Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Side 5

Fálkinn - 07.05.1938, Side 5
F Á L K I w n takmarkaður og jeg gafst upp i illu skapi. En tilviijunin kom.óskum minum li! hjálpar. Þegar jeg var á ferðinni i áætlunarbíinum i gegnum LÖns- (iálen í Norður-Noregi, bendjr bíl- stjórinn mjer á að þar væri Lappa- tjald ekki langt frá véginum: Jeg bað liann endilega að stoppa. Jeg gekk upp fjallið þangað, sem jeg sá reykinn stíga upp. Jeg nálg'- aðist bústað Lappanna hálf feimnis- lega, því að jeg var ekki viss um hvort mjer yrði vel tekið. Hið l'yrsta sem jeg sá, var tjaldið og tveir torfkofar studdír af birkistofn- um og hríslum. Drengur nokkur sat á stórum steini og tálgaði hrein- dýrsbéin. Jeg heilsaði honum með handabandi og á sænsku. Jeg fann strax að hann talaði ágætlega sænsku og spurði hann, hvaðan hann væri ættaður. Frá Karesuando, svaraði hánn, en nú erum við búsett hjer í Noregi. Meðan á samtali okkar stóð, komu margar geitur úr skóg- inum. Þær höfðu bjöllur um háls- inn. Kiðlingur einn fjckk aldrei nóg af að láta mig klappa sjer og fylgdi mjer altaf jarmandi þegar jeg hætti að kjassa hann. Jeg var einmitt að athuga hvernig jeg gæti best fengið fólkið, sem var í tjaldinu og sem jeg ekki ennþá hafði sjeð, lii þess að iáta taka ipynd al' sjer. Þar nálgaðist maður sem jeg hjelt fyrst að væri verka- maður við simalinuna. En hann var Lapþi og húsbóndi tjaldsins. H'ann heilsaði mjer mjög kurteis- lega á sænsku. Jeg sauði honum l'rá því að mig langaði að taka myn'd af fólkinu í tjaldinu til að skrifa um þetta alt heima á íslandi. Hán-n leyfði mjer það góðfúslega, en við ákváðum að biða eftir sól- skini, sem var að koma. Hann bauð mjer að koma inn i tjaldið og það þáði jeg með hinni mestu ánægju. Tjaldið er sterk- lega bygt eins og vænta má um hþsakynni sem á að veita fólkinu skjól í livaða veðri sem er. Að inn- anverðu er grind af birkigreinum, juir yfr tjalddúkur breiddur og að útanverðu er aftur birkigrind og steinum raðað á tjaldskörina hring- inn i kring. Inngangurinn er ekki hægilegur fyrir menn með istru; harin er mjór. Hurðin er trjegrind, sem pokar eru spentir yfir. í miðju tjaldinu er eldstó úr steinum. i>egar jeg steig fæli í tjaldið, byrj- uðu hundarnir að gelta. Litill svart- ur hundur reis úr trjekassa og áður en nokkur maður gat hindrað hann hafði hann bitið mig í iærið. Fólkið afsakaði þetta með mörgum orðum. Húsbóndinn barði hann og batt hann þvínæst með snæri við kass- ann. Orsök árásarinnar á mig var sú, að þetta var tík með hvolpum. Við eidinn sat húsmóðirin með smábarn á brjósti. Tvö börn sátu við hlið hennar. Ungur maður lá reykjandi á marglitu teppi. Jeg hcilsaði öllum með handabandi og var því vel tekið. Meðan húsbónd- inn sótti brauð, smjör, sultu, gráða- ost og kjöt, leit jeg i kringum mig í tjaldinu. Tjaldið likist keiiu, efst er op, hálfur meter að þvermáli. Birkigreinarnar voru kolsvartar ai' sóii, þar hjengu fiskar og kjöt- slykki alsvört af reyk. Gólfið var þakið stiiáuni birkihrislum, þar yfir voru breidd hreindýraskinn og teppi Þar sáust hvorki borð nje stólar. Fatnaður og ýmsir búshlutir lágu hingað og þangað á gólfinu. Hund- Lapj) a. að hreindýrakjöt. En jeg kom með íslenskan harðfisk úr ferðatöskunni minni. Þau brögðuðu á harðfisk- inurn með smjöri og þótti þeim aranir sváfu — nú orðnir rólegir - hver í sinum trjekassá. Klukka og speglar hjengu á veggnum. Húsbóndinn breiddi dúk á gólf- ið nálægt eldinum, og ljet þar á matinn. Þar á meðal var líka þurk- aftur. Þurkaða hreindýrakjötið var næstum svart og hart eins og trje, en mjer þótti það bragðgott og þessi nýstárlegi matur ágætur. Þau báðu mig um að senda þeim sýnis- horn þegar jeg væri kominn heim keypti jeg eitt kiló hjá þeim. Eftir að við voruni búnir að borða, spilaði jeg mörg lög á munn- hörpunni og hlustuðu allir. Mjer fanst þau ekki vera eins ómúsikölsk eins og jeg ímyndaði mjer, el'tir orðum prestsins, þvi að þau hrós- uðu sumum lögunum, en þau þögðu um þau lög sem þeim geðjaðist ekki að. Sólin skein i gegnum tjaldopið á konuna og börnin litlu. Jeg ætlaði að taka eina mynd, sótti vjelina og færði mi| á annan s'tað til þess að hafa betra ljós. Jeg settist niður í hrúgu af fatnaði og tók tvær mynd- ir. Alt i einu hreyfðist klæðahrúg- an undir mjer og rauðlitaða tepp- inu var lyft upp. í ljós kom reift andlit gamallar konu, sem kvartaði með djúpri rödd yfir því, að maður skyldi setjast á liana. Mjer brá reglu- léga við og jeg afsakaði mig með mörgum kurteisum orðum. En það þýddi lítið fjölskyldan liló, þó ekki upphátt, að þessu en gamla konan hirti ekki um afsakanir mín- ac og breiddi aftur yfir sig teppið tautandi og noldrandi og hjelt svo áfram að sofa. Þvinæst tók jeg myndir úti. Nokkrir gestir komu. Þeir heilsuðu hvor öðrum með því að nudda nefjuhum saman á hátiðlcgan hátt. Anders Persson Blinde, en svo hjet Lappinn, sagði mjer að nokkur hundruð hreindýr væru eina dag- leið í burtu þaðan á fjöllum og að það að minsta kosti mundi taka tvo daga, ef jeg ætlaði að skoða þau. En þar eð tími minn var orð- inn mjög takmarkaður vegna skips- ferðarinnar heim, mátti jeg því miður ekki vera að því. Anders Persson spurði mig mikið um ís- land, meðal annars hvort þar væri til hreindýr. Jeg svaraði hon- um, að þar lifðu nokkur hundruð hreindýr villt á austurhluta lands- ins. Hann var mjög hrifinn að heyra það og fjekk mjer sýnishorn af lireindýramosa. Hann bað mig að skrifa sjer, hvort hann yxi á íslandi. Auk þess átti jeg að spyrja yfir- vöidin islensku, hvort Lapparnir gætu fengið ieyfi að flytja með hreindýr sín til íslands til að búa þar og skila jeg þessari lyrir- spurn hjer með tii rjettra hlutað- eigenda. — —• Meðan við töluðum saman fyrir framan tjaldið komu liu símaverka- tnenn að, sem voru að leggja nýja .síinalínu yfir Lönsdalsheiðina rjett fram hjá Lappa-tjaldinu. En þess- Framhald á bls. 10. Fjallvatn í Lapplandi. LandslagiS gœti veriS islenskt. Sumartjöld

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.