- BREYTTAST úrval af alls- konar hlífðarfötum, til alls- konar vinnu, bæði til lands og sjávar, SVO SEM: OHustakkar, Olíuermar, OHukápur síðar, OHubuxur, Olíusvuntur, Olíupils, Sjóhattar, Gúmmístígvjel, W. A. C. allar stærðir, einnig ofanálímd allar st. Gúmmískór, Trjeskóstígvjel, Klossar, einnig fóðraðir, Vinnuvetlingar allskonar. Sjóvetlingar, Nærfatnaður fjölda tegunda, Nankinsfatnaður allskonar, Khakifatnaður allskonar, Togarabuxur, Doppur, Strigaskyrtur, Peysur allskonar, Kuldahúfur, Vattteppi, Ullarteppi, Baðmullarteppi, Madressur, Sjósokkar, háir og lágir, Hrosshárstátiljur, Gúmmívetlingar, Leðurbelti, Fatapokar, Úlfliðakeðjur, Vasahnífar, Ullarháleistar, Axlabönd, Enskar húfur, Rakvjelar, Rakvjelablöð fjölda tegunda, Handklæði, Handsápur allskonar, Þvottapokar, Gúmmílím, Gúmmíbætur. Aðeins fyrsta flokks úrvals vörur. Verðið hvergi lægra GEYSIR FATADEILDIN. Sjómenn! Verkamenn! í Baltimore er verið að smíða flugvjel, sem á að geta tekið 100 farþega. Verður þessi flugvjel stærst allra í heimi og breiddin 53..‘) metrar. Svefnklefar verða í vjel- inni fyrir 66 manns. Vjelin á að geta flogið yfir þvert Kyrrahaf eða fram og aftur yfir Atlandshaf án þess að lenda. Gísli Sveinsson, sýshimaður, áiti 4. þ. m. 20 ára starfsafmæli sem sýslumaður Skaftfellinga. Magnús Jónsson, hóndi á Völl- um Kjalarnesi, verður fimm- tugur li. þ. m. ------ NÝJA bíó. ------------ Þií liíir aðeins einu sinni. Spennandi og áhrifamikil lög- reglumynd. Aðallilutverkin leika SYLVIA SIDNEY OG HENRY FONDA. Nýja Bíó sýnir um helgina áhrifa- mikla lögreglumynd, sem heitir „Þú lifir aðeins einu sinni“, og er lýsing á viðskiftum lögreglunnar og manns, sem í rauninni er óspiltur og vill bjarga sjer með heiðarlegu móti, en atvikin reka til glæpa- verka með miskunarleysi og skiln- ingsleysi mannanna. Að jiessu leyti er myndin alvarlegt umhugsunar- efni. Fangi, sem hefir losnað úr haldi, finnur það fljótt, er hann kemur út á meðal „heiðarlegs" fólks, að hann er hvergi velkominn, hann nýtur elcki trausts, og hann á örðugt með að fá vinnu. Og kuldi mann- anna rekur hann aftur og aftur úl á glapstigu. Kona hans er eina nianneslcjan, sem elskar hann og treystir honum og fylgir honum í gegnum hættur og þrengingar, — jafnvel út í dauðann, og er tryggð hennar og staðfesta fegursti þáttur þessarar myndar. Efnið er annars það í stuttu máli, að Eddie Taylor (Henry Fonda), sem setið hefir í fangelsi fyrir að vera meðlimur i bankaræningjaflokki, er náðaður og ætlar sjer nú að byrja nýtt og heiðarlegt líf. Hann giftir sig unn- ustu sinni, sem hefir beðið lians, en þegar i brúðkaupsferðinni verður hann fyrir þvi að vera vísað út af hótelinu. Verjandi lians útvegar hon- um starf sem vöruflutningabílstjóra, og hann kaupir hús með afborgun- um, en hann missir starfann, þegar forstjórinn kemst að því að hann hefir setið í fangelsi. Litlu síðar fellur grunur á hann um það að hafa tekið þátt i bankaráni með fyrri fjelögum sínum og hann er aftur settur í fangelsi og dæmdur saklaus til dauða. Á síðustu stundu fyrir aftökuna er hann náðaður, með því að komist hefði upp um hina rjettu ránsmenn. En æstur á taugum og örvinglaður af fangelsisvistinni, verður honuin það á að skjóta fang- eisisprestinn til bana. Með þessu verki hefir hann brotið allar brýr að baki sjer. Hann flýr með konu sína og lögreglan er á hælum þeirra, uns saga þeirra endar, er þau falla fyrir kúlum lögreglunnar rjett í því er þau eru að komast burt yfir landamærin.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.