Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNCS/W U/SNMNtHIR CC Mjallhvít og dvergarnir sjö Jeg hefi áður sagt ykkur frá Walt Disney,, ameríkanska teiknaranum fræga, sem býr til skritnu teikni- myndirnar, sem sýndar eru á bíó, og sem mörg af ykkur þekkja. Það er maðurinn sem bjó til Mickey Mouse, Fluto, Duck og hvað þær nú allar heita. Núna nýlega hefir Walt Disney vakið á sjer athygli og það er talað um hann um allan heim. Ástæðan er sú, að hann hefir fullgert lengstu teiknimyndina, sem nokkurntíma hefir verið gerð í heim inum og er vitanlega dýrust allra teiknimynda sem til eru. Það hristu margir höfuðið þegar Walt Disney og þeir 600 teiknarar, sem hann hefir i þjónustu sinni byrjuðu á þessári risavöxnu kvik- mynd, og sogðu að þeim mundi aldrei vinnast tími til að fullgera hana. En nú er myndin fullgerð og hefir fengið afar mikið lof þar sein hún hefir verið sýnd. Þessi kvik- mynd heitir „Mjallhvít og dvergarn- ir sjö“ og byggist á hinu fræga æfin- týri eftir Grimm, sem þið eflaust hafið heyrt. Hjerna á myndinni sjáið þið átta aðalpersónurnar í mynd- inni, og hún hefir kostað um tvær miljónir dollara. En auk þessara persóna koma frain í myndinni alls- konar fáránlegar skepnur og vervir, sem Walt Disney hafa dottið í hug, og sem ekki eru nefndar í æfin- týrinu. Ofnrlítið gamangáta. Reyndu að leggja þessa spurningu fyrir kunningja þína og segðu þeim að svara henni fljótt, án þess að hugsa sig lengi um: „Bróðir föður þíns er t'rændi þinn, en systir frænda þíns er ekki altaf frænka þín, — hvað er hún þá“? Svarið er: Móðir þín! En þó skrít- ið sje þá vefst það fyrir mörgum, ef þeir eiga að svara þvi fljótt. Pali Racs, frægur ungverskur fiðluleikari átti 48 syni og urðu þeir allir kunnir fiðluleikarar. Doopey — mdllausi dvergurinn. Sjerstaka athygli hefir einn af dvergunum sjö vakið í myndinni. Sá dvergurinn er mállaus, en sýnir alt sem honum liggur á hjarta með allskonar merkjum og tiltektum. Hjerna eru tvær myndir af honum. Það er mjög sennilegt að þessi dverg ur eigi eftir að koma fram i ýms- um fleiri kvikmyndum, eins og sum- ar af persónum Disneys, sem fólk- inu liefir geðjast vel að. Fangar lamafólkslns, Fiðiumeistarion framlialdssaga með myndum. 4. kafli: Musterisborg Titra-Lama. 10. Madigan og Jolin veittist ekki sjerlega erfitt að rekja sig áfram gegnum jarðgöngin, því að augu þeirra vöndust smátt og smátt myrkr inu. Göngin voru höggin sljétt i botninn qg hjer og hvar voru höggnir básar inn i veggina og týrði þar á litlum grútarlömpum. Báðir sterku varðmennirnir gengu alt af á eftir feðgunum, auðsjáanlega til þess að gæta þess að þeir reyndu ekki að flýja til baka. 11. Þegar fangarnir og gæslumenn þeirra komu i botn á jarðgöngun- um var þykt flókatjald dregið til hliðar — og John Madigan fengu ofbirtu í augun þegar þeir sáu það, sem blasti við þeim, er þeir komu úr jarðgöngunum inn í tiglaflórað- an forgarð, umkringdan af háum súlum með hinum merkilegustu á- letrunum. Þarna í l'orgarðinum var fult af fólki, sem auðsjáanlega var að bíða eftir að þeir kæmu, — það voru eintómir karlmenn í hvítum silkiklæðum, og allir krupu niður á tiglaflórinn þegar feðgarnir koiini inn, en um leið kvað við hljómur merkilegra blásturshljóðfæra og trumbusláttur og bjöllukliður. 12. John hafði ósjálfrátt gripið fast í handlegginn á föður sínum og þeir störðu hvor á annan án þess að koma upp nokkru orði, jjegar hópurinn klofnaði alt í einu í tvent og maður í undurfögrum klæðum kom brosandi til þeirra. Það var Tzin-Lo, burðarmannafor- ingi þeirra úr leiðangrinum! Dr. Madigan ruddi nú úr sjer Yehudi Menuhin Fyrir éllefu árum kom fiðlu- snillingur fram á sjónarsviðið, sem vakti þegar meiri athygli fyrir leikni sina en nokkur hefir gert siðan Jascha Heifetz kom fram. Það var snillingurinn Yehudi Menuliin, sem þá var aðeins tíu ára og ljek á fiðlu, sem kostaði 30.000 krónur. 1 janúar næstkomandi verður Menuhin 21 árs. Síðustu árin liefir verið hljótt um hann, því að hann hefir ekki haldið neina liljómleika. Foreldrar hans, Mosclie og Maruta Menuhin töldu hanum hollast að hvíla sig um stund og þessvegna hefir hahn lifað lijá þeim í algerðu næði, iðkað íþróttir og lært tungu- mál. En nú er hann byrjaður að spila aftur og hjelt fyrstu hljómleika sína eftir hvíldina i Oakland í Kaliforn- íu í október. Og nú er hann byrjað- ur á ferðalagi á ný og, á að halda hljómleika í 74 borgum í Ameríku og Evrópu. Hephzibel systir hans leikur undir hjá honum þegar hann spilar ekki með hljómsveit. Menuhin er Gyðingur og kom • til San Francisco aðeins 9 mánaða. Fað- ir hans var trjesmiður en lifir nú á að kenna liebresku. Tarzan-stnlka. Tyrkneskt veiðifjelag, sem var á ferð í skógi vöxnum fjöllum í grend við bæinn Brussa í Litlu-Asíu, komst i færi við gamla birnu og skaul hana eftir nokkurn eltingarleik. Þeg- ar veiðiménnirnir höfðu lagt haiia að velli fóru þeir að svipast um eftir hýðinu hennar i von um að finna þar húna. Þeir fundu hýðið, en þegar þeir reyndu að komast inn' í það, kom undarleg vera veltandi á móti þeim, lítil nakin mannvera hærð í framan, sem skreið. Þetta var Tarzan-stúlka, sem beit og klór- aði. Eftir nokkra mæðu tókst veiði- mönnunum að handsama hana, og fóru með hana til bæjarins. Hún skildi ekki eitt orð hvaða mál sem reynt var að tala við hana, og sjálf gat hún ekki talað, heldur umlað eitthvað. Hún snerti ekki við matn- um, en þegar kastað var í hana næpu nagaði hún hana með áfergju. Lögreglan skýrir þetta mál þannig, að bóndi einn fátækur hafi borið út 5 daga gamla dóttur sína 1928 og að birnan hafi hirt telpuna og fóslr- að í staðinn fyrir unga, sem hún hafi mist. Stúlkan er nú á uppeldis- stofnun. Netomeff, rússneskur prófessor i Assyríufræðum, sem skrifaði stóra bók um Nebúkadnesar konung, var dæmdur til æfilangrar útlegðar í Síberíu vegna þess að heitið á bók- inni var á rússnesku það savna og „Ne boch ad ne tzar“, sem þýðir: enginn guð og enginn zar. ósköpunum öllum af spurningum, en Tzin-Lo svaraði þeim ekki nieð öðru en að hneigja sig og brosa og endurtaka í sífellu: „Þið fáið skýr- ingu á þessu öllu síðar! Fyrst verð- ur að leiða ykkur fyrir hinn vold- uga Titra Lama, sem vill sjá ykkur þegar í stað — komið liið á eftir mjer!“ Og svo hjeldu þeir áfram og að hvitum marmaraþrepum, sem lágu upp að undurfögru stórhýsi. Hvaða kynlega æfintýri er það, sem feðgarnir hafa lent í. Lestu áfram í næsta blaði. Tóta frænku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.