Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 5
F Á L Ií I N N 5 ' ráðið sýningunni, því að þang- að komast Kaupmannahafnar- búar með sporvagninum fyrir fáeina aitra og þar var nóg landrými til þess að koma öllií fyrir án þess að þröng yrði. Því að nóg varð að liafa rúmið og veitti þó ekki af, því að suma dagana komu hátt á annað hundrað þúsund manns á sýn- inguna. En þá tíu daga sem hún var opin komu þangað nær ein miljón manna og er það mesta aðsókn, sem verið liefir að nokkurri sýningu i Kaupmanna- höfn fyr og síðar, enda fór svo, að allur liinn mikli kostnaður við undirbúninginn fjekst end- urgoldin og meira en það, svo að ekki þurfti að girípa til trygg- ingarfjár þess, sem handbært var. Gesiirnir borguðu sýning- una sjálfir. Stóð sýningin tíu daga og hófst 17. júní en var opnuð formlega 18. júní. Þarna var fyrst og fremst gripasýning og mátti sjá þar öll lielsu verðlaunadýr þjóðar- innar frá síðustu árum, naut og kýr, liesta, svin og alifugla. Tvö naut vöktu mesta atliygli allra gripa á sýningunni Og lieita þau „Höjager Nakke“ og „Dan Höj- ager“. Hið síðasta fjekk heið- ursverðlaun konungsins. Sjer- stök sýning var á mjólkurbúi, slátrunarhúsi og öllum áhöldum til búskapar, sem nöfnum tjáir að nefna. „Himmerlands Eg“ heitir kynbótahesturinn, sem fjekk verðlaun konungs. Þótti það einn skemtilegasti þáttur sýningarinnar, er allir hestar og nautgripir sýningarinnar voru leiddir í „skrúðfylkingu“ fratn- hjá konungi og eiga slíkar skrúð göngur dýpri rætur í þjóðinni en hermannaskrúðgöngur. Vitanlega var sjeð fvrir skemt- unum á sýningunni. Þar voru allskonar tæki til skemtunar og daglega einliverjar samkomur, en mest kvað þó í þessu tilliti að útileikhúsi, þar sem sýnt vaf á kvöldin leikrit er samið hafði verið fyrir tækifærið, um af- nám átthagafjötursins — „Ske Bonden hans Ret“ hjet það. — Hafði leikarinn Svend Methling forstöðu leiksins. Þarna voru og daglega hljómleikar, ræðuhöld, danssýningar og allskonar sögu- legar sýningar. Og landbúnað- arþing var lialdið í sambandi við sýninguna. Útvarjjshlust- endur fóru heldur ekki varhluta af þessu merkisafmæli í sögu bændastjettarinnar, því að svo mátti heita að ekki væri hægt að stilía útvarpstæki á danska stöð allan júnímánuð, að ekki væri á dagskrá eitthvað i sam- bandi við afmælið. Það má nærri geta að mann- kvæmt var í höfuðstaðnum sýn- ingardagana. Bæði var fjöldi útlendinga staddur í borginni og þó einkum gestkvæmt áf hálfu bænda utan af landsbygð- inni. Túgir þúsunda af fólki lágu í tjöldum á stöðum þeim, Landbúnaðarráðherrar þriggja norðurlandaþjóðanna, sem komu samun á fund í Kaupmannahöfn meðan sýningin stóð. Frá vinstri Ystgátd landbúnaðarráðherra. Noregs. Pehrsson-Bramstorp frá Svíþjóð og Bord- ing landbúnaðarráðherra Dana. Kynbótahesturinn „Himmerla-nds Eg“, sem vann verðlann konungsins. sem tilteknir höfðu verið til tjaldstæða og höfðu margir komið í bifreiðum sínum, svo að bifreiðarnar kringum sýning- arsvæðið skifti tugum þúsunda. En Hafnarbúar notuðu spor- vagnana svo ósleitilega, að tekj- ur sporvagnafjelagsins urðu um þriðjungi meiri þessa tíu daga en sömu tíu dagana í fyrra. Til dæmis um mergðina á sýningunni má getá þess, að ekki leið nokkur dagur svo, að fólk týndi ekki börnum sínum á sýningunni. — Stöðvar lög- reglunnar og björgunarfjélag- anna höfðu nóg að gera að hirða vanskilabörn og auglýsa þau undir „Tapað-fundið“ í sýningarútvarpinu. Og eftir síð- asta sýningardaginn voru lög- reglumenn önnum kafnir við það alla nóttina að koma krökk- unum heim til sin. Foreldrarnir voru í fasta svefni og settu ekki fyrir sig þó börnin týndust — þau vissu, að lögreglan mundi koma þeim til skila. Það var besta veður flesta sýningardagana og jók það vit- anlega á aðsóknina. En annars hafði sýningin veúið auglýst rækilegar fyrirfram en flestar innanlandssýningar og það rjeð auðvitað mestu. Máttur auglýs- ingarinnar er rnikill. í blaðinu „The Torch“ í Banda- ríkjunum stóð svolátandi klausa: „Fyrir sjö árum hengdi bóndi í Iowa jakkann sinn af sjer nálægt fjósinu. Kálfur einn hafði fariS að snuðra þarna og gleypti gullúr, sem var í jakkavasanum. í síðustu viku var þessum grip slátrað og fanst þá úriS. Það hafði lent milli lungnanna á skepnunni þannig, að það drógst upp þegar hún andaði að sjer og frá. Úrinu hafði seinkað um fjórar mínútur þessi sjö ár“. — Þú ræður hvort þú trúir því. Gríski kennarinn Porson kunni rit Mitons utanað og gat lesið þau upp bæði áfram og afturábak. La Croze gat lesiS upp 12 visur á 12 mismun- andi tungumálum, er liann hafði heyrt þær einu sinni. Gambetta gat þulið. alla Rutarbók, aftur á bak og áfram og sömuleiðis verk Victors Hugo og Osiians. Frú Irmgard Bruns í Berlín giftist fimm sinnum. Allir eiginmenn henn- ar frömdu sjálfsmorð. Kyrus Persakonungur mundi nafn- ið á hverjum einasta hermanni i liði sinu utanaS. Og Þemistokles gat ávarpað alla 20.000 íbúa Aþenuborg- ar með skírnarnafni þeirra, Bóndi austur í sveitum átti 130 ær og liafði skírt þær allar og mundi nöfn þeirra og þekti lömbin undan þeim á haustin á svipnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.