Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N nrfndi Parnell, r.ð þeir sjeu báðir ákveðnir til framboðs af flokkmim við næstu kosningar. Hins vegar ráðleggur hann Willie, er þeir eru farnir af fundi Parnells, að hann skuli reyna að koma sjer í kunn- ingsskap við Parneil vegna hinna miklu áhrifa hans i írskum stjórn- málum og vinna sjer traust hans. Willie svarar því, að hann ætli að láta konuna sina bjóða Parnell til miðdegisverðar á sveitasetri hennar i Eltham. Litlu síðar er Parnell látinn laus og tekur upp baráttu sína á ný fyrir heimastjórn sem foringi írska flokksins í neðri mál- siofunni. Hin fríða eiginkona Willies, Katie O’Shea, kemur til London ásamt frænku sinni. Hún vill skilja við mann sinn, því að henni þykir ekkert vænt um hann, en hann vill . ekki veita henni skilnaðinn. Hann þvingar hana til að hjálpa sjer að koma í kring ýmsum pólitiskum brellum, og nú ú hún að hjálpa hon- um til að ná vináttu Parnels. Katie býður nú hinum þekta leiðtoga til miðdegisverðar, og Parnell tekur boðinu með þökkum, því að hin unga frú varð honum harla hugþekk strax þegar hann sá hana. Hann tekur því boðinu me.ð þökkum. Lengra skal efni myndarinnar ekki rakið, en nú hefst áhrifamesti þátt- ur myndarinnar, hörð og flókin viðureign hiilli hins heiðarlega og . mikilsvirta foringja og hins hug- sjónalausa stjórnmálavindbelgs, sem hugsar einungis um eigin metorð. Hinir ágætu leikarar Clark Gable og Myrna Loy fara meistaralega með hlutverk sín i þessari stórmerku mynd. IJáll Einarsson, fyrv. hæstarjett- ardómari, verður 70 ára 25. þ. m. GAMLA BlÖ Parnell (Ókrýndi konungur íra). Stórfengleg söguleg kvikmynd frá Metro-Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: MYRNA LOY og CLARK GABLE. Sýnd hráðlega! Myndin Parnell, sem Gamla Bíó sýnir bráðlega, er að nokkuru leyti söguleg kvikmynd, einn þáttur úr sögu hinna pólitisku viðskipta íra og Englendinga ú dögum Glad- stones, er írar börðust fyrir heima- stjórn og viðfrægara frelsi sjer lil lianda en þeir áður höfðu. Myndin hefst árið 1880, er hinn tignaði og ástsæli foringi íra, kemur heim til ættlands síns eftir dvöl í Ameríku. Litlu eftir heimkomu sína er hann tekinn fastur fyrir „uppreisnarkend ummæli“ og settur í fangelsr. í fangelsið fær hann heimsókn tveggja manna. Annar þeirra er pólitiskur vindbetgur, Willie O’Shea að nafni, en hinn maðurinn er O’Gorman Mahon liershöfðingi og einn af mtðlimum írska flokksins undir forustu Parnells. Tjáir hinn síðar- Síra Friðrik Friðriksson, K. F. U. M., verður 70 ára 25 þ. m. Arni Sveinsson, fyrrum kaupm. frá Isafirði nú á Laugav. 79, véfður 80 ára 27. þ. m. og Emile Zola, sem Nýja Bíó sýndi á dögunum. ----- NÝJA BlÖ. - Timglskinssónatan. HEIMSFRÆGUR KVIKMYNDALEIK- ARI. Myndin er af hinum heimsfræga kvikmyndaleikara Paul Muni ásamt konu hans og er tekin í Kaupmanna- höfn ekki alls fyrir löngu, er þau hjónin voru á skemtiferð um ýms lönd Evrópu. Hinn snildarlegi leik- ur hans er einnig þektur hjer á landi m. a. úr myndunum af Louis Pasteur Stórfengleg og hrífandi ensk- tónlistarkvikmynd. Aðalhlutverk- ið leikur og spilar frægasti píanósnillingur heimsins IGNACE JAN PADEREWSKI. Leikurinn fer fram á sænskum herragarði. í myndinni spilar Padereivski Tungsskinssónötuna eftir Beeth- oven, Ungverska Rhapsodi nr. 2 eftir Liszt, Revolution Polonaise eftir Chopin og Menuett eftir Paderewski. Þetta er tvímælalaust lang merkilegasta tónlistarkvikmynd sem gerð hefir verið til þessa dags. Sýnd bráðlega! Það er dásamleg tónlistarmynd, sem Nýja Bió sýnir bráðlega, hljóm- list og söngviðburðir tengjast samajt í áhrifamikía heild með píanósnill- inginn og tónskáldið, fyrrverandi forseta Póllands, Paderewski, sein sameinandi kraft og höfuðpersónu. Myndin hefst með því, að maður sjer og heyrir Paderewski leika á píanó á hljómleikum í Stokkhólmi, fyrst fræg lög eftir Chopin, þa Liszt, sjer hann sitja við píanóið, fylgir löngum og mjóum spilafingr- um hans yfir nóturnar og lifandi breyfingum hans, — þetta eitt út nf fyrir sig er hreinasti viðburður, — virðir fyrir sjer gáfulegt andlit hans, fallegt og elskulegt undir silf- urhærum, sjer margvislegar svip- breytingar hans, heyrir hinn glæsi- lega flutning hans, hvorttveggja í senn voldugan og skáldlegan. — Eftir hljómleikana segir Paderewski frá viðburði, sem kom fyrir hann fyrir nokkurum árum, hvernig það vildi til, að hann gerði tvö ung- mcnni pilt og stúlku hamingjusöm með því að spila fyrsta hlutann al' tunglskinssónötu Beethovens. Það sem næst fer fram í myndinni ger- isl ú herragarði í Svíþjóð, þar sem Paderewski kemur bókstaflega eins og af himnum sendur, því að flugvjel hans verður að nauðlenda rjett hjá liöllinni. Með honum er aðstoðar- maður lians og auk þess þriðji mað- ur, leikinn í ]jví að tæla konur. Hann veiðir hina ungu lieimasætu á herragarðinum í net silt. En Eric, ráðsmaðurinn á herragarðinum, sem elskar meyna, tekst að sýna fram á, að hinn óþekli maður sje giftur og óþokki í þokkabót. Hin unga mær vill trauðlega trúa þessu, en við hina dásamlegu tóna tunglskinssón- ötunnar hjá Paderewski sjer hún, að það er í rauninni Eric, sem hún elskar, og þannig tekst hinum gamla listamanni að sameina í annað sinn unga elskendur með töfravaldi tón- anna. Frh. á bls. 15. FRÆGASTI KVENRITHÖFUNDUR FINNLANDS.i Myndin er af hinni frægu finsku skáldkonu Sally Salminen, sem getið hefir sjer mikla frægð fyrir söguna „I<atrina“, sem íslenskir útvarpshlust- endur kannast við, þar sem hún var notuð fyrir útvarpssögu hjer í vetur. Móðir skáldkonunnar er á myndinni með henni. * Allt meö ísleiiskmn skipuiii!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.