Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR J LEYNILÖGREGLUSAGA. berja liann lil óbóta. Og þá verður liún svo hrifin að hún hleypur upp um hálsinn á yður. Erþetta úrræðið við aliar stúlkur? Maður á að hrífa þær, já. En ekki með sömu aðferðunum altaf. XIV. Heimilisófriður. Maður, sem lifir tveimur tilverum hefir aðeins hálfa möguleika lil þess að geta orð- ið farsæll. Maður sem hefir tvö heimili og á sína konuna á hvoru, er í sífeldum ótta, ekki aðeins við vfirvöldin heldur líka um hitt, að konurnar uppgötvi livor aðra. Það reynir á taugarnar að þurfa í sífellu að yl'- irvega orð sín og athafnir. Jafnvel þó að maðurinn geti komið fram sem ógiftur með- al ættingja og vina og lifi sem giftur maður i ástarhreiðrunum sínum, þá er ómögulegt að vita hvenær í klandrið kemur og með hverjum hætti það verður. Svona var það líka með Hump Prpctor. Hann var einhleypur, en honum var nauð- synlegt að hafa heimlisfang þar sem vinir hans, ættingjar og viðskiftavinir gætu fund- ið hann. Þessvegna iiafði hann sinn ])ipar- sveinsbústað. Firmað Sims, Smurthwaithe & Proctor sem hann var yngsti forstjóri í, var gamalt og naut mikils álits. Og Sims, gamall og vindþurkaður, og Smurthwaithe feitur og kampagleiður báru virðingu fyrir meðeig- anda sínum og skiftu sjer ekki af einka- Iífi hans. En liefðu þeir haft grun um, að hann var undir aðgæslu Scotland Yard, að reikningsskil lians væru í ólestri, eða að hneyxlismál vofði yfir honum, þá mundu þeir liklega hafa tekið i taumana i tæka tíð. Humph hafði hitt Gwen á dansleik í Al- hert Hall. Hann hafði undir eins orðið bál- skotinn í henni og ekki löngu siðar hafði hann leigt íhúð handa henni undir nafninu Herrier. Hún hefði mjög sennilega getað gifst honum ef henni hefði verið umhugað um það. En Gwen hafði annað á prjónun- um. Ef liún gifti sig mundi maðurinn lienn- ar krefjast of mikils af henni. En væri hún ógift þurfti liún ekki að taka tillit til ann- ara en sjálfra sín. I hennar augum voru karlmennirnir ekki annað en þrep i stig- anum upp í hæðirnar. Þegar hún kyntist Humph hafði liún heillast af honum fyrst í stað — maðurinn var ungur, fríður og vel efnaður. Um eitt skeið þótti henni beirílínis vænt um hann. En von bráðar urðu hinar viðkvæmari tilfinningar hennar að víkja fyrir slægð- inni og kænskunni. Hún ætlaði fyrst og fremst að nota hann til að hjálpa sjer að komast áfram hjá kvikmyndafjelögunum, því að þar þóttist hún sjá sjer glæsilega braut búna. Peningaþörf hennar var takmarkalaus. Þrásinnis hafði hún látið hann punga út með stórfje í ýmislegt sem hún ætlaði sjer alls ckki að kaupa eða hafði ekki dottið i hug að framkvæma, eða til þess að horga út- gjöld, sem hún hafði ekki haft. Áform hennar var að koma sjer upp eign, sem hún gæti notað sjálf. Því skyldi liún vera að evða sínum eigin peningum þegar Humpli og aðrir voru jafnan reiðuhúnir til að horga fyrir hana? Humpli hafði gengið margt á móti upp á síðkastið. Verðhrjefamarkaðurinn var daufur og liann græddi ekki nægilega til þess að gela fullnægt kröfum Gwen. Eitt kvöld kom hann upp í íhúð hennar, og ]:ó að hún tæki ekki á móti honum með söniu blíðu og hún var vön, þá var liann svo annars hugar, að hann tók ekki eftir því. llann hneig ofan í hægindastól og hún blandaði handa honum drykk og settist á hnjeð á honum. Hún var í þunnum morg- unkjól einum l'ata utan yfir silkinærklæð- unum, og framkoma hennar gagnvart hon- um var eins og hún var vön. Þreyttur? vinur minn, spurði hún í samúðartón og strauk lionum um hárið. Ertu altaf þreyttur núna? Skilurðu, Gwen, sagði hann og tók utan um hana, — jeg er í hræðilegum vandræðum núna með degi hverjum. Hefir þessi kvikmyndanáungi fengið þessi fimm þúsund pund, sem jeg fjekk þjer? Já, auðvitað. Jeg sagði að afgangur- inn yrði borgaður hráðum. Jeg er hræddur um, að afgangurinn komi alls ekki. Það hefir gerst dálítið, sem jeg gat ekki sjeð fyrir. Mjer þykir það leitt, en svona er það samt. En þú hefir gefið írijer peningana. Og þú ætlar víst ekki að evðileggja horfurnar fyrir mjer? Horfurnar þínar ættu ekki að vera komnar undir þessum peningum, sagði hann stutt. — Og auk þess var þetta ekki gjöf. Peningarnir voru framlag til fyrir- tækisins. En nú er það ekki hægt. Jeg þarf sjálfur á peningunum að halda. Hann reyndi að tala sem rólegast til þess að fá liana til að skilja þetta. En augu hennar höfðu fengið nýtt yfirbragð. Hún stóð upp og horfði á hann. — Jeg trúi þjer ekki, sagði hún. Þú ert orðinn leiður á mjer. Þú elskar mig ekki lengur. Það er mergurinn málsins. Vertu ekki að þessum bjánaskup! Þetta kemur ekkert ástum við. Jeg er í vandræðum í svipinn, það er alt og sumt. Jeg hefði ekki átt að láta þig fá þessi fimm þúsund pund, en jeg hjelt að mjer væri það óhætt og að jeg gæti útvegað afgang- inn. Jeg hafði von um að geta geii stór- verslun en hún fór í hundana. Og ef jeg fæ ekki þessi fimm þúsund pund aftur áð- ur en viðskiftareikningurinn minn er gerð- ur upp þá er jeg öreigi. Jeg verð þá að segja meðeigendum mínum hvernig komið er, og jeg veit ekki hvernig þeir taka þvi. — Jeg hefi ekkert vit á kaupsýslu og kæri mig heldur ekkert um það, svaraði hún. — Jeg hefi altaf fengið það hjá þjer orðalaust, sem jeg hefi beðið þig um, og nú kemur þú gg vilt fá mig til að skila gjöfum þinum aftur. Þú ert orðinn leiður á mjer, jeg hefi tekið eftir því lengi. Þú munt liafa fengið þjer aðra konu til að fullnægja þörfum þínum. Hversvegna gel- urðu ekki sagt það eins og það er? Rull! svaraði liann gramur. — Jeg hefi UGLAN?‘ aldrei neitað þjer um neitt. Hvað mörg þúsundin hefir þú fengið lijá mér? Þú hef- ir sífelt heimtað meira og meira og þú liefir fengið það. Þú ert eins og hotnlaus hit' Botnlaus liit! Það voru smekkleg ummæli. Þú hefir rænt mig frá vinum mín- um. Jeg liefi gert mitt hesta til jiess að þú gætir orðið hamingjusamur. Og lijer er þakklætið. Botnlaus liít! Það er einmitl það, sem þú ert, og nú þoli jeg ekki þetta lengur. Hann stóð lika upp og um stund stóðu þau og störðu grömum hatursaugum livorl á annað. Hún skammaðist og hölsótaðist og hann reyndi að gjalda í sömu mynt. En svo sneri hann við blaðinu og fór að reyna að lala skynsamlega við hana. Gat hún ekki skilið að hann var i vandræðum? Jeg hefi fengið peningana, öskraði hún. Jeg læt ekki hjóða mjer að þú gefir í dag og takir aftur á morgun. Þú ert ósanngjörn, sagði hann. — Langar þig til að koma mjer á kaldan klaka? Þig langar til að koma mjer á kald- an klaka, svaraði hún. Hvernig ætti jeg að fá tækifæri á nýjan leik, ef jeg kæmi til Scliekburg og heimtaði framlagið fnitt til baka? En geturðu ekki skilið, að jeg verð að hafa reikningsskil mín í lagi, þegar þau verða endurskoðuð? Jeg veit ekki hvað þú ált við með þessum reikningsskilum. Jeg vil ekkerl liafa saman við þig að sælda framar. Vil ekki sjá þig fyrir augum mínurn framar! Það hrann eldur úr augum liennar og hann liafði aldrei sjeð annan eins ofsa i þeim fyr, svo að það lá við að hann yrði skelkaður. Vertu nú góð, Gwen! Jeg harma ef jeg hefi sagt eittlivað sem gat sært þig. En jeg má til að fá peningana. Það er of seint að afsaka sig núna. Jeg vil ekkert hafa sarnan við þig að sælda framar. Burt með þig! Hún hljóp út og hann lieyrði að hún læsti sig inni i svefnherberginu. Hann sat kyr; liver veit nema hún kynni að átta sig og taka sönsum ef hún væri ein dálitla slund. Hann iðraðist þess að liafa reitt hana ti'l reiði. Hún mundi auðvitað skilja að hann liefði aklrei beðið liana urn að fá peningana aftur, ef honum hefði ekki leg- ið mikið við. Hann helti aftur i glasið hjá sjer. Svefn- .herbergishurðin var opnuð. Hún kom aft- ur. Nú varð að fara varlega að öllu. Alt var undir þvi komið livernig hann hagaði sjer. En hún kom ekki inn í stofuna. Hinsveg- ar heyrði hann að ganghurðinni var lokið upp og skelt í lás aftur. Hann l'ór út að glugganum. Nú kom hún út á götuna með litla tösku í hendinni. Bifreið ók upp að gangstjettinni og hún sleig inn i hana. Hann hratt upp dyrunum og hitti stúlk- una í ganginum. Hvert fór hún? spurði hann æstur. Jeg veit ekki, s-varaði stúlkan. Hann æddi inn í svefnherbergið. Það var ekki Gwen ein sem var horfin, heldur Iíka allur fatnaður hennar. Skúffurnar stóðu úti galtómar. í klæðaskápnum voru aðeins

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.