Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 6
0 F Á L Ií I N N F\IMM OG ÖGEÐFELD kyrð hvíldi yfir Slammanoclc. Red Hackle dró tjaldið fyrir gluggann, svo stóð hann kyr og horfði yfir stofuna. Þar log- aði dauft á týru og Brooker lá á gólfinu eins og lirúgald, eins og ógeðslega kyrt hlass — því að Brooker var steindauður. Kuldabros kom fram í andlit Hackles og hvarf aftur. Hann hafði sjeð dauða menn fyr — hópum saman! En Brooker var sá fyrsti, sem hann hafði unnið á sjálfur. Jæja, það var Brook- er sjálfum að kenna. 1 stað þess að gera eins og Hackle hafði sagt honum, eins og liygg- inn maður, hafði hann gripið til byssunnar sinnar. En Hackle hafði orðið fyrri til að skjóta og honum skeikaði ekki. Hver veit nema hann hefði drepið Brooker þó hann hefði ekki gripið til byssunnar. Hackle hafði í það augnablikið fund- ist það leiðinlegt en óhjákvæmi- legt, að Brooker yrði að deyja. Þvi að Brooker liafði þekt hann aftur — og hann mundi segja Bell lögreglufulltrúa til hans. Hann var liarður í horn að taka þessi Bell úr Canadalög- reglunni. Hann liafði elt Red Hackle þverl yfir Slammanock og það hafði þó ekki verið neinn hægðarleikur. En fyrir tveimur kvöldum hafði Red tek- ist að ginna lögreglumanninn inn á vitlaust spor — að minsta kosti um stund. En hann fann vel að Bell ætlaði ekki að gef- ast upp fyr en í fulla hnefana. Hann mundi komast á slóð Reds aftur, fyr eða síðar. Lik- lega mundi hann finna háru- járnskofa Brookers og ef Brook- er hefði lifað hefði hann auð- vitað sagt frá. Hann liefði sagt Bell, að Red hefði stefnt inn á Mohawk-öræfin og þá hefði Bell vitanlega elt hann þangað. Red kveikti sjer í cigarettu. Enga iðrun var að sjá í fúl- mannlegu dýrslegu andlitinu. Það eina sem honum þótti mið- ur var að líkið á gólfinu skyldi vera Brooker en ekki Bell full- trúi. Ef Bell hefði verið úr leik hefði Red verið rórra. Því að hann var hræddur við Bell upp á vissan máta. Þegar Bell fór á mannaveiðar á annað borð þá kom hann sjaldan tómhentur aftur. Red hnyklaði brúnirnar og hristi tómt skothylkið úr byssu sinni og setti annað í staðinn. Red var líka frægur maður á sinn hátt, hann var besta skammbyssuskyttan í Slamman- ock. En samt langaði hann ekkert til að etja kappi við Bell — því að þó Red væri bæði fim- ur og fljótur vissi hann að hann muridi ekki liafa við Bell lög- reglufulltrúa, sem var galdra- maður með byssuna. Red gekk út að glugganum — varlega. Svo dró hann tjald- ið þumlung til hliðar og gægð- ist út. Hann var ánægður að sjá, hve koldimt var úti. Fyrir birtingu mundi hann verða kominn út i öræfin, en full- trúinn yrði að bíða hjerna eft- ir að birti af degi. Hann glotti svo að kjafturinn skældist út á kinn. Snerist á hæli og sá sína eigin mynd í brotnum spegli, sem hjekk á þilinu. Þetta var ekki fallegt andlit — fjarri fór því — en þó voru augun einkennilegust. Þau voru kringlótt og grænn bjarmi á þeim eins og kattaraugum í myrkri. Fólk í Slammanock sór og sárt við lagði, að Red hefði kattaraugu en ekki manns. Auðvitað var þetta mesta bull, en mátti þó til sanns vegar færa. í fyrsta lagi sá Red betur í myrkri en flestir aðrir menn. Þar sem aðrir voru svo sjón- Jausir að þeir urðu að þreifa fyrir sjer gat Red farið allra sinna ferða fyrirhafnarlaust. Kanske það liafi verið vegna þess að Bell fulltrúi vissi um þessi augu, að hann hætti sjer ekki út á æfintýri eftir að diml var orðið. Red ijel tjaldið falla fyrir gluggann aftur. Hann gekk að skáp í horninu og opnaði hann — hann var fullur af vistum — niðursuðú, ávöxtum og dósa- mjólk. Hann fór að raða blikk- dósunum ofan í poka. Ekki mundi honum veita af að hafa nóg af mat með sjer, hvert svo sem hann færi. Hann hafði þegar gert áætl- un. Einu sinni áður, þegar lög- reglan var að eltast við hann hafði hann legið óhultur og ör- uggur í fylgsni sínu í Mohawk- öræfunum í marga daga. Hann þekti staðinn vel, því að það var dálítil lækjarsjiræna Jiar rjett lijá, Jiar sem hann gal fengið nóg af vatni. Þetta var einskonar hellir, eða rjettara sagt skúti með mörgum smá- hellum innar af, langt Jinni í fjöllum. Þar hafði hann komið fyrir bedda og þar átti hann olíulampa og annað sem hann Jjyrfti með þangað til leitinni að honum yrði hætt og hann gæti aftur farið að hafa sig í fi ammi. Þegar hann hafði fylt pokann stóð hann kyr og rendi augun- um um stofuna. hann var að athuga, hvort Brooker liefði átt nokkuð verðmætt, sem hann gæti liaft á burt með sjer úr kofanum. Hann gat eins vel hirt það ef eitthvað væri, úr Jiví sem komið var, því að nú hafði hann unnið sjer til heng- ingar með þvi að drepa Brook- er. Áður hafði Jjað þó ekki ver- ið nema um tugthúsvist að ræða þó hann næðist. Hann hafði gert tilraun til að ræna og það var fyrir það, sem nú var verið að leita að honum. En eftir þetta var öðru máli að gegna. Alt öðru máli að gegna. Ef hann næðist núna þá var ekki um annað að gera en snöruna og hana óttaðist Red Hackle meira en nokkuð annað á jörðinni. Hann setti frá sjer pokann og fór að skáhna um stofuna. Þar virtist ekkert vera, sem eign væri í. Með vaxandi vonbrigð- um sneri hann sjer loks að lík- inu á gólfinu og bylti því vfir á bakið, með fætinum. Grænu augun undarlegu rák- ust á litla armbands-gullúrið, sem var um úlfliðinn á líkinu. Red lagðist á hnjen á gólfið og spenli úrið af, hjelt því sem snöggvast upp að eyranu til að heyra hvort Jiað gengi og spenti Jjví svo um úlfliðinn á sjer Svo spyrnti hann upp hurð- inni með fætinum, tók Brooker í fang sjer og bar liann út í runnana undir fjallinu. Hann gaf sjer ekki tíma til að grafa líkið — því að bráðum mundi fara að birta af degi í Slam- manock. Harin velli líkinu inn í kjarr- ið og sneri svo aftur að kofan- um. Þvoði blóðblettina af gólf- inú, stráði sagi yfir, tók pok- ann á bak sjer og fór út. Stundu síðar stóð hann kyr og horfði yfir Slammanock. Þar var alt hljótt og kyrt, en bjarm- inn af sólinn var að færast yfir landið. Svo stefndi hann inn á Moh- awk-öræfin. Einu sinni nam hann staðar, rjetti upp hend- urnar og glotti illilega, þegar öræfasólin blikaði á úrinu á úlfliðnum á honum. Svolitið hafði liann Jjó haft upp úr morðinu —jafnvel þó að það væri ekki nema eitt armbandsúr. gELL FULLTRÚI borðaði litlaskattinn sinn — þurt ket og kex, sem hann skolaði niður með köldu kaffi. Hann þorði ekki að kveikja upp eld, svo að Red Hackle sæi ekki til ferða lians. Hann sat dálitla stund á eft- ir og reykti pípu sína — og virtist vera í fuílúm friði við alla veröldina. En Jjegar búið var úr píp- unni stóð hann upp og fór að brjóta ábreiðuna sína saman. Magurt andlitið var eins og sútaskinn og miskunnarlaus gráu augun voru hörð, er hanri rendi þeim yfir Moliawk-öræf- in. Hann átti stundum bágt með að halda sporum Reds Hackle. Mánni, sem hafði minni reynslu en hann, hefði verið það ger- samlega ókleift. En Bell fulltrúi hjelt ótrauð- ur áfram, án Jjess að herða eða hægja á sjer. Hann komst upp á fjallsbrúnina um Jjað leyti sem sólin var i hádegisstað, og kom auga á litla bárujárns- klædda kofann. Hann staðnæmdist og hvesti augun í áttina til kofans. Hann gat ekki sjeð votta fyrir reyk nje minstu hreyfingu. Hann vissi að Red hlaut að hafa farið um hjá Jjessum kofa —• og væri máske einhverstaðar þarna á næstu grösum ennjjá — hefði falið sig og lægi í Ieyni viðbú- inn til að skjóta á hann. Hann Jjekti Red. Bell fulltrúi fór hægt til baka meðfram fjallshlíðinni og færði sig varlega nær kofanum, að húsabaki. Tjaldið var dregið fyrir gluggann og hurðin aftur. Hann gekk að hurðinni með byssuna í hendinni, árvakur og á verði, og spyrnti varlega fæti í liurðina. Hún opnaðist og marraði i ryðguðuin lömunum og Bell vatt sér eins og elding inn úr dyrunum með byssuna á lofti. En kofinn var tómur. Hann var ekki lengi að sjá Jjað. Hann fór varlega út að dyr- unum aftur, hræddur um að ráðist yrði á sig aftan frá. En ekkert gerðist. Þarna var dauða- kyrð. Hann stakk byssunni aftur i slíðrin á belti sínu, gekk út að glugganum og dró tjaldið frá. Hann rak augun í sagið á gólf- inu. I saginu var greinilegt spor eftir mannsfót, og Bell fulltrúi var ekki lengi að þekkja s]Jor- ið og sjá að það var eftir Red Hackle, manninn sem hann var að elta. Hann fór út aftur og rakti sporin. Eftirtektargáfa hans var ekki minni en besta Indíána og liann sá brátt að sum sporin voru dýpri en önnur. Það benti á, að Red hefði borið eittlivað þungt. Þegar hann kom að runnin- um staðnæmdist hann, Jjað var dimt inni i kjarrinu — en brátt hrökk hann við. Hann laut nið- ur og horfði á dána manninn, sem lá þarna og hafði verið Eftir Ntepen PhiIIips,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.