Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Neivsþaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them. Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a pericd of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name___________________________________________ Address - Samþle Coþy on Request Um víða veröld. LOFTSIGLINGAK OG HELIUM. SmíSi þýska loftskipsins L. 130 er nú svo langt á leið komin, að ráðgert er að skipið geti Jjyrjað feðir sínar á komandi vori. Á skipið aðallega að verða i ferðum milli Friedrichshafen og New York, sömu leiðinni og „Hindenburg“ hafði. En „Graf Zeppelin“ er enn í förum til Suður-Ameriku. L. 130 er verksmiðjunúmer loft-* skipsins nýja („Hindenburg“ var L. 129) og er skipið mjög líkt „Hindenburg" að allri gerð. En sá verður munurinn, að þella nýja loft- skip á að nota helium lil lyftingar en ekki vatnsefni eins og þýsk loft- skip hafa notað til þessa. Vatnsefnið er að vísu besta lyftiloftið sem til er i veröldinni og er ljettara en helium, en það er bráðeldfimt. — Sjerfræðingar telja vist, að ef heli- um hefði verið í „Hindenburg“ þá liefði hann aldrei brunnið, því að helium er óeldfimt, svo að neisti sá, sem talið er að hafi kveikt í skip- inu hefði orðið gersamlega áhrifa- laus gagnvart helium. Helium eða „sólarloft“ heitir svo vegna þess að menn sönnuðu til- verú þess í sólinni löngu áður en það fanst hjer á jörðu. Það var ár- ið 1868 að eðlisfræðingarnir Frank- land og Lockyer fundu með litrófs- rannsóknum á sólarljósinu nýtt frum efni, sem óþekt var á jörðinni og skýrðu það eftir sólinni. Síðan hef- ir það fundist á jörðu bæði í ýms- um steintegundum og eins við sam- bandabreytingar á radium. Einnig er það til í ýmsu ölkelduvatni og í andrúmsloftinu er til örlítið af því, eða einn teningsmeter í 245.300 ten- ingsmetrum lofts. Helium er átta sinnum ljettara en súrefni. Þegar Eckener loftskipasmiður heyrði um „Hindenburg“-slysið komst hann svo að orði, að hjeðan í frá yrðu þýsk loftskip að hætta við að nota vatnsefni sem lyftiloft, en taka helium í staðinn. Eldhættan af vatnsefninu hafði verið honum ljós lengi, en hinsvegar var ýmis- legt þvi til fyrirstöðu að taka upp helium í staðinn. í fyrsta lagi höfðu Þjóðverjar engin jarðefni til þess að framleiða helium úr sjálfir. Banda- ríkin eru að kalla niá eina landið i heiminum, sem getur framleitt helium að nokkrum mun en í frjáls- um markaði þar vestra er það ákaf- lega dýrt. Vatnsefnið sem Zeppe- linskipin hafa notað til ])essa kostar um 2 .dollara hver þúsund rúmfet, en helium kostar í Bandaríkjunum 75 dollara hver þúsund rúmfet. Nú var rúmtak „Hindenburg“ 7.000.000 rúmfet og kostaði þannig 14.000 dollara að fylla hann með vatns- efni en 525.000 dollara með helium. Munurinn var þannig yfir tvær mil- jónir króna, og þá upphæð vildu eigendur loftskipanna spara sjer •— þangað til slysið mikla varð i maí í fyrra. Nú er jjað vitanlegt, að verðið á frjálsa markaðinum vestra er okur- verð. Bandaríkjaherinn framleiðir sjálfur helium handa loftskipum sínum og það kostar ekki nema 10 doilara liver þúsund rúmfet. Þjóðverjar fóru fram á, að fá heli- um keypt hjá stjórninni fyrir sann- virði eða því sem næst, en stjórnin neitaði. Það er þetta sem hefir gef- ið tilefnið til þess að almenningur heldur, að útflutningsbann sje á helium frá Bandaríkjunum. En þetta er rangt. Hver sem vill hefir jafnan getað fengið helium keypt til út- flutnings fyrir 75 dollara. Nú hafa í sumar farið fram samningar milli Zeppelin-Werke og Bandaríkjastjórn ar með þeim árangri að Þjóðverjar fá framvegis helium hjá stjórninni fyrir sæmilegt verð: nálægt 15 doll- ara fyrir hver þúsund rúm, eða fimmfalt lægra en verðið er á frjáls- um markaði. En svo er annað, sem gerir lieli- um dýrara í notkun en vatnsefnið var. Það lyftir ekki eins miklu. Þúsund rúmfet af vatnsefni lyfta 68 pundum en af helium ekki nema 62 pundum. En raunverulegi mun- urinn verður þó ineiri en þessi 9%, þvi að fyrst kemur til greina þungi loftskipsins sjálfs, sem ávalt er jafn. Það sem gefur loftskipinu tekjurnar er þunginn, sem það getur borið fram yfir sína eigin þyngd. Og þeg- ar liann er reiknaður verður reynd- in sú, að loftskip með helium lyft- ir 20—30% minni farmi en sama loftskip með vatnsefni. Þarna kemur því tvöfaldur kostn- aður til greina, sem leiðir af sjer að þegar loftskipin fara að nota helium verður að liækka öll fargjöld og farmgjöld um nálægt 40%. „Hind- enburg“ bar 15 smálestir, en sams- konar loftskip með helium getur ekki borið nema tæjiar 12. Og end- urnýjun lyftiloftsins verður sem sje sjöfalt dýrari þegar helium er not- að. Það var þetta, sem tafði fyrir því, að helium væri tekið í notk- un — þangað til slysið varð. í Ameríku er verið að leggja lengsta akveginn i lieimi, sem á að ná alla leið norðan úr Canada og til Suður-Ameríku og verður 25.000 kílómetrar á lengd. Eru 6000 kíló- metrar þegar fullgerðir, frá Ottawa í Canada til Mexico City í Mexico. Og eftir fimm ár er ráðgert að veg- urinn verði fullgerður frá Mexico City suður að Panamaskurði. Eri- iðust er vegalagningin í Mið-Ameriku. Þar verður vegurinn að liggja yfir botnlaus fen og háa fjallgarða á víxl, og loftslag er mjög óholt á þessum slóðum, eins og kunnugt er frá því að Panamaskurðurinn var gerður. Það er talið að akvegur þessi fái af- ar mikla þýðingu fyrir samgöngurn- ar vestan hafs. Fjelag eitt í Danmörku endurkaus formann sinn nýlega, þrátt fyrir það að allir voru óánægðir með Heldnr rúmfatnaðinum dásamlega hvitum. Alt nudd og núningur, getur ekki gjört þvottinn jafn hreinann eins og hið óviðjafnanlega sjálfvirka RADION. Hið fíngerða RADION löður þrengir sjer i gegnum vefnaðinn og leysir upp öll óhreinindi án þess að skemma þvottinn, og það er einmitt þessi gagnhreinsun, sem veldur því að flíkurnar lita altaf út sem væru þær spánýjar. RADION skaðar ekki hinn allra fíngerðasta vefnað, vegna þess að RADION löðrið hreinsar fullkomlega, án þess að þvæla þvott- inn og vatnið þarf ekki að vera nema volgt, má jafnvel vera kalt. LEVHR BROTHERS, PORT SUNLIGHT, LIMITED, ENGLAND. hann. Þetta var sparnaðarráðstöfun. Svo stóð nefnilega á, að á brjefsefn- um fjelagsins var nafn formannsins prentað undir heiti fjelagsins, eg það voru enn eftir 600 brjefsefni. Hver veit nema formaðurinn verði endurkosinn næsta ár, ef hann spar- ar pappírinn. Fyrsta vekjaraklukkan, sem gerð var í heiminum gengur enn. Hefir híin gengið í meira en 300 ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.