Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÖ ----------- „Kuggurinn minn“. Bráöskemtileg og sprenghlægileg frönsk gamanmynd. Aðaíhlutverkin leika hinn 13 mánaða gamli PHILLIPPE og l'ranski skopleikarinn LUCIEN BARROUX. Sýnd bráðlega! Gamla Bíó sýnir bráðlega skemti- lega franska gamanmynd, sem nefn- isl „Kuggurinn minn“ og snýst að miklu leyti um litinn munaðarlaus- an drenghnokka, sem maður einn tekur að sjer og elur önn fyrir. Fyrri hluti myndarinnar gerist i París. Prosper er þar maður nefnd- ur, lærður maður vel og munaði minstu, að hann yrði prófessór við Sorbonne-háskólann. En atvikin haga því á annan veg. Hann hefir, er sagan hefst, það auðvirðilega starf að þvo upp vagna og bíla á daginn, en á kvöldin klæðist hann í kjól og hvítt og gegnir þá um- sjónarstarfi við eitt af leikhúsum höfuðstaðarins. En þar sem honum þykir meira gaman að lesa Virgil á latinu en að hirða um bílslöngur, þá vill honum sú óheppni tii einn daginn, að hann dælir of miklu lofti i slöngu eina, svo að hún springur. Par með var sá draumur búinn og staðan mist. En nú hittir Prosper einn af vinum sínum frá stúdents- árunum og hann lofar að reyna að útvega honum starfa. Þetta tekst og Prosper er ráðinn einkakennari við liginn kvennaskóla i Chateauville. En áður en þangað færi, skeður nokkuð, sem hefir sín ríku áhrif á gang sögunnar. Einn góðan veður- dag finnur Prosper lítinn dreng fyr- ir utan herbergisdyrnar í hótelinu, sem hann bjó í. Hafði móðirin gef- ist upp á að sjá fyrir barninu og látið það fyrir utan dyrnar lijá föð- ur þess, en hann hafði aftur á móti komið því af sjer á þann hátt, sem fyr segir. Prosper aumkast yfir litla snáðann og tekur hann til sin, þótt hann sje einn um að hirða hann og gæta hans. Föðurfrændur barnsins frjetta um meðfcrðina á drenghnokkanum og fara að leita að honum. Komast þeir að því, hvar hann er niður kominn og ætla nú að sækja hann og setja á eitthvert heimili fyrir munaðarlaus börn. En Prosper vill ekki sieppa drengnum í hendur vandalausra og það verður að samkomulagi, að liann hafi hann með sjer. Fer hann síðan með drenginn með sjer til Chateauviile til -------- NÝJA BÍÖ. -------------- Jeg ákæri. (Þættir úr æfisögu Emil Zola). Stórfengleg amerísk kvikmynd af æfiferli franska stórskáldsins og mikilmennisins Emile Zola. 1 myndinni er ineðal annars rak- ið frá upphafi tii enda Dreyfus- málið alræmda. Aðaihlut- verkin leika: PAUL MUNI (sem Zola). •IOSEPH /SCHAHLKRAUT (sem Dreyfus). ROBERT BARRATT (sem Est- erhazy major) og fl. Myndin er stórfengleg, áhrifa- mikil og ógleymanleg. Nýja Bió sýnir um þessar mundir merkilega stórmynd, sem lýsir æl'i Emiles Zola, hins fræga franska skálds, sem á efri árum sinum gat sjer þó jafnvei enn meiri frægð fyrir afskifti sín af hiiui alkunna Dreyfus-máli, sem vakti athygli um allan heim á sínum tíma. Efni mynd- arinnar er í stuttu máli þannig: Emile Zola og Paul Cesanne búa saman i kvistherbergi i listamanna- hverfi Parisarborgar, l'átækir að fje, en auðugir að hugmyndum. Eitt kvöid bjargar Zola af tilviljun stúlku á götunni frá þvi að lenda í hö'ndum lögréglunnar. Hún heitir Nana. Hún segir Zola alla sögu sína og sú saga var uppistaðan í þjóðfje- lagsskáldsögu lians Nana. Þessi bók gerði hann frægan. Ár eftir ár send- ir hann út stór skáldrit, sem gef.i honum miklar tekjur Loks kemur Dreyfus-málið til sögunnar. Dréyfus ei dæmdur og sendur i útlegð til Djöflaeyjarinnar. Það verður siðar ijóst, að Esterhazy er hinn seki, en yfirmenn hersins hlifa honum og herrjettur sýknar hann. Þá tekst konu Dreyfusar að fá Zola til þess að taka að sjer mál manns sins. Hann skrifar hið fræga opna brjef sitt til forseta Frakklands, og grein- in er birt i blaðinu „L’ Aurore“ undir nafninu: ,,Jeg ákæri" (J’accuse —). Zola var sakaður um drottins svik og í hinum miklu máiaferlum, sem nú hófust, var Zola dæmdur í eins árs fangelsi og'3000 franka sekt. Zola flýr nú til Eng lands og heldur þar áfram baráttu sinni fyrir málstað Dreyfusar. Loks kemur að því, að sannleikurinn sigr- ar, því að almenningsálitið bæði í Frakklandi og annarstaðar gerði herstjórninni ekki lengur fært að svæfa málið. En aií var það fjrst og fremst vei k Zola. Dreyfus er nii sýknaður og kemur heim og fær iulla uppreisn, og jafnframt kemui- Zola heim úr útlegðinni. En iitlu síðar deyr hann og er greftíaður í Pantheon með mikiiii viðhöfn, þar sem skáldið Anatole France hyllir hinn látna son Frakklands. Hinn ágæti leikari, Paul Muni, leikur hlutverk Zola af mestu snild Þessi mynd verður öiJuin ó- gieymanleg. þess að taka við kennarastörfum sinum og þar í skólanum gerisl síðari hluti myndarinnar, sem ekki slcal rakinn hjer, en er bráðskemti- legiir. Mugnús Torfanon, fyrv. aýslu- maður, verður 70 ára 12. þ. m. í vetur sáust norðurljós, eins og raenn muna, um mikinn hluta af Ev- rópu, það voru norðurljósin er við hjer veittum sjerstaka athygli, af því að þau voru rauð. Víða þóttust menn heyra einkennileg hljóð í þeim, eða brak, og þó þetta sje borið tii baka af vísindamönnum sem bábilja ein, þá eru hinir og að'rir að skrifa blöð- unum um að þeir hafi áreiðanlega heyrt i þeim. Við íslendingar könn- umst við bragandi norðurljós, en brakandi norðurljós mun enginn kannast við hjer. Andrjes IHugason, Minna-Hofi, Eystrihrepp, verður 80 ára 8. þ. m. Guðm. Gunnarsson, trjesmiður frá Eyrarbakka, nú til heimilis Ránargötu 10, varð 50 ára 5. þ. m. Sumarið er komið. Kápur — Dragtír Svaggerar Mikið úrval. Smekkjegt snið. Daglega eitthvað , nýtt. liun a i cg L eitthvað A 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.