Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 7
F Á L K 1 N N / ar, herra Ravell, en það væri flónska að hafna svona tilboði. Ravell lók kuldalega fram i: Haldið ])jer það? Rawfielii og dóttir hans horfðu forviða á hann. Stálgrá augu hans ltiftruðu af bældu hatri. Hann fieygði sínum eigin samningi fil Rawfields. Peninga yðar gildir mig alveg einu um. Jeg skal aka þessum bílskrjóð yðar og láta hann sigra, ef það stendur i mannlegu valdi, en ekki fyr en þjer hafið undir- skrifað þennan samning. Rawfield greip samninginn og las hann til enda. Svo þeytti hann honum á borðið. — Þjer eruð ekki með öllum mjalla maður! varð honum að orði. — Jeg fullvissa yður um, að þessi samningur er á rökum bygður, hr. Rawfield, sagði Ravell rólega. — Ætti jeg að láta dóttur mína aka á kappmóti með svona — þorp- ara! hrópaði hann í bræði. Ravell hafði staðið upp, andlit hans var n'áfölt og augun leiftruðu af móð- guninni. — 'Nei, vitanlega ekki, sagði hann rólega en napurlega, t— undir eins og afkomendur peningamannsins eiga í hlut, þá er blaðinu sniiið við. Við hinir megum hætta lífi okkar fyrir þetta kram, sem þjer látið smíða, en þeir sem alast upp i auði og óhófi — þá á að vernda fyrir hættunum. En, hrópaði hann ákafur, — þjer getið sjálfur valið um: fátæktina eða vonina um að bæta aftur aðstöðu yðar á heims- markaðinum, jeg ek ekki upp á önnur .... — Þelta er alt í lagi, tók Eva fram i og rjeð sjer varla fyrir reiði. Þjer skuluð taka aftur allar móðganirnar, jeg er fús til að aka með yður svo að þjer hefðuð getað sparað yður allar særingar .... — Eva, þú veist ekki hvað þú segir, jeg skrifa aldrei undir þetta, aldrei, segi jeg! mælti Rawfield á- kveðinn. - Pabbi, þú skalt og ])ú verður að skrifa undir. Eigum við að láta bjóða okkur svona móðgun? svaraði hún með grátstafi í kverkunum. Pabbi, við eigum ekki á öðru völ, sagði hún rólegri. Ravell hefir rjett að mæla. Allir starfsmenn þínir hafa lagt vit sitt og hugkvæmni í þessa hifreið. Og nú kemur til minna kasta. Enginn skal þurfa að minna Evu Rawfield á skyldur sin- ar. Jeg ek með honum og þú situr við „banabeygjuna“ meðan hlaupið fer fram. — Hún rjetti föður sínum pennann. — Skrifaðu nú undir, pabbi, og svo skulum við fara. Rawfield lók pennann og undir- skrifaði skjalið með skjálfandi. hendi, og ])reytuleg augun flóðu í tárum. Eva rjetti Ravell samning- inn. — Jeg veit ekki livað hefir komið yður til þessa, en nú höfum við gert skyldu okkar — heimtið þjer meira? sagði hún svipmikil og hnarreist, — eða megum við fara? — Afsakið þjer, ungfrú Rawfield, en við ættum að aftala hvenær við eigum að hafa æfingar, ef ])að ...... — Þjer getið hringl. Jeg skal vera tilbúin livenær sem er, svar- aði Eva kuldalega. — Verið þjer sælir. Þegar hurðin lokaðist eftir þeim, settist Ravell ofan í djúpan stól. Hann fann alls ekki til sigurkend- arinnar, sem hann hafði búist við, eftir þessi málalok. Sannast að segja hafði liann orðið forviða yfir fram- komu Evu. Hann sá andlit hennar, gagntekið af reiði en eigi síður tcfrandi, Ijóst fyrir hugskotssjónum sírium. C VO RANN upp dagurinn, er kapp- mótið mikla skyldi háð. Alt var á tjá og tundri meðfram 30 kíló- metra langri brautinni, sem kept skyldi á — tiu umferðir. Hjer var mikið í húfi. Ökumennirnir og vjelfræðingarnir voru að líta yfr vagnana í síðasta sinn áður en við- ureignin hæfist. Það var ekki á þeim að sjá, að þeir væru að lc-ggja út í baráttu, sem oft snýst um lifið sjálft. Ravell stóð og var að tala við vjelamanninn sinn, en augu hans hvörfluðu i sífellu til tveggja, sem stóðu skamt frá og hjúfruðu sig hvort að öðru. Andlit Ravells var fölara en venja var til. Þegar merk- ið var gefið um að ökumennirnir ættu að gera sig reiðubúna til að leggja upp, gekk hann hvatlega til þeirra. — Eg ieysi yður frá samningn- uni. En jeg skal gera mitt besta. Án þess að bíða eftir svari gaf hann vjelamanninum merki og fór að bifreiðinni, en Rawfieldsfeðginin horfðu undrandi á eftir honum. Skömmu síðar kom merkið. Við- ureignin var hafin. Ærandi öskur kvað við á allri brautinni. Hest- öflin voru leyst úr læðingi og vagnarnir komnir langa leið á burt. Eftirvæntingin var mikil hjá áhorf- endunum. Allar likur bentu til, að |)etta yrði sögulegur kappakstur. Sjerstaklega hafði fólk auga- á bifreið Ravells, sem var nr. 13. Það hafði ekki orðið hjá þvi komist, að orðrómur bærist um hinn merkilega samning, eins og eldur i sinu. Báðir aðilar höfðu verið spurðir í þaula af ágengum blaða- mönnum, en árangurinn orðið lítill. Þeir höfðu ekki haft orð upp úr Ravell, svo að nú töluðu blaða- mennirnir, að þetta væri ekki ann- að en auglýsingabragð, en ljetu það óspart á sjer skilja, að þeir teldu sigurvonir Ravells og nýja vagns- ins frá Rawfield heldur litlar. Hinir sjerfróðu voru líka beiskir i garð Ravells, því að keppinaut- ar hans höfðu þrásinnis reynt að fá liann til að aka vagninum fylstu ferð er hann hafði verið að liðka hann og Eva Rawfields hafði verið með honum. En það mistókst. Ravell ljet ekki ógna sjer. Jafnvel mest móðgandi ákærum um, að hann hefði farið lafhægt í hættulegustu beygjunum, gátu ekki komið honum lil að reiðast. Svo að enginn vissi hvað vagninn gat. A LDREI hafði verið ekið jaln- tryllingslega og i dag. Mann- fallið hafði líka verið mikið, og einn beðið bana. Það skeði í „bana- beygjunni“, sem bar nafn með rentu í þetta sinn eins og oftar. Vagninn liafði runnið í beygjunni og lent á plankagirðingunni. Ravell, sem kom næst á eftir, hafði frelsað sig og vjelamann sinn með fífldjarfri að- ferð. Nú voru þrjár umferðir eftir Ravell hafði orðið seinn fyrir þegar farið var af stað en var nú kom- inn meðal þeirra fremstu. Þeir voru þrír, vagnarnir i fararbroddi og óku banabeygjuna með ægilegum hraða. Það voru ekki nema milli- metrar milli þeirra og dauðans. Ravell sannaði sem fyr live frá- bærilega fimur ökumaður hann var. Það sem aðrir töldu gersamlega ó- inögulegt, gat hann framkvæmt eins og hann væri að leika sjer. Eva og íaðir hennar höfðu ekki augun af honum. Hvorugt þeirra var til- takanlega hróðug af vagninum. Þau óskuðu þess bæði, að hlaupið væri úti, og að Ravell slyppi óskadd- aður frá ])ví. Þeim fansl geigvæn- legt að sjá hann leika sjer við dauðann. Þau sáu bæði, að liann var frábærilega fimur ökumaður en þarna þurfti ekki nema svo lítið til, ofurlitinn misgáning þó ekki væri nema með einum fingri, til þess að hann týndi lífinu. Síðasta umferðin .... Ravell var fremstur. Með fullkominni lítilsvirð- ingu fyrir lífi sínu rendi hann á fleygiferð inn í dauðabeygjuna, svo að áhorfendurnir stóðu á öndinni at hræðslu. Hann varð langfremstur að marki og fólkið ætlaði að sleppa sjer af aðdáun. Hann hafði enn sannað, að ekki varð á hann logið. Fólkið heimtaði að hann væri lát- inn aka einu sinni um brautina, svo að það gæti fagnað honum, en innan skams var tilkynt úr gjallarhornunum, að Ravell fyndist hvergi. AÐ URÐU Eva og faðir hennar sem fundu hann. Þrá Evu og hugboð styrktu leið þeirra út i litinn garð. Þar sat Ravell aleinn — og studdi höfðinu á hendur sjer. Þegar hann leit upp sá hann Rawfield og dóttur hans fyrir fram- an sig. Hann brosti napurt: — Þið eruð vist komin til að biðja um skýringu, sagði hann þreytulega. Rawfield rjetti honum höndina. Itavell tók á móti og þeir tókusl fast í hendur. — Það er fátæklegt orð að segja „þakka“, en jeg finn ekki neitt annað. Þakka yður fyrir þetta á- gæta afreksverk. Þjer látið yður einu gilda um peningana. — Hann þagði augnablik. Svo hjelt hann áfram, hrærður: — Hafi það verið ásetningur yðar, að opna augu mín fyrir því, hve hættuleg svona hlaup eru, þá hafið þjer náð tilgangi yðar. Þetta skal vera i síðasta sinn, sem vagn frá mjer tekur þátt í svona móti. Ravell svaraði ekki undir eins. Þegar hann tók til máls aftur, var rödd hans fjarræn: — Fyrir mörgum árum var litilll og skítugur drengur með hvolp undir hendinni — hann var svo glaður — svo sæll yfir þessum l'jelaga sínum, einasta vininum sin- um — og hundinum þótti vænt um liann -— þeir ljeku sjer saman — átu saman — sváfu saman. Hann andvarpaði þungan. — Svo var það einn dag, að harðbrjósta auðkýf- ingur kom og tók frá honum eina vininn hans, af því að dóttur hans langaði til að eiga hann. Drengur- inn stóð einn eftir, örvinglaður og harmandi. Hann sór dýran eið . . hann skyldi hefna sín. En þegar hann stóð með sigurpálmann i höndunum, varð honum samstundis Ijóst, að hefnigleðin hvarf jafn brátt og hún hafði komið. Hann skildi, að jafnvel harðbrjósta menn geta elskað og verið elskaðir — já, það er alt og sumt sem .jeg hefi að segja. Ra'wfield tók eftir, að honum hafði vöknað um augun. Hann leit á dóttur sína, og hún var mjög hrærð. Þegar hún lagðist á linjen fyrir framan Ravell, brosti hann gegnum tárin og laumaðist burt. — Þjer hafið vist gleymt dá- litlu, Eric, hvislaði lnin svo lágt að það heyrðist varla. Þegar hann leit á hana sá hann að i augum hennar var það að sjá, sem ástin ein getur gefið. Eric Ravell hafði fengið hefnd, en á nokkuð annan hátt en hann hafði hugsað sjer. ----x----- Danski dýrafræðingurinn dr. Spárck hefir tekið sjer það vanda- verk fyrir hendur að telja hve margir máfar sjeu í Danmörku. I efir hann komist að þeirri niðúr- stöðu, að þeir sjeu um tvær millj ónir. Dr. Sparck telur, að máfarnir geri fiskigöngum engan skaða, og er þar á öndverðum meið við danska fiskimenn, sem þykjast vissir um það gagnstæða og liata ináfana eigi minna en sýslumaður Dalamanna veiðibjölluna. MEnn SEm Iifa. 20. Jóhann Sebastian Bach. í þessu blaði Fáikans hefsí nýr flokkur af þessum grein- um. Síðasti flokkurinn fjallaði urn helstu skáld síðari alda og þ 'tti lesendunum mikill fengur að, jafnvel þó að þar væri sagt frá ýmsum rithöfundum, sem ekkert hefir komið út eftir á tslensku. Nýi flokkurinn segir frá mönnum, sem ekki eru háðir takmörkunum tungumálanna, en hafa ritað verk sín á máli allra þjóða. Það eru tónskáldin. I flokknum verður sagt frá 15—20 tónskáldum og nntnu flestir ís- lendingar liafa lieyrl einhverj- ar tónsmíðar eftir þá alla. Hver er sá sem ekki kannast við ljóð Schuherts, danslög Chop- ins, fúgur Bachs og þessháttar. í flokknum verður sagt frá þessum tónskáldum meðal anii- ars: Baclt, Haydn, Mozart, Reethoven, Scludiert, Mendels- sohn-Bartholdy, Chopin, Schu- mann, Rossini, Wagner, Verdi, Brahms, Gounoud, Bizet, Grieg, og Sihelius. Um Liszl var ítar- leg grein hjer í blaðinu í vor og er honum því slept úr fokknum. Greinarnar verða flestar með myndum og hver rúmar 1 ýý dálk á lengd. Fvlgist vel með greinum þessum frá uppliafi, öll þið sem unnið hljómlist og viljið vita æfiatriði góðkunn- ustu tónskáldanna. Það var um Johann Sebast- an Bach, sem tónskáldið Schu- mann sagði: „Tónlistin á lion- um jafnmikið að þakka og trú- brögðin höfundi sínum“. Það eru stór orð að visu, en að vissu leyti má segja, að Bacli sje höf- undur tónlistar nútimans og að með honum verði aldalivörf í ríki tónanna. Hann varð braut- ryðjandi tónlistar nútímans, lærifaðir allra meiriháttar tón- skálda, sem á eftir honum komu og meistarinn, sem eng- um er skipað til hliðar við enn í dag. Bacli fæddist árið 1685 og var skyldulið lians fjölment. Faðir hans kunni að leika á Frh. ú bls. l't.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.