Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 6
0 F Á L K I N N Sterkara en hatrið JÁ, það var nijög leiðinlegt! En þeir voru allir i'arnir, svo að jeg gat ekki orðið við bón yðar þó jeg fegin vildi, herra forstjóri. Litli snarlegi hundaeigandinn ypti öxlunum til áherslu, og ljest liarma þetta, en í rauninni óskaði hann þessum montna og sjálfbirgingslega verksmiðjueiganda til fjandans. Nú hafði hann bráðum eytt hálftíma i að útskýra fyrir honum, að allir hvolparnir, sem hann hafði aug- lýst til sölu nýlega, væru seldir. Kann skildi vel, að hinum fanst ergilegt að hafa ekið alla þessa leið fýluferð, en við því var ekkert að gera. Þegar hann fjekk það sem hann setti upp, seldi hann þeim sem fyrstur kom. Rawfield bifreiðaframleiðandi dró ekki dul á, að hann var reiður. Honum þótti niðurlæging að þvi, að verða að liætta við hálfnað verk. Hann var ekki vanur því. — Skiljið þjer ekki, maður, að jeg verð að fá hvolpinn, sagði hann gramur, en bælti svo við, hægari: Það er afmælisgjöfin til hennar dóttur minnar á morgun, jeg hefi lofað henni einuin af hvolpunum yðar. Neider virtist síður en svo upp með sjer af þessari tiltrú, hann hafði heyrt svona ástæður svo oft áður. Hann stóð kyr sem snöggvast og fór hendinni um úfið parrukið sitt. Loksins þegar hann svaraði, leyndi lireimurinn því ekki, að þetta var síðasla úrræðið til þess að losna við þennan ágenga peningamann: — Hjerna niður með veginum er grátt steinhús, og þar er einn af hvolpunum. Rawfield verksmiðjueigandi sner- ist á liæl án þess að segja orð og rauk út úr stofunni án þess að kveðja eða þakka fyrir upplýsing- arnar. En eftir á iðraðist Neidéf þess, sem hann hafði sagt. Hann hristi liöfuðið er hann starði á eftir bif- reið Rawfields, sem brunaði þangað, er Neider hafði sagt til hvolpsins. Fyrir utan gráa steinhúsið stóð lítill drengur sólbrendur og háif ó- hreinn. Undir annari hendinni bar liann það dýrmætasta sem hann átti í eigu sinni, litla hvolpinn. Hann hafði skírt hann Bobb; það var svo fallegt nafn og hæfði svo vel hundinum hans, því að liann átti nefnilega Bobb— hann einn átti hann. Hvolpurinn var gjöf, eða rjettara sagt verðlaun fyrir að hann hafði bjargað litla stráknum hans Neider upp úr tjörninni. Eric hafði orðið liálf hissa, þegar Neider spurði hann, með tárin í augunum, hvers hann óskaði sjer fyrir. Eric hafði gapað og gónt á hann. Án þess að hugsa um það liafði hann bent á körfuna, sem hvolpurinn lá í. Og þegar Neider tók hvolpinn umsvifalaust og fjekk Eric liann þá varð hann svo glaður, að hann tók undir sig stökk heim til sín og gleymdi alveg að þakka fyrir, — en - sá fjekk ónotalega ofanígjöf hjá henni fóstru sinni þegar hann kom heim og sagði frá, hvernig hann hefði eignast hvolpinn. Honum hefði verið skammar nær að biðja um trjeskó, hann liefði haft meiri þörf fyrir ]iá. — Ojæja, hun skamm- aði hann altaf, þegar hún ekki barði hann — það varð að hafa það. Eric var sjö ára og móðurlaus. Eaðir hans hafði — fyrir góð orð og betaling, og fyrirheit um meira — komið honum fyrir hjá ættingjum sínum, þegar hann fór sjálfur til Ameríku til þess að freista gæfunnar þar. Eric átti ekki góða daga. Fóstran var altaf að finna að við liann sjerstaklega eftir að komtð var fram yfir þann tíma, sem von hafði verið á föður lians frá Ame- ríku, og hann liafði ekki látið heyra neitt af sjer. Þegar hin skrautlega bifreið Rawfields með einkennisbúinn mann við stýrið, staðnæmdist við húsdyrnar, kom fóstra Erics út. Draumurinn um, að faðir Erics kæmi heim aftur með fullar liendur fjár, var svo inngróinn henni, að hún misti disk á gólfið í óðagotinu. Rawfield hafði engin umsvif frekar en hann var vanur, og sagði: — Jeg vil kaupa þennan hvolp. sagði hann við konuna. Hann dró upp úttroðið veskið og opnaði það. Þegar konan sá pen- ingana logaði ágirndin í augunum á henni. Hvað kostar hann? spurði hann önugur. Þegar hún svaraði ekki undir eins hjelt hann áfram stuttur i spuna. — Eigum við að segja fimmtíu krónur? Hún kinkaði kolli, frá sjer num- in yfir þessu rausnarboði, er hann stakk seðlinum í lófann á lienni. Svo sneri hann sjer að Eric, sem hafði komið nær án þess að eiga sjer nokkurs ills von og stóð nú og horfði hugfanginn á litlu stúlk- una, jafnöklru sína, sem lionuni fanst eins og mynd úr tískublaði Rawfield þreif hvolpinn af Eric og rjetti dóttur sinni liann: — Gerðu svo vel, Eva. Hjerna er afmælisgjöfin þin! Hún stakk hvolpinum undir kápu sina, ljómaði af fögnuði ig kysti pabba sinn. Það var ekki fyr en þau voru komin inn í bifreið- ina, að drengurinn skildi hvað var að gerast. Hann rak upp sárt vein og hljóp svo til litlu glöðu stúlkunnar í bif- reiðinni: — Nei, nei, fáðu mjer Bobb! Það er minn hundur, heyrirðu það! Hann tók í handlegginn á telpunni. — Fáðu mjer liann Bobb, grát- bændi liann, röddin var svo biðj- andi, að jafnvel harðbarka verk- smiðjueigandinn komst við, en áð- ur en hann hafði náð að svara, sagði Eva fokreið við drenginn: — Hvað ertu að gera? Sleptu mjer, skítugi strákur! Hann slepti, agndofa yfir fram- ferði hennar og bifreiðin var runn- in af stað þegar hann rankaði við aftur. Hann lirópaði á eftir vagn- inum: — Bobb, Bobb! Æ fáðu mjer harni Bobb! Þegar bifreiðin hvarf i næstu beygju lagðist liann ljemagna á veg- inn og fór að gróta, sárt og þungt. I7RIC RAVELL, ofurhugi mikill og hinn hein^sfrægi bifveiðaekill, sat í skrautlegu herbergi í gisti- húsinu. Fyrir framan hann lá brjef frá Rawfield verksmiðjueiganda beiðni um viðtal viðvíkjandi ráðn- ir.gu hjá honum. Eric sat hugsandi og studdi höndum undir höfuðið. Það var hörkulegur glampi í fall- egum augunum. Nú voru fimtán ár síðan þetta skeði. Að vísu liafði faðir hans ekki grætt miljónir í Ameriku, en liann hafði senl syni sínum farar- eyri og álitlega upphæð lil fram- færis honuni á barnsárunum. Fyrir vestan haf hafði Eric lært bifreiða- vjelfræði og síðan fór liann að aka bifreiðum á kappmótum. Þar hafði liann komist á rjetta hillu. Taugalausi maðurinn eða djöflaekill- inn voru viðurnefnin, sem hjengu við hann. Homim tó’kst meistara- Itga að knýja vagninn sinn ófram og forðast hætturnar. í liættulegustu beýgjunum skeikaði honum aldrei. En heimþráin hafði knúð hann heim aftur — þráin og logandi hatursbál, sem aldrei ljet hann í l'riði, hefnigirnin, sem hafði knúð hann áfram og ljet hann engu gleyma. Ravell hafði beðið eftir þessu tækifæri. Fyrsta bifreiðakappmótið átti að vera í næsta mánuði. Hann hafði kynt sjer ítarlega hvernig á- statt var í bifreiðaiðnaðinum. Hann vissi, að Rawfield liafði í þetta skifti treyst á fremsta. Ef nýja bifreiðagerðin lians ynni ekki sigur þá yrði hann öreigi. Og tveir beslu kappakstursmenn Rawfields höfðu farið frá honum til keppinautanna. Það var ekki vegna þess að lion- um höfðu ekki borist góð boð, að Ravell var óráðinn ennþá. Nei, liann hafði fengið nóg af tilboðum. En í skúffunni lá samningur, sem Rav- ell hafði skrifað sjálfur, tilbúinn tii undirskriftar, en þann samning fengu ekki aðrir að skrifa undir en Rawfield bifreiðakóngur sjálfur. Samtímis þessu sat Rawfield á- samt helstu aðstoðarmönnum sín- um i einkaskrifstofu sinni. Það var ekki auðgert að þekkja hann aftur eftir þessi fimmtán ár, þennan Lrokafulla og sjergóða verksmiðju- eiganda, sem hafði tekið hvölpinn af Eric forðum hinum sama, sem hann batt allar vonir sinar við núna, án þess að þekkja hann. Hann hafði tapað miklu fje síðari árin. Þessi sterklegi, þrekni og hnarreisti maður var nú boginn og þreyttur, skörpu augun voru flökt- andi og hárið orðið hvítt. Afleið- ing margra andvökunótta og heila- brota, afleiðing hinnar tærandi bar- áttu fyrir þvi, að missa ekki að- stöðu sína sem ókrýndur konungur á heimsmarkaðinum, eilifur og ó- slökvandi þorsti í fje og frægð, bölvun auðæfanna. —■ Já, betra tilboð hefir aldrei verið gert. Nú vantar ekki nema undirskriftina hans. Rödd Rawfields var í fullu samræmi við þreytu- legt augnaráðið. Hann strauk óþol- inn hárið á sjer og hjelt áfram: — Annaðhvort dugar inaður eða drepst, við skulum vona það besta. Jeg vonast til að jeg fái að vita um svarið fyrir kvöldið. Undir eins og dóttir mín kemur ]>á förum við til hans. Jeg hefi lofað Evu, að hún skuli fá að koma með mjer hún er svo forvitin í að sjá hann Aumingja barnið! Framtíð hennar er líka undir því komin, hverju þessi þóttafulli unglingur svarar. sagði hann að lokum, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Eva horfði með ákafa á Ravell þennan hraustlega mann, með augu sem leiftruðu af viljaþreki. Hann var alt öðru vísi en þeir ungu menn, sem hún hafði átt að venjast. — Jó, svona hljóðar samningur- inn, lierra Ravell, hjelt Rawfield ófram þegar hann hafði lesið samn- inginn. — Betri samningur hefir aldrei verið boðinn nokkrum kapp- akstursekli. Jeg ’ viðurkenni í full- um mæli hina ágætu hæfileika yð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.