Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N JOHANN SEBASTIAN BACH. I'ramh. af l>ls. 1. fiölu og kendi syni sínum það. kui svo dó faðirinn og komsl Bacli þá til eldri bróður síns, sem var kennari. I}ar lærði hann að leika einföld lög a nótnaidjóðfæri og var fljótur að læra að leika ])au lög, sem hann hafði nötur að. lJau voru mikils til of Ijett handa honum og hann langaði mikið til að fá crfiðari nótur til að æfa sig á. en það vai hægra orkt en gert Bróðir lians átti í handriti mikið af ágæluni nótum, sem hann hjelt svo mikið upp á, að hon- um þótti- ekki viðlit að lána þessum unga bróður sínum það. Hann læsti ]mð niðri í skúffu. og harðneitaði að lána Johanni Sebastian það. Drengurinn varð því að stelast í skúffuna, þegar bróðir lians var ekki heima og liðn nú svo sex mánuðir, að hann æfði þessi lög jafnan, þeg- ar lmnn hafði næði. En þá kom bróðir tians honum einu sinni i opna skjöldu, tók af honum liandritið og faldi það svo vel. að liann fann það ekki, hvernig sem hann leitaði. Þegar Baeh var 18 ára varð hann að fara að sjá fyrir sjer sjálfur. Hann hafði ljómandi söngrödd og fjekk því pláss i kirkjusöngflokki í Luneburg næstu ár. Það var á þessum ár- um, sem liann fjekk einu sinni að reyna kirkjuorgelið í Arn- stadt. Það var besta hljóðfærið sem Bach hafði kynst þá. Kirkju- ráðið hlustaði á hann og dáðist svo mjög að kunnáttu lians, að það rjeð liann þegar sem organ- ista fyrir árslaun, sem svöruðu um 200 krónum. Bacli tók boð- inu fegins hendi og fluttist til Arnstadl. Fór nú að fara orð af honum og 23 ára var hann ráð- inn hirð-tónleikari til furstans i Weimar. Þrjátíu og tveggja ára varð hann hljómsveitarstjóri Leopolds Gotha-hertoga, en 37 ára varð' hann kantor í Leipzig. Óx nú mjög vegur lians. Hann þótli gnæfa liátt yfir alla sam- tíðarmenn sína í tónlist og var nú organisti í tveimur kirkjum og söngstjóri þeirrar þriðju. Hann sanuli tónverk, sem enn eiga ekki sinn líka. Tónlistin var að lxans áliti innblásin al' guði og átti að vera lionum til dýrð- ar, enda er mikill hluti af verk- um Bachs kirkjutónverk. Tón- listarskólar voru þó ekki til, en liann stofnaði einn, til þess að ala upp listamenn í tónlistinni, er gætu flutt verk lians og ann- ara. Hann samdi viðfangsefni handa þeim og fyrir orgelin og kirkjusöngflokkana og afkastaði miklu. Kirkjutónlistin heldur nafni Baclis eflaust lengst á lofti; af henni má einkum nefna H-moll- messuna, passíur, kirkjukantöt- ur, sálmaforspit og -motettur. En í rauninni var liann jafn- vígur á alt. M. a. liggja eftir hann Brandenburij-konsertarnir sex, fjórar orkestur-„suiter“ og fiðlukonsertar. Frægt er for- spila- og fúgusafnið „Das wohl- temperierte Klavier“ í öllum tónte,gundum dúr og moll, tveir flokkar og hver 24 kaflar. Schu- mann hefir kallaði þetta verk „hið daglega brauð“ hljómlist- arinnar, enda hefir það haft afar mikil áhrif á tónlist síðari tima. Eitt sinn gerði Friðrik mikli Bacli orð að koma til Potsdam og leika á hljóðfæri fvrir sig. Friðrik var liljómlistarelskur maður og ljek sjálfur á flautu. En Bach afsakaði sig og kvaðst ekki geta losnað frá störfum sínum. Sjö árum stðar kom svo Bacli og i þeirri ferð varð hann fvrst að leika á öll píano í Pots- dam fyrir konunginn og síðan prófa öll orgel sem til voru. Mörgum árum síðar kom Moz- art til Leipzig. Honum varð geng ið inn i kirkju, þar sem verið var að messa. Hann hlústaði á sönginn og sagði: „Guði sje lof. Iljer lieyrir maður loksins nokk- uð, sem liægt er að læra af. Má jeg tala við lónskáldið?“ Hon- um var sagt, að það væri dáið fyrir fjörutíu árum! Bacli var ekki frægari en svo af samtið sinni. Hann dó árið 1750, sex árum áður en Mozari fæddist. Sex af sonum hans urðu tónlistarmenn og tvcir þeirra allkunnir: Jo- hann Christiau, sem kallaður var Londonar-Bach og Karl Philip Emanuel, sem kallaður var Hamborgar-Bach. Þeir voru báðir tónskáld, sem margt liggur eftir og sumt gott, þó að ekki kæmist það í námunda við verk föður þeirra. ----x—— VATNAJÖKULL. Framh. af bls. 5. isl hjer viö rannsóknir, tii Gríms- vatna, og fóru tveir Skaftfellingar með þeim. Urðu þeir veðurtepptir á jöklinum, og voru menn orðnir hræddir um þá, átti að fara að leita þeirra, er þeir komu aftur lit bygða. Næsta ár gekk Jóhannes Áskels- son ásamt dr. Trausta Einarssyni á Vatnajökul, mældu þeir þá efri hluta Skeiðarárjökuls, Grímsvötn og næstu fjallatinda, svo nú vita menn nákvæmlega hvar Grímsvötn eru í jöklinum. Sama ár fór Jóhannes, ásamt Kristjáni Skagfjörð og Tryggva Magnússyni tvívegis yfir Vatnajökul. Fóru þeir úr Horna- firði upp á jökulinn og norðuryfir til Kverkfjalla, en þaðan til Grims- vatna og síðan áfram suðuryfir og ofan i Fljótshverfi. Þetta saina sum- ar var Guðmundur frá Miðdal á Vátnajökli ásamt Þjóðverja og Aust- erríkismanni. Einnig gekk þá á jökulinn ítalinn Pollisher. 1936 var liin svonefndi sænsk-íslenski leið- angur á Vatnajökli, Svíinn Ahlmann prófessor og Jón Eyþórsson veður- fræðingur stjórnuðu. Við ferðir þessar hefur, eins og gefur að skilja, aukist mjög þekking manna á jöklinum, og á eðli jökla yfirleitt. En þó er mjög margt enn- þá órannsakað viðvíkjandi Vatna- jökli, t. d. þykt hjarnbreiðunnar, en ætla má að hún sje sumstaðar á annað þúsund metra þykk. Til samanburðar má geta að Græn- Pjetur Jónsson, bóndi Reykja- hlið, Mývatnssveit, verður 'iO ára 18. þ. m. landsjökull er sumstaðar 3000 metra lykkur. Fyrir tuttugu og fimm árum, rit- aði Daniel Bruun höfuðsmaður grein í danskt landfræðitímarit, um Vatnajökul, og segir þar, að íslend- ingar láti sig engu skifta rannsókn Vatnajökuls, en láti útlendinga um slíkt. Maður þessi hafði ferðast mikið um fsland, og jafnan ritað af mikilli velvild um okkur. Hann er þvi ekki að segja okkur jietta ti! lasts, heldur blátt áfram að skýra frá staðreynd. En mikið héfir þetta nú breyst, á þessum áruni scm liðin eru, en þó þarf en'n að vaxa áhuginn fyrir rannsókn lands- ins, ef að það eiga ekki að verða nðallega útlendiiigar, sem fá heið- urinn af rannsókn þessa stærsta jökuls Evrópu. Ilinsvegar megum við verða fegnir að útlendingar geri það, ef við höfum ekki sjálfir inanndóm til þess. Myndirnar sem lylgja greininni eru lánaðar úr bók Jóhannesar Ás- kelssonar um Grímsvatnagosið 1934. -----------------x---- í South Carolina er það bannað að gera að tönnum á hestum og múldýrum. Er þetta gert til þess, að hestaprangarar eigi erfiðara með að ljúga til aldurs hestanna. ——x------ í Donegalflóa á írlandi er eyja sem Inishmurray heitir. Þar er einn kirkjugarður fyrir karla og annar fyr ir konur, því að það þykir ekki hæfa að þau liggi saman eftir dauð- an. Vita menn ekki til, að þessi varúðarráðstöfun hafi verið höfð meðal kristinna manna annars staðar i veröldinni. ----x——- I'rk Einfríður Guðjónsdóttir bókbindari í ísafold, verður 50 ára 20. J>. m. Guðni Jónsson gestgjafi, Höfn i Hornafirði, verður 00 ára 19. /;. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.