Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Síða 7

Fálkinn - 09.04.1938, Síða 7
F Á L K I N N / þessa liugsun til enda áður en hann fann fyrsta gustinn. Þá varð honum um og ó. Hann þekti heiðina og vissi að þessi gustiir gat vel verið undanfari annars verra. Um að gera að liraða sjer. Hann beit á jaxlinn, hjó báðum skíðastöfunum og rann áfram. Ný vindkviða kom og síðan fleiri. 1 fyrstunni var hann ekki sjálfum sjer samþykkur um, í livora áttina liann skyldi lialda, gusurnar komu úr öllum áttum, æddu hingað og þangað, gripu með sjer glefsur af þurrum snjó, þeyttu honum í liring og fleygðu honum svo aftur. Sander staðnæmdist og svip- eðist um. Skýjabakkarnir, sem aður höfðu verið að ógna tungl- inu voru nú horfnir aftur og ekki var neina nýja að sjá; þokuslæðan fjTÍr tunglinu var líka horfin og framundan var heiðin höðuð í tunglsskininu eins og áður. En það var að hvessa. Vind- hviðurnar höfðu nú sameinast og tekið ákveðna stefnu. Vind- urinn var beint í fangið. Það hvesti í sífellu og nú voru það ekki smáflyksur, sem rokið beit úr fönninni heldur heilar torf- ur og þeytti þeim hátt upp, svo að nú varð Sanders að sækja gegnum samfelda hríð. Og eftir nokkra stund varð Sanders að kannast við þá leiðu staðreynd, að slóðin sem hann liafði rakið var alveg horfin undir snjó. Nú varð liann að láta hugboðið ráða. Rokið var heint í fangið og tunglið á vinstri, og þetta varð að bæta honum upp áttavitann, sem hann nú, en þvi miður of seint, upp- götvaði að hafa skilið eftir heima, þó liann hefði verið bú- inn að laka hann upp og leggja hann á borðið, þegar hann var að húa sig í tferðina. Ef hann liefði tunghð á vinstri hlið og vindinn beint á móti, mundi hann geta haldið stefnunni. Klukkutími leið. Stormurinn æddi tryllingslega yfir heið- ina, tók með sjer allan snjó sem hann náði til og feykti lionum framan í hann. Kafaldið híindaði hann. Hann pirði aug- unum, svo að ekki var opið nema strik, en snjókornin þrengdu sjer inn samt og l/rendu sjáaldrið, eins og eld- ur. Stundum varð hann að sópa krapinu burt með vetlingunum tn augnabliki siðar voru aug- i4n orðin full aftur og þegar liann njeri vetlingunum aftur um augun, fanst lionum eins og það væri ekki snjór heldur eimyrja, sem liann strauk af sárum og þrútnum augnalok- unum. Loks varð hann að gef- ast upp við þetta og gekk á- fram blindandi. Það hlaut að vera hægt líka. Hjer voru engar torfærur til að rekast á, aðeins flöt og endalaus auðn, hvítt og rokbarið snjóhaf. Ekki vissi hann hve lengi hann gekk svona blindandi en það var víst meira en liálftíma. Og rokið virtist sívaxandi. Hann var þreyttur, afar móður og þreyttur, og þegar nú ný vind- hviða kom, svo sterk að hann gat varla náð andanum, tók hann það úrræði að snúa sjer beint undan og láta bakið taka á móti henni. Hann strauk snjóinn varlega af augunum og leit kringum sig. Hann sá það undir eins: Tunglið hafði falið sig bak við síþykknandi þoku- bakka, eftir skamma stund mundi það hverfa alveg. Og nú náði kvíðinn fyrst valdi á hon- um. Þegar tunglið var horfið og slóðin komin i kaf hafði hann ekkert að átta sig á. Ekkert nema vindstöðuna. En liún var fljót að breytast. Hann tók af sjer vetlinginn, fálmaði með þvölum og köld- um fingrunum undir vindjakk- ann og náði í úrið. Það var 0,25. Þegar hann fór að heiman hafði klukkan verið 18. hann hafði gengið 6 tíma og 25 mínútur. Það gæti ekki verið langt þang- að til færi að halla ofan í bygð- ina, þangað sem hann ætlaði jafnvel þó að hann liefði hvergi nærri getað haldið þeirri ferð sem hann ætlaði sjer, vegna mótvinds og kafalds. Það var niðamyrkur þegar hann lagði af stað aftur, liann sá aðeins snjóbreiðuna i nokk- urra metra fjarlægð. En það sem lengra var undan lá i svartamyrkri. En storminn liafði lægt að mun, hann vældi ekki eins samfelt og áður og stundum varð logn rjett í svip. En i hvert skifti, sem svipirnir komu, tók hann eftir að þeir dundu ekki heint á bringsmöl- unum á honum. Þær komu sinn úr hverri áttinni. Hann beit á jaxlinn og ham- aðist áfram gegnum ofsann; nú gat hann ekki einu sinni reitt sig a áttina. Eftir hálftíma harning, fann hann all i einu að högg kom á hægri fótinn og síðan eittlivað líkt á þann vinstri. Og í skyndi fyltisl liann svo mikilli gleði, að honum fanst hann eiga erfitt með andardráttinn. í birtunni af vasaljósinu sá hann að það var kræklótt hjörk, sem hann hafði rekið fæturna i. Þær voru margar og þeim fjölg- aði i sifellu. Þær urðu líka liærri og af því sá hann, að heiðin var á enda en skógurinn hafði tekið við. Eftir stutta stund var hann kominn inn í reglulegan skóg, greni fór að koma í stað birkisins og um leið fór að halla meira undan fæti. Hann var laus við lieiðina og eftir fáeinar mínútur mundi hann vera kominn ofan í bygð. Vindurinn hafði lítil völd hjer og snjórinn lá óhreyfður. Nú varð hann stöðugt að nota vasa- ljósið til þess að lenda ekki i ógöngum, því að skógurinn var sumstaðar afar þjettur. Alt í einu kom hann auga á skíða- slóð fyrir framan sig! „Guði sje lof!“ andvarpaði hann. „Jeg hefi lialdið rjettri stefnu — hjerumbil!“ Eftir stutta stund varð all- stórt rjóður fyrir honum en bratt niður. Hann spyrnti við stöfunum og rendi framaf á fleygiferð. En þegar niður kom varð liann að stinga stöfunum við eins og hann gat, til þess að renna ekki inn i svarta rák, sem framundan var — það var há girðing úr trje. Hann gat ekki varist því að lirópa upp. Hann staðnæmdist uppi á breið- um vegi, starði sárum augum á stór, ferhyrnd ferlíki, sem stóðu heggja megin við veginn. Það voru laupar úr borðum og plönkum, hann þekkti þetta svo vel aftur, liúsin, girðing- una og laupana. Það var söganarmyllan á Skogstad! Eftir nærri því 7 líma látlausar þrautir var hann kominn aftur á burtfararstað- inn, hjerumbil nákvæmlega í sömu förin, sem hann hafði gengið er hann lagði upp. Honum fjelst hugur er hann sá, að öll von var úti eftir þessa mishepnuðu ferð. Klukkan var nú rúmlega eitt og jafnvel þó hann gerðist svo fífldjarfur að sækja áttavitann sinn og freista þess að komast yfir lieiðina á ný, þá yrði tíminn of naumur til þess. Hann vaírð að vera á skrifstofunni á rjettum tíma, annars mundi það vekja at- hygli, og sunnim mundi þykja það grunsamlegt að hann, sjálf- ur reglumaðurinn, væri að flækjast úti á nóttunni- Og þegar annar maður opn- aði töskuna og færi að telja peningana! Það fór hrollur um Sander þegar liann hugsaði til þessa. Það mátti ekki ske, að nokkur maður nema hann einn opnaði hana og borgaði kaup- ið í dag. Hann rendi sjer eins hljóð- lega og hann gat af veginum og upp að skrifstofuhúsinu og tók af sjer skíðin upp við vegg- inn. Það var dimt og kyrt all- staðar í húsinu og varð hann þvi feginn. Hann mundi kom- ast inn án þess að nokkur tæki eftir. Og ef hann kæmist á skrifstofuna um leið og opnað yrði mundi honum veitast ljett að koma stolnu peningunum i töskuna. Þá mundi ekki nokk- urri lifandi sál detta í hug, að „trúr og áreiðanlegur“ gjald- keri hefði verið i alt annað en „ærlegri“ æfintjraferð um nótt- ina. Meðan liann stóð við dyrnar og var að þreifa í vösum sín- um eftir lykli til að komast inn í hliðarbygginguna þar sem bann hafði herbergi, hrökk hann alt i einu við og lá við að lirópa hátt, þegar hann sá ljósi hregða fyrir í tveimur gluggum i aðalbyggingunni — skrifstofuglugganum! Ljósið hvarf þegar aftur og svo heyrði hann marra lágt i hurð sem var lokið upp. Sander stóð grafkyr og hjelt niðri i sjer andanum og titr- ingur fór um hann allan. Hver gat verið á skrifstofunni um þelta leyti? Drottinn minn, það gat þó ekki hugsast, að Skog- stad hefði dottið í liug að fara á fætur til þess að líta eftir — peningunum í töskunni? datl honum í hug. Og nú fór sam- viskan að sýna honum ýinis- legt ljótt í spegli. í næsta augnabliki hej'rðist lágur hvellur; hann heyrðist ekki langt frá húsinu. en samt glamraði i rúðunum. Dynamitsprenging! Stálskáji- urinn! Sander gjaldkera óx ásmegin i sömu svipan, hann hljóp að aðalhúsinu og har þar að í sama bili og tveir menn komu skríðandi út um gluggann. Hann hrópaði svo að undir tók í húsveggjunum í kring, til þess að vekja verksmiðjueigandann, en ibúð hans var á efra lofti aðalhússins. „Haltu kjafti! “ fnæsti ein- hver framan i hann og áður en hann gat vikið sjer undan, fjekk hann hnefahögg í and- litið og hnje niður meðvitund- arlaus. Og áður en hann rank- aði við sjer aftur voru innbrots- þjófarnir komnir á harða flótta. Sander þaut á eftir þeim án þess að hugsa sig um, en áð- ur en hann lagði af stað sá hann að ljós var komið á efri hæðinni og heyrði háreysti og hurðaskelli innan úr húsinu. Sander náði í hófana og lenti þar i ferlegu handalögmáli. Annan manninn sló liann til jarðar í fyrsta höggi, en fjelagi hans slapp. En eitt var það, sem ekki slapp og það var task- an með peningunum! Sander stóð og hjelt henni með báðum höndum þegar verksmiðjustjór- inn kom. Hann bljes eins og smiðjubelgur. „Bravó, Sander!“ hrópaði hann. „Þelta var vel af sjer vikið, verð jeg að segja. Og innihaldið hefir ekki verið hreyft “ „Nei, það er ólircyft", svaraði Sander er hann hafði litið vfir seðlabúntin. „Ágætt, Sander! Viljið þjer ekki geyma töskuna í nótt. Jeg skal sima til hreppstjórans". Sander fanst vera ljett af sjer þungu fargi. Hann hafði óttast að Skogstad mundi taka við töskunni sjálfur og þá var lik- legt að hann mundi telia inni- haldið. Sander gjaldkeri sat á sinum stað um morguninn og var að Frh. bls. 8.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.