Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Konungur opnar landbúnaöarsýninguna á Bellahöj. Við hlið hans sjást Ingiríður krónprinsessa og krónprinsinn. eins og kunnugt er var hann at- liafnalítill og á stundum ekki með öllum mjalla, en liinn ágæti stjórnmálamaður A. P. Berns- dorf rjeð mestu i landinu; var það víðsýnn maður og næsta frjálslyndur og' næstu árin efl- ir afnám bændaánauðarinnar var margt gert til þess, að rjetta danska landbúnaðinn við. En sú viðreisn fór liægt. Á fyrri hluta síðustu aldar urðu ekki verulegar framfarir í land- búnaðinum danska. Það er fyrst eftir stríðið við Þjóðverja 1864 og missi hertogadæmanna að bændastjettin danska hefsl til vegs, fyrir liina stórmerku for- göngu Tietgens, Dalgas og ann- kepni við rússneska kornið, og öll áhersla lögð á framleiðslu mjólkur og kjöts. Samvinnu- mjólkurbúin unnu smjör og osta úr mjólkinni og vönduðu afurðirnar svo, að þær feiigu vissan markað í Englandi og Þýskalandi. Og samvinnuslátur- búsin tóku við svínunum og' nautunum og gerðu útflutnings- vöru úr ketinu. Eggjasamlög- in tóku við eggjunum og komu þeim á markaðinn. Danskar landbúnaðarafurðir hlutu lieims frægð og afkomendur ánauðugu bændanna voru orðnir fyrir- myndar-bændur, sem ráku bú- skapinn á strangvisindalegum grundvelli, bættu bústofninn og Frá bændaánauð tii Bellahöj ‘TVENNIR eru tímarnir! mega A danskir bændur segja. Fyrir 150 árum voru þeir þrautkúg- aðir og ófrjálsir aumingjar — i dag er danska bændastjettin fyrirmynd allra lieimsins bænda og rekur landbúnaðinn á full- komnari hátt en nokkur önnur þjóð og Danmörk er eitt þraut- ræktaðasta landið í veröldinni. Það er því ekki að ófyrir- synju, að danskir bændur mint- ust þess nú í sumar, að 150 ár voru liðin siðan þeir urðu nokk- urnveginn frjálsir menn, þó að vitanlega væri frelsið fremur i orði en á borði fyrstu árin. En árið 1788 var hinn illræmdi átt- hagafjötur afnuminn — það frels isboð rak svo að segja afnám hinnar algerðu verslunareinok- unar á Islandi. Og i einolumar- ákvæðunum hafði það verið eitt, um skeið, að menn máttu ekki versla nema i ákveðnum stað. En þeir máttu þó flytja búferlum. Danskt bændafólk var það ver sett, að það mátti ekki flytja búferlum — það varð að hýrast þar sem það var komið. Bændur og bænda- synir voru því í raun rjettri ánauðugir þrælar. Bændaánauðin hvíldi eins og mara á dönskum bændum í 55 ár, frá 1733 til 1788. Uppruna hennar má rekja til herskyldu- ákvæðanna í landinu. Með til- skipun frá árinu 1701 bafði ljensgreifum og óðalsherrum verið fyrirskipað að liafa jafn- an til taks ákveðinn fjölda vopn færra manna, ef konungurinn þyrfti á að halda til hernaðar. Þetta notuðu óðalsherrarnir sjer svo til þess, að banna landset- um sínum að flytja á burt af jörðunum og kváðust að öðrum kosti ekki gela liaft vissu fyrir, að nægilegir hermenn væru fyr- ir hendi í þeirra umdæmi. Var þetta vitanlega algerlega ólög- legt. En ljensherrunum tókst að fá konunginn til að staðfesta þetta. Kristján konungur VI. endurreisti landherinn með til- skipun 1733, er verið liafði af- nnminn þremur árum áður og nú urðu það ljensherrarnir, sem fengu hin eiginlegu her- skylduvöld í liendur. Þeim var i sjálfsvald sett að gera hvaða menn í umdæmi sínu sem þeir vildu herskylda, á aldrinum 14 —36 ára og samkvæmt þessum lögum var hverjum bónda eða vinnumanni, sem var á her- skylduskrá, bannað að flytja á burt úr umdæminu. Árið 1741 var aldurstakmarkið lengt, svo að nú voru allir átthagáfjötrað- ir á aldrinum 9 til 40 ára og 1764 komust drengir undir átt- hagafjöturinn fjögra ára. Gallarnir á þessu skipulagi komu bráðlega i ljós. Fyrst og fremst var það i fylsta máta ómannúðlegt og í rauninni eins- konar þrælabald. Og í öðru lagi beittu margir óðalsherrar þessa fjötruðu þegna sina liinni mestu harðneskju, — þeir vissu sem var, að þeir gátu ekki lilaupið úr vistinni, bversu illa sem með þá var farið. Og nærri má geta hver ábrif þessi ánauð hefir liaft á bændurna sjálfa. Þeir mistu allan hug til viðreisnar, þeir vissu að þeir gátu aldrei eignast neitt og að þeir voru ekki annað en vinnu- dýr. Þetta mikla þjóðfjelags- mein varð þess og valdandi, að öllum landbúnaði hnignaði slór- uin og alt gekk á trjefótum. Bændaánauðin er eitt ömurleg- asta hnignunarskeiðið i sögu Damnerkur. Frjálslyndir menn kváðu upp úr uin þessa óhæfu en þó hefði tæplega verið tekið mark á orð- um þeirra, ef aðrir hefðu ekki einnig sjeð, að alt var að sigla í strand. Ög árið 1788, hinn 20. júní voru átthagafjötrarnir loks afnumdir og. nýtt timabil hefsl í sögu Dana. Þá var Christian VII. konungur í Darímörku, en ara ágætismanna. Þá kvað við kjörorðið: „Það sem út á við tapaðisl skal endurheimt inn á við“. Samvinnan i landbúnaði, sem danskir bændur voru liöf- undar að, kemst nú á l'ót og eflist, og búnaðarháttunum er gerbreytt. Áður bafði verið lögð allmikil áhersla á kornrækt. Nú var horfið frá • henni því að kornið danska stóðst ekki sam- jarðirnar og hagnýttu alt svo sem frekasl var unt. Það var þessi framför, sem sýnd var á iandbúnaðarsýning- unni á Bellahöj við Kaupmanna- liöfn í júli. Bellahöj er lítill búgarður við feispebjerg, í út- jaðri IÝaupmipnnahafnar og þann stað valdi landbúnaðar- Frá opnun landbúnaðarsýningarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.