Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Page 6

Fálkinn - 07.05.1938, Page 6
li F Á L K 1 N N GESTURINN Smásaga eftir ANTON TSJEKOV. Selterskji skrifstofuþræll gat varla lialdið opnum augunum. (>11 náttúran var sofnuð. Fugl- arnir í skóginum orðnir hljóðir. Konan hans háttuð fyrir löngu og aðrar lifandi verur i húsinu sömuleiðis. En Selterskji þorði ekki að l'ara inn í svefnherbergið sitt, þó að hann fyndi vættarþunga á augnalokunum á sjer. Pereg- arinn nágranni hans var nefni- lega í heimsókn lijá honum. Hann hafði komið rjett eftir miðdegisverð og sat enn sem fastast, alveg eins og hann væri límdur í sófann. Með hásri þokulúðursrödd var hann að segja frá því þegar óði hund- urinn beit hann í fótinn, árið 1812. Þegar hann var búinn með söguna byrjaði hann á henni aftur. Selterskji var i öngum sínum. Hann hafði gert alt hugsanlegt til þess að losna við gestinn. Leit á klukkuna aðra hverja mínútu, kvartaði undan höfuðverk, var altaf að fara út og skildi gestinn einan eftir — en ekkert sloðaði. Of- urstinn skildi engar af þessum vinsamlegu bendingum og hjelt áfram að tala um óða hundinn. „Hann ætlar sjer víst að hanga hjerna til morguns, naut- ið að tarna“, hugsaði Selterskji bálvondur. ,.Meiri þorskurinn! Jæja, úr því að hann skilur ekki hálfkveðna vísu er best að jeg grípi til kjarnbetri ráða“. „Vitið þjer hversvegna jeg kann svo vel við mig í sveit- inni?“ spurði hann. „\ei, ekki get jeg giskað á það“. „Vegna þess að maður getur lifað eins og manni sýnist. Við förum á fætur klukkan tíu, borðum miðdegisverð klukkan um 3 og hátturn fyrir klukkan 11. Fari jeg seinna að liátta hefi jeg altaf óþolandi höfuð- verk daginn eftir“. „Það er skrítið .... Annars er það alt komið undir vana. Einu sinni kyntist jeg manni, Kjuskin nokkrum liöfuðsmanni. Jeg hitti hanh í Scliwartswald .... þjer vitið kanske ekki, að jeg hefi verið í Þyzkalandi? Það var rjetl eftir að hún tcngdamóðir mín sálaðist, Maria Orifjevna, hún þjáðist af nýrna- veiki . .. . “ Og svo fór hann að rausa um nýrnaveiki tengdamóður sinn- ai og og smelti í góminn. Klukk- an sló tólf —- hún varð bráðum liálf eitt, og enn sal hann og lagði út af nýrnaveikinni. Kald- ur svitinn spratt fram á enni Selterskji. „Hann skilur ekki fyr en skellur i tönnunum! Þetta er nautheimskt! Skyldi liann lialda asninn sá, að jeg hafi gaman af svona heimsóknum? Hvernig á jeg að losna við hann?“ „Segið mjer ofursti, hvað á jeg eiginlega að gera? Jeg er svo slæmur í hálsinum. Jeg var nefnilega svo vitlaus að heim- sækja kunningja minn, en börn- in hans liggja í barnaveiki. Lík- lega hefi jeg smitast. Jeg er handviss um, að jeg hefi fengið barnaveiki“. ,Það kemur fj’rir' sagði Pereg- arin og var liinn rólegasti. „Þetta er mjög alvarlegur sjúkdómur“, lijelt húsbóndinn áfram. „Og það er ekki aðeins að jeg veikist sjálfur, heldur get jeg smitað þá, sem nærri mjer koma. Barnaveikin er bráð-smitandi. Bara að jeg sýki yður ekki, lierra ofursti“. „Mig. Nei, það er engin hætta á því. Jeg hafi oftar en einu sinni komið í taugaveikisspít- ala án þess að smitast — og ætti jeg þá að smitast af yður? Nei, gömlum skörfum eins og mjer er ekki smitunarhætt. Við erum lífseigir þessir gömlu jaxl- ar. í herdeildinni minni var einu sinni gamall ofursti, sem hjet Trésbien.... af frönskum ættum. Þessi Trésbien. .. .“ Og nú sagði Peregarin frá, hve lífseigur þessi Trésbien var. Klukkan sló hálf eitt. „Afsakið þjer að jeg tek fram í, herra ofursti. Hvenær eruð þjer vanur að hátta?“ „Klukkan svona tvö til þrjú. En stundum kemur það fyrir að jeg hátta alls ekki, sjer- staklega þegar jeg er í .skemti- legum fjelagsskap eða þegar gigtin er að kvelja mig. 1 kvöld ætla jeg t. d. ekki að hátta fyr en klukkan fjögur, jeg lagði mig nefnilega góða stund áður en jeg fór að heiman. Annars get jeg ofurvel án svefns verið. í stríðinu kom það stundum fyrir, að mjer kom ekki dúr á auga vikum saman. Jeg skal segja yður eitt dærni. Herdeildin okk- ar var við Akalzk. . . .“ „Afsakið þjer, en hvað mig snertir fer jeg altaf að hátta ldukkan ellefu. Jeg verð að fara svo snemma á fætur, skilj- ið þjer“. „Auðvitað. Það á að vera svo gott fyrir heilsuna að fara snemma á fætur. En sem sagt: herdeildin okkar var við Akal- zk....“ „Jeg veit ekki hvað að mjer gengur“, tók húsbóndinn fram í. „Stundum fæ jeg kölduflog og stundum er jeg að stikna af hita. Svona er það altaf rjett á undan köstunum. Þjer vitið máske, að jeg fæ stundum æðisköst? Oftast um eittleytið á nóttinni. Þá suðar fyrir eyr- unum á mjer, jeg missi með- vitundina, stekk svo í háaloft og fleygi einhverju i hausinn á þeirn sem næstur er. Sjái jeg hníf þá þríf jeg hann. Sjái jeg stól lijá mjer þá kasta jeg hon- um. Og nú hefi jeg svona kulda- flog, eins og jeg er vanur að fá undan köstunum14. „Þetta var leiðinlegt ....... þjer ættuð að reyna að fá bót á þessu* ‘. „Jeg hefi látið marga lækna káka við mig, en árangurslaust. Þessvegna læt jeg nægja, að aðvara mína nánustu þegar köstin eru að koma“. „Það er einkennilegt. Ja, þeir eru margvíslegir þessir sjúk- dómar. Pest, kólera, krabba- mein. . . .“. Ofurstinn hristi höf- uðið og hugsaði.... Það varð þögn. -— „Það er best að jeg lesi hátt úr ritum mínum fyrir hann“, hugsaði Selterskji með sjer. „Jeg á enn hjerna í skrif- borðsskúffunni skáldsöguna. sem jeg samdi þegar jeg var í mentaskólanum. Kanske hún dugi á hann“. „Nú ætla jeg að koma með tillögu“, sagði hann. „Langar yður til, að jeg lesi svolítið fyrir yður úr bókinni minni? Jeg liefi skrifað liana í tóm- stundum mínum. Skáldsagan er í fimm bindum, með for- mála og eftirmála". Selterskji beið ekki eftir svari en spratt upp og dró upp úr skúffu gamalt og gult handrit, sem hjet: „Lygn vötn“. Skáld- saga í fimm bindum“. — Nú leggur hann á flótta!“ hugsaði Selterskji og blaðaði í æsku- smíð sinni. „Jeg ætla að Iesa þangað til hann grátbænir mig um að hætta. . . . ef þjer viljið hlusta á, herra ofursti. . . . “. „Með ánægju.... jeg vil gjarnan hlusta“. Selterskji byrjaði. Ofurstinn hagræddi sjer i sætinu setti and- litið í alvarlegar fellingar og bjóst til að hlusta samvisku- samlega....... Skáldsagan byrjaði á náttúru- lýsingu. Þegar klukkan sló eitt var húsbóndinn kominn að því að lýsa liöllinni, þar sem sögu- lietjan, Valentin greifi, átti lieima. „Það hlýtur að vera gaman að búa í svona höll“, andvarpaði Peregarin. „En hvað henni er snildarlega lýst! Jeg gæti selið hjer til æfiloka og hlustað á“. „Bíddu hægur!“ hugsaði Selt- erskji. Þú skalt ekki þola það til lengdar“. Klukkan hálf tvö hólst lýs- ingin á söguhetjunni. Klukkan tvö las Selterskji með sljógri draugarödd: „....Þjer spyrjið mig hvers jeg óska Jeg óska, að hönd yðar titri máttlaus í minni hendi, langt burt í fjarska undir hvelfingu suðurhimn- anna. Aðeins þar getur hjarta mitt slegið með meiri sæld undir dómkirkjuhvelfingunni. . . . Sál mína þyrstir í ást. . . . í ást. . . .“. „Nú get jeg ekki meira, herra ofursti.“ „Við skulum láta þetta duga núna. Þjer lesið afganginn fyrir mig á morgun. Nú skulum við tala dálítið saman.... Jeg heí'i ekki sagt yður ennþá hvernig fór við Akalzk ....“. Selterskji hneig máttvana aft- ur á bak í stólinn, lokaði aug- unum og lilustaði. „Jeg hefi rejmt allar leiðir“, hugsaði hann „Nú situr hann lijer til klukkan fjögur. Jeg vildi gefa hundrað rúblur til þess að losna við liann...... „A-lia! nú detlur mjer nokkuð í hug“. „Herra ofursti“, tók hann fram í. „Afsakið, að jeg lek fram í fyrir jrður á ný. Jeg ætla aðeins að biðja yður um að gera mjer svoútinn greiða. Jeg hefi haft margvísleg út- gjöld síðustu vikurnar. Og i augnablikinu er ekki nokkur eyrir til á heimilinu .... og jeg fæ enga peninga fyr en i lok ágústmánaðar .... hm. . . .“ „Það er orðið framorðið .... eh .... hm . . . .“ sagði ofurst- inn og ræskti sig. „Klukkan er bráðum þrjú! .... Hvað voruð þjer að segja?" „Mjer ríður á að ná í 2—300 rúblur. Þjer munuð víst ekki getað vísað mjer á neinn, sem gæti lánað mjer þær?“ „Hvernig ætti jeg að geta það? Eh . . hm .... Það er víst mál til komið fyrir yður, að fara að komast í háttinn .... Líði yður vel .... Og þakka yður fyrir gestrisnina. Viljið þjer lieilsa konunni yðar“. Ofurstanum lá alt í einu á og hann þreif húfuna sina og gekk til dyra. „Ætlið þjer að fara strax?“ tautaði Selterskji. „Jeg ætlaði að biðja yður .... af þvi að jeg veit hvað þjer eruð bón- góður .... Jeg vonaði ....“ „Á morgun! Nú verðið þjer undir eins að fara að hátta! Konuna yðar er víst farið að lengja eftir yður. Það væri lag- legt ef jeg sæti hjerna lengur. Nei, ekki til að tala um, góði vinur .... Liði yður vel. Og . . í rúmið!“ Peregarin tók í höndina á honum með súrsætum svip, setti upp einkennishúfuna og fór. bað eru fíeiri dýr en hestar Inmdar, hænsni og kettir, sem verða fyrir bílum. I Noregi hafa elgsdýr ol'ðið fyrir bílum og i Ameríku bæði þefdýr, preríuhundar og nöðr- ur. Fyrir kemur það líka, að viltir fuglar verða fyrir bílum, venjulega i myrkri er þeir blindast af ljósinu frá bílunum. Drekkið Egils-öl -------1

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.