Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN GAMLA BlO PÁSKAMYND GAMLA BÍÓ Vordranmur. „Maytime“. — „Det var i May“. Heimsfræg og gullfalleg Metro- Goldwyn Mayer söngmynd, gerð eftir amerísku óperettunni „May- time“. í myndinni eru stórkost- legar sýningar úr söngleiknum „Hugenottarnir" eftir Meyerbeer og úr rússneska söngleiknum „Czaritza“, sem er saminn yfir hina ódauðlegu tóna 5. symfóniu Tschaikowskys. AðaJhlutverkin í þessari miklu mynd, leika og syngja uppá- hahis leikarar allra, þau: JEANETTE MACDONALD og NELSON EDDY. Sökum þess hve myndin er löng, verður aðeins hægt að sýna hana þrisvar á 2. páskadag. Gamla Bíó sýnir gullfallega söngva- mynd, sem nefnist „Yordraumur“. Nafnið sjáJft hefir, yfir sjer róman- tiskan blæ, og myndin er þannig úr garði gerð, að hún mun elcki bregð- ast vonum manna. Hinir ágætu söng- kraftar, sem koma fram í myndinni gera það að verkum, að myndin iná hiklaust teljast hljómlistaviðburður. Efni i óperuna, sem myndin hefir að geyma, er sótt í hina frægu 5. hljómkviðu eftir Tschaikowski. Hún nefnist „Czaritza" og fjallar um ást ungrar söngmeyjar og liðsfor- ingja, og er óperan þannig endur- speglun á aðalefni sjálfrar myndar- innar. Frá tækninnar sjónarmiði eru þessar tvær samferða sögur fljett- aðar inn í hvora aðra af hinni mestu sniJd, og á milli hljómlistar- Gullbrúðkaup eiga þ. 21. þ. m. hjónin Sigurbjörg Guðmunds- dóttir og Trgggvi Hallgrímsson, fyrv. póstur, Hrauni við Reyðarfjörð. þáttanna nýtur sín fagurlega hið rómantiska ívaf myndarinnar. í myndinni bera fyrir mörg fögur og stórfeld atvik. Jeanette MacDonald leikur hið tvöfalda hlutverk sitt, gömlu söugkonuna og liina ungu óperusöngkonu með miklum yndis- þokka. Bæði er hún fögur og beiti' einnig rödd sinni prýðilega, auk þess sem leikur hennar er sannur og áhrifamikjll. Neison Eddy, sem leikur annað aðalhlutverkið á móti henni, hefir einnig frábærlega góða rödd og leikur elskhugann af sann- færandi Snild. John Barrymore leik- ur eiginmanninn, og er leikur hans einstaklega heflaður. Margir aðrir leikendur í myndinni skapa þar eínnig ágætar persónur. Hvort sem á myndina er litið frá sjónarmiði sönglistarinnar, tækninnar eða Jeiks- ins sjálfs, lilýtur þessi mynd að vekja athygli og að vera talin fyrsta flokks. Hinn mildi, hálfvegis harm- sögulegi strengur í allri myndinni mun og vel til þess fallinn að laða áhorfendur að lienni. Hún er gerð til þess að gleðja augu og eyru. Beztu atriðin í myndinni eru dans- Jeikurinn hjó Napóleoni þriðja, söng- Hentuguetu hlífðarfötin fyrir börnin 3rðar. Framleidd í fjölbreyttu litarúrvali. Tryggir sól- og þvott- ekta lit. V0NN(U(FA¥A©(EID© DSD.ANIDS % Brunabótaf jelag tslands Aðalskrifstofa: Hverfisgötu 10, Reykja- vík. Umboðsmenn í öllum hreppum, kaup- túnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verslunarvörur), hvergi hagkvæmari. Best að vátryggja laust og fast á sama stað. Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum. Ambra — eða hvalambur er eitl hið dýrasta efni sem menn þekkja og er notað í dýrustu ilmvötn. En ekki þekkja efnafræðingarnir sam- setningu þess, nje lifeðlisfræðing- arnir livernig það myndast. Það kostar um 2000 krónur pundið. NÝJA Bió. Langi maðurinn (borginmann- lcga): — Heyrðu þarna snáði! Ef þú getur slegið af mjer hattinn án þess að hoppa upp, skaltu fá fim- tíu aura. Stráksi: — Og ef þjer getið kyst stóru tána á mjer án þess að beygja yður þá skuluð þjer fá eina krónu. Fanginn á Zenda. Stólfengleg og bráðskemmtileg mynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Anthony Hopes. Aðallilutverkin leika: RONALD COLMANN, MADALEINE CARROLL, DOUGLAS FAIRBANKS YNGRI, C. AUBRY SMITH o. fl. Sýnd um . páskana. Nýja Bíó sýnir nú um páskana stóra og skeinmlilega mynd eftir •hinni víðkunnu skáldsögu Anthony Hopes, er nefnist „Fanginn á Zenda“. Þetta er stórfengleg og á- gæt mynd, atburðirnir ljósir og skýrir og það hefir tekist meistara- lega að ná fram i myndinni aðal- atriðum sögunnar, svo að livergi fellur snurða á orsakaþráðinn. Um- gerð inyndarinnar er liátíðaliöld og rómantik, konungskrýning, ást og afbrýðisemi. Aðalhlutverkið leikur Ronald Colmann af mestu snild og svo samfærandi, að áhorfandinn gleymir því næstum, að hjer sje um skáldskap að ræða. Hann er svo líkur Rudoll' 5, sem á að krýnast til konungs, að hann getur tekið að sjer hlutverk hans og lálið krýna sig í staðinn, vegna þess að hálf- bróðir konungsefnis, svarti Michael lætur byrla lionum ólyfjan daginn fyrir krýninguna, svo að liann getur ekki mætt. Þetta hlutverk verður hann svo að leika noklíurn tíma, vegna þess að Michael og fjelögum hans tekst að stela konungi og halda honum í fangelsi. En einungis fáir vinir konungs vita um þetta og koma hinum skringilegu hlutverkaskiftum af stað. Ágætur er einnig leikur margra annara persóna myndar- innar, svo sem Madeleine Carroll, sem leikur prinsessuna, Douglas Fairbanks yngri, sem leikur hinn samviskulausa vin hertogans, svarta Michaels, og ræður honum bana um síðir, og síðast, en ekki síst má nefna C. Aubry Smith, sem leikur óberstann og ráðgjafa konungs eftir minnilega vel. Margar áhrifamiklar sýningar eru í myndinni, ekki sisl hin geigvænlega viðureign þeirra Colmanns og Fairbanks, er þeir skylmast upp á lif og dauða, en Iíf konungsins er í veði og unJ- ir því komið, livor sigurinn ber úr býtum. Viðhafnarmikill er og krýningin i dómkirkjunni, dans- leikurinn hjá hinum nýkrýnda kon- ungi o. s. frv. Þessi mynd er ein með Iiinum skemmtileguslu, sem hjer hafa sjest, og mun engann iðra þess að fara og sjá hana. Svartir demantar eru svo harðir, að ekki er hægt að nota dust úr venjulegum demöntum til að slípa þa. Það verður að vera dust af þeim sjálfum, til þ'ess að vinna á þeim. En annars eru þeir sjaldan slipaðir. Þeir eru inest notaðir í bora. ur og ieikur Jeanette í Montage, ásl- arsöngurinn, sem bygður er á hljóm- kviðu Tschaikowskis, og ökuferð Jeanette í gamla Iiestasleðanum Þessi ágæta mynd mun eflaust verða sýnd hér lengi og hljóta almennar vinsældir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.