Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Síða 12

Fálkinn - 07.05.1938, Síða 12
12 F Á L K 1 N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN‘? LEYNILÖGREGLUSAGA. Það er ekki hœgl að segja, að þetta sje sjerlega fullkomin skygging. En Proctor livað varð af honum? Hann var enn um stund í íbúðinni. Sv'o rak hann vinnukonuna út og hvarf úl í buskann. Ilvað segir vinnukonan? Hún fór til foreldra sinna í Acton og þar töluðum við við hana. Hún segir að þau hafi lmakkrifist en liefir ekki hugmynd um hvert frúin fór. Frúin hafði sagt henni, að hún skyldi láta hana lieyra frá sjer þeg- ar hún hefði þörf á lienni, en hún hefir ekki gert lienni nein skeyti ennþá. Stúlkan hefir lofað að gera okkur aðvart, ef hún fær brjefið. Hún lýsti fyrir okkur skarl- gripum frúarinnar, en lýsingin á ekki við neinn af því, sem okkur vantar. Engum dettur í hug að gefa ástmey sinni stolna skartgripi. Komið hefir það nú fyrir. Nær ekki nokkurri átt, sagði Gallowav. Hann selur þá og kaupir aðra handa lienni. Jæja, þjer um það, sagði Ashdown gramur. Jones elti hann þangað til klukkan 11 í gærkvöldi. Þá fór hann í einhleypingsibúðina sina og Jones hjelt að hann ætlaði að fara að hátta. En hann hefir farið út aftur og er ekki kominn enn. Og Jiann liefir ekki heldur verið á skrifstof- unni í dag. Á hvað veit það? Það má guð vita. Það var þessvegna sem jeg spurði, hvort tilkynt hefði verið mn nýjan þjófnað. — Þjer álitið að hann mundi hafa getað framið hann? Ekki fjarri sanni. En það getur líka verið að hann liafi komist á sporið eftir þessari kvensnift sinni og liafi elt hana til þess að gera upp viðskiftin við hana. Það er undir því komið hvað þau hafa verið að rífast um. Vinnukonan heldur að það hafi verið peningar. Það getur vel verið að þjer sjeuð á rjettri leið, Ashdown, sagði Galloway. En jeg hugsa að „Slippy Tibbs“ geti sagt okkur meira en hann hefir gert. „Slippy“ er ekki annað en einfaldur hnuplari. Hann er ekki við nein stórfyrir- tæki riðinn. Það getur verið, en hann er máske verkfæri stórbófanna. Jeg hefi altaf verið þeirrar skoðunar, að hjer sje ekki um einn einstakan mann að ræða. Það stoðar litið þó maður vissi það, sagði Asdown. Nei, ekkert getur stoðað yður, Ash- down. Þjer eruð í nákvæmlega sömu spor- um og þjer voruð fyrir hálfu ári. Áshdown nenti ekki að svara honum. Galloway sat kvr og góndi niður á gólfið en hjelt áfram: — Forstjórinn sagði mjer að tala við vður um þetta, og svo vildi hann að þjer kæmuð inn til sín. Jeg hugsa að hann ætli að biðja yður fyrir þetta peningafölsunar- mál frá Camden Town. Og þá verði jeg lát- inn taka við „Uglunni“. Jeg fæ kanske Colel með mjer. Nú, það var þetta sem á spítunni lijekk! Hann hafði verið óheppinn og nú átti að svjfta hann tækifærinu til að ná sjer niðri aftnr. Hann gat sjeð að Galloway var upp með sjer. Hann bjóst við að slá sjer upp á „Uglunni“. Jeg óska til hamingju, sagði hann stutt. Jeg þakka! Þjer látið mig náttúrlega fá öll plögg yðar í málinu. Og jeg verð að ráðfæra sig við yður öðru hverju. Ashdown kinkaði kolli. Það var ekkert við þessu að gera. — Jeg get ekki ábyrgst að jeg leysi úr málinu, hjelt Galloway áfram. Sum sporin eru orðin nokkuð gömul. En maður' gerir eins og maður getur. XIX. Heimboð í kaffi. Nora fjekk bráðlega staðfestingu á því, að Rert hafði rjett að mæla er liann sagði, að liinn fræga gest á hótelinu skorti ekki kvenmenn. Auðvitað þurfti ekki að vera neitt athugavert við það. En á gistiliúsi eins og Burling Tower hafði slíkt aldrei verið liðið. En þegar tigin gestur leigir dýra ibúð og hann býður við og við konu, sem á heima við hliðina á honum, til miðdegis- verðar hjá sjer, þá er það mál, sem enginn getur skift sjer af. Morguninn eftir sat Nora á bekk við gisti- húsdyrnar og var að reykja sigarettu, ei' stór bifreið kom akandi að dyrunum. Ein- kennisbúinn bilstjóri steig út og tveir af dyravörðum gistihússins tóku sjer stöðu sinn hvoru megin við bildyrnar, svo kom austrænn maður, sem Nora áleit vera einka- ritara maharadjains og gægðist inn i bíl- inn. Hann spurði um eitthvað og fór svo aftur. Nokkrum mínútum síðar kom hann úl úr gistihúsinu ásamt hinum konunglega húsbónda sínum og dömu. Það var talsvert mannmargt fyrir utan gistihúsið og allir horfðu á konuna. Nora lika. Ekki var hægt að neita því að hún var mjög fríð sýnum. Ef hvítt hörund verk- ar mjög á austurlandabúa þá var hún á- reiðanlega tilvalin. Hún var björt yfirlit- um með blá augu og ljósgult hár. Hún ljet sem hún sæi ekki áhorfendurna en brosti í sífellu til maharadjains. Þegar vagnhurð- ipni var lokað og einkaritarinn hneigði sig en dyraverðirnir stóðu teinrjettir í virðingar skyni, tók hún í höndina á maharadjain- um og hvíslaði eitthvað, sem ekki var öðr- um ætlað en honum. Hann er þá búinn að ráða i stöðuna! Það var einhver sem stóð bak við Noru, sem sagði þetta. Og hún þekti röddina. Jeg hjelt að við hefðum orðið sam- mála um, að þjer skvlduð ekki ávarpa mig, sagði hún. Alveg rjett. En það gildir ekki þegar svona stendur á. — Jeg skil ekki hvernig getur staðið á því ? — Nei, þegar hetjan strýkur með annari slúlku þá er öðru máli að gegna. Og þá getur það komið sjer vel fyrir yður að fá gott ráð. — Jeg hefi sagt yður, að jeg er hjer vegna starfa míns. Og nú heimta jeg að þjer trúið mjer, hvíslaði hún. Jeg geri ráð fyrir að Gwen Harrier sje hjer vegna starfa síns líka, sagði hann. Gwen Harrier? Þekkið þjer hana? Hún gat ekki að sjer gert að snúa sjer og líta til hans. é Já, hún er ekki innfhitningsvara frá Austurlöndum en ósvikin framleiðsla Vest- urlanda. Það var út af henni sem mjer fanst jeg mega til að tala við yður. Heyrið þjer, Nora, getum við ekki samið vopna- hlje dálitla stund og talað saman eins og gamlir kunningjar? — Hvað nú? spurði hún og tónninn var ekki mjög afundinn. Ritstjóri yðar hefir sent yður hingað lil þess að kynnast maliaradjainum og skrifa um hann. En er það nokkur kvenna- starfi? Þjer hafið nú sjeð hverskonar mað- ur hann er. En það er ekki liægt að víta hann fyrir það — hann er svona uppalinn. Jeg skil ekki hvað þjer eigið við? Jæja, gefið þjer mjer þá gott ráð. Það er Gwen Harrier sem jeg er að hugsa um. Þjer þekkið víst Hump Proctor? Já, svo á það að heita. - Nú hann hefir verið mikið með þessari stúlku og nú er mjer sagt, að þau sjeu órð- in óvinir. Hann er alstaðar að leita að henni. Á jeg að segja lionum hvar liún er niður komin? Eða á jeg að segja henni, að hann þurfi endilega að finna hana? Eða á jeg hvorugt að gera? Hvað gerir hann ef hann finnur hana? Humph er mesta gæðablóð. En inni í innstu fylgsnum hans er djöfull, og hann gæti gripið til örþrifaráða ef liann misti stjórnina á sjer. Ef hann hitti Gwen hjer með þessum austurlandapeia þá mundi ef- laust fara í liart. Nora hugsaði sig svolitið um. Jeg held það sje best að þjer látið hann ekki vita neitt, sagði hún. Að vísu gæli orðið úr því gott efni fyrir mig, en jeg kann ekki við það saml. Hann finnur hana varla hjerna sjálfur. Mjer finst þjer ættuð ekki að gera neitt. Veit hún að þjer eruð vinur Proctors? Jeg hefi verið kyntur henni, en hún man líklega ckkert eftir mjer. Þjer skuluð ekki vera viss um það. Ef hún sjer yður þá verður hún líka vör um sig. Hún umgengst alls ekki hina gest- ina. — Nei, vitanlega er hún eins og kanarí- fugl i búri. Hún spilar ekki tennis og hún svndir ekki. Maharadjainn kann að velja konur, hverja til síns brúks. Nora ljet sem hún skildi ekki sneið- ina. Hún var að hugsa um annað. Val! sagði hún eins og ósjálfrátt. Ef jeg fer á burt, viljið þjer þá fara líka? Eigið þjer við að við eigum að flýja saman? Þetta kemur svo óvænl. Þjer vitið hvað jeg meina. Það efasl jeg um. Góða Nora, þegar jeg hefi tekið að mjer verk þá lýk jeg við það. En af því að það eru horfur á, að við verðum bæði atvinnulaus fyrri liluta dagsins þá sting jeg upp á að við förum i golf. Mjer er sagt að brautin við Parkstone Links sje ágæt. Hún svaraði ekki strax. Þegar hann tal- aði svona gat hún ekki reiðst honum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.