Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Tvær fhiffur ú lofti. Til hægri á myndinni sjást þeir Agnar-Kofoed-Hansen flugmálaráðunautur og Guð- brandur Magnússon forstjóri. Fyrsta flugmót á íslandi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Því skyldi maður ekki tala um veðrið fremur en svo margt annaö. Langmestur hluti landsmanna á ör- lög sin að meira eða minna leyti undir veðrinu, bæði sumar og yetur Veðrið er hið síbreytilega náttúru- afl, sem gerir eitt í dag og annað á morgun, sem engum stendur á sama um og sem aldrei er hægt að vita um fram í tímann, svo örugt sje. Veðrið er dutlungafullur harð- stjóri sem gefur og tekur, það er vinur og óvinur, sem klappar á kinn- ina eða gefur utan undir, eftir því hvernig það er tekið. Fyrir löngu hefir veðrið fengið á sig persónugerfi. Hann rignir, hann er á norðan, hann er að hvessa. Menn lifa í sífeldum áhyggjum útaf honum, sem öllu árferði ræður. Undir honum er það komið hvernig tekst að afla heyjanna og hvernig þau endast. Hann ræður livort gef- ur á sjó á morgun eða livort hægt er að þurka hey og l'isk í dag. Dagur kemur eftir nótt og sumar eftir vet- ur — það er áætlun, sem náttúrulög- málin hafa sett og helst um aldir alda. En veðrið hefir enga áætlun og er engum lögum háð. Það gælir við bóndann að morgni og narrar hann lil að breiða og snoppungar hann svo með hellidembu upp úr hádeginu, eyðileggur dýrt dagsverk — mörg dýr dagsverk. Verksmiðjufólk og iðnaðarmenn sem vinnur undir þaki og' hefir sömu handtökin suinar og vetur á lítið undir veðrinu. En þetta fólk er í rauninni svift merkilegum viðskilt- um við sjálfa náttúruna. Því að livað sem öðru líður skapa umhleypingar veðráttunnar merkilega og holla til- breytingu í lífi þjóðarinnar og kjör- um hennar. fslendingar sem kæmn til staðviðrislandanna mundu eflaust kunna breytingunni illa, reglubundn- um rigningatíma og þurkatíma á víxl og að jafnaði sömu veðráttu dag eftir dag. íslensk veðrátta er líklega eins- dæmi. Vegnh stöðu landsins á hnett- inum og á mótum heitra og kaldra hafstrauma er íslensk veðrátta eins óstöðug allan ársins hring og hún er i aprílmánuði í nokkru suðlægari löndum, þegar mætast átök sumars og vetrar. Jafnframt eiga fáar þjóðir eins mikið undir veðrinu og íslend- ingar. Atvinnuvegur þeirra byggist á nánara samstarfi við náttúruna en annára þjóða og þeir geta ekki ineð nokkru móti gert sig óháða veðr- áttunni. Það er þvi ekki nema eðli- legt að þeir tali um veðrið. Við það eign þeir mest skiftin, hvort sem er. Fyrir fáum áratugum skrifaði rithöfundur einn, Jules Verne Itók eina, er þýdd var á íslensku undir nafninu: XJmhverfis jörð- ina ú 80 döffum. Bók þessi vakti á sihum tíma mikla athygli, — en er nú löngu gleymd flestum, — einkum fyrir það hve mikið hugarflug var í henni. Og að láta sjer detta i hug, að hægt væri að komast kringum jörð- ina á 80 dögum — gat engum dottið í lmg nema skýjaglópum, er ekki var mark á takandi. — En það hefir nú verið svo upp á síðkastið, að framfarirnar á sviði tækninnar og þá einkum hvað snertir samgöngur allar, hafa verið svo örar, að marga rekur i rogastans. Og þegar nú Bandarikjamaður flýgur um- hverfis linöttinn á tæpum fjór- um sólarhringum í þessum mán uði, þá eiga menn engin orð. Flugsamgöngurnar eru húnar að þurka út íjarlægðirnar á jörðinni má heita, og eiga þó eftir að gera það enn betur, þvi að þegar litið er til þess hve skamt er síðan flugtæki komu til sögunnar, þá verður ekki annað sagt en að þau sjeu enn- þá i bernsku. Frá alda öðli hefir það ver- ið draumur mannkynsins að fljúga. Sá draumur þess hefir fengið útrás í æfintýrum og þjóðsögnum. Öll þekkjum við sögnina um töfraklæðið: — „Fljúgðu nú, fljúgðu nú klæði“. Og þá liafa margir lesið æfin- týrið hans H. C. Andersen: Fljúgandi koffortið og áfram mætti telja. — Fuglarnir, sem liðu á ljettum vængjum um himingeiminn vöktu þrá i barmi mannanna um að mega líða um loftsins höf. Það kostaði kyn- slóðir að bíða uns þráin varð uppfylt. Það eru fyrst við nú- timamenn, sem sjáum liana ræt- ast. — Það er mikið talað og ritað um flugmál lijer á landi. Og ekki að ástæðulausu, að hjer sje mikill áhugi fyrir því, að þau megi eflast, þar eð við Is- lendingar búum við verri sam- göngur á sjó og landi en flesiar aðrar þjóðir, þó að mikið hafi miðað áfram í þvi efni á sið- ari árum. Tilraunir hafa verið gerðar með flug hjer á landi fyr en nú, en þær hafa verið af vanefnum gerðar og skilningur minni fyrir þeim en nú. Og eiga þeir menn miklar þakkir skild- ar, er fyrst vöktu menn hjer til umhugsunar um þessi merki- legu mál. Mun þá lielst mega nefna tvo menn í því sambandi, þá Garðar Gíslason stórlcaup- mann og prófessor Alexander Jóhannesson. Það var honum mest að þakka, að „Luft Hansa“ vjelarnar voru lijer í gangi fyr- ir nokkrum árum. En reynsla sú, er fjekst í samliandi við þær sannaði að flugsamgöngur eiga framtíð hjer á landi. — Það er óhætt að fullyrða, að aldrei hef- ir verið jafn brennandi áhugi fyrir flugi á íslandi og ein- mitt nú, og mun mega þakka það að verulegu leyti hinum unga og djarfa flugmanni, Agn- ar Kofoed Hansen. Hann liefir nú verið skipaður flugmála- ráðunautur og má vænta hins besta af starfi hans. Hann liefir kent hjer flug og fengið sjer til aðstoðar þýska flugmenn. Þar á meðal Carl Reichstein, er dó nýlega með sviplegum hætti. Ennfremur aðra þrjá er nýkomnir eru hingað til lands- ins — Baumann, Ludwig og Springbock. —- Hafa Þjóðverjar sýnt íslendingum hina mestu hjálpfýsi og skilning á flug- málum þeirra, með því að senda þessa ágætu flugmenn liingað án nokkurs endurgjalds. Um nokkurn tíma undanfar- ið hafa flugvjelarnar, þær ís- lensku og þær þýsku, er flug- mennirnir tóku með sjer, verið við æfingar upp á Sandskeiði Framh. á bls. J'i. Að ofan: Flugvjelarnar í röð á Sandskeiðinu á undan sýningu. Að neð un: Ein flngan tilbnin að taka sig upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.