Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Iljer á landi kannast börnin við páskaeggin úr gluggnm sælgætis- búðanna. Fyrir páskana búa kon- fektgerðarmennirnir til skrautleg egg úr súkkulaði og sykurkúoðu og prýða þau allskonar myndum. En þetta eru ekki hin rjettu páskaegg, þau eru venjulega hænuegg, soðin í allskonar litu vatni, brúnu, rauðu, grænu o. s. frv. svo að skurn- ið fái á sig ýmiskonar liti. 1 nálæg- um löndum er alsiða, að lita eggin svona um páskana, einkum til sveita, því að þar er það gömul trú, að um páskana verpi hænurnar ýmislega litum eggjum. Það er líka siður sumstaðar að rnála eggin með ýmsum litum og setja á þau myndir. Það er þetta sem stúlkan á myndinni t. h. er að gera Myndin er af tveimur gamalmenn- um á dönsku elliheimili, sem vöktu athygli fyrir að \gifta sig þegar þau voru 77 ára og reisa bú. Hún heitir Saraline Nielsen og hann Chr. Weichelt. Þessi mynd er ekki úr Spánarstyrj- öldinni heldur frá verkfallsóeirðum í Frakklandi, þar sem fimm menn biðu bana og fjöldi særðist í áflog- um í samkomusal einum. Myndin sýnir’ hvernig umhorfs var í salnum eftir viðureignina. Eitl hið fegursta minnismerki um fallna menn í heimsstyrjöldinni er ktukkan mikla í Rovertodalnum i Italíu, og fallegt er það einkum fyrir hve óbroiið það er. Minnis- merkið er ekki annað en klukka ein, sem að visu er stærsta klukka í veröldinni og er steypt úr fall- byssuhlutum frái öllum þeim þjóð- um, sem tóku þátt í heimsstyrjöld- inni. Á hverju lcvöldi berst ómur- inn frá klukku þessari yfir dalinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.