Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Alsherjarmót í. S. í. Alsherjannót Í.S.Í. var hald- ið á íþróttavellinum í Reykja- vik dagana 10.—13. þ. m. Tóku fimm fjelög þátt í því: Knatt- spyrnufjel. Reykjavíkur, Glímu- fjelagið Ármann, íþróttafjelag Reykj avíkur, Knattspyrnufjelag Vestmannaeyja og Fimleikafje- lag Hafnarfjarðar. Skrásettir keppendur voru 55, en af þeim komu ekki allir lil leiks. Og í einstökum íþrótta- greinum gekk svo langt, að heiming keppenda vantaði jjeirra, er skráðir voru til þátí- töku. Stundum eru án efa lög- leg forföll, en að svo rnarga vanti er ekki einleikið, svo að áhorfendtp’ freistast til að halda, að annaðhvorl sjeu skráðir kepp endur án þeirra samþykkis eða keppendurnir sjeu of kærulaus- ir um að slanda við orð sín. Úr þessu þarf að bæta. — „Fálkinn“ hefir ekki rúm til að rekja mót þetla nákvæmlega en segja má að það hafi tekist vel. Að sett sjeu fimm met á einu móti skeður ekki árlega, en svo var hjer. — Og satt að segja er ekki að vænta meiri afreka af íslenskum íþrótta- mönnum en orðin eru, þegar litið er á þau kjör og þá aðhúð, sem þeir eiga við að búa. Marg- ir eru erfiðismenn, sem hafa nauman tíma til æfinga, inni- æfingar takmarkaðar og útiæf- ingar gerir veðráttan oft tor- vejdar. Karl Vilnumdsson. Mesla athygli á móti þessu vakti Sveinn Ingvarsson (K. R.). Hann er áðpí' kunnur íþrótta- maður meðal annars af því að hann var sendur á ólympisku leikana í Iferlín. Hann setti þrjú met af þeim fimm, er setl voru á mótinu. 100 metra liljóp hann á 10.9 sek., 200 m. á 23.1 sek. Sveinn ingvarsson. og 400 m. á 52,6 sek. Þetta eru glæsileg afrek. Aulv Sveins er Baldur Möller góður spretthlaup ari og allþektur. í kringlukasti setti Ólafur Guðmundsson (í. R.) met. Ivast- aði 41,34 m. Ef Ólafur heldur áfram að æfa sig ætti hann að geta náð níjög góðum árangri í þessari íþrótt, því að hún ligg- ur sjerlega vel fyrir honum. Iiann er með allra hæstu mönn- um og kraftamaður mikill. Fimta metið setti Karl Vil- mundsson (Á). Stökk liann 3.45 m. Af einstökum keppendum fjekk Sveinn Ingvarsson flest stig, en fjelögum Knattspyrnu- fjelag Revkjavikur. FLUGMÓTIÐ. Framh. frá bls. 3. til þess að undirbúa fyrsta flug- mót Islands, er fram fór þar síðastliðinn sunnudag, Tíðinda- mönnum blaða var boðið þang- að 14. j). m. Um það leyti dags- ins sem þeir komu þangað hafði kornungur, íslenskur svifflug- maður, Kjartan Guðhrandsson (Magnússonar forstjóra) unnið það þrekvirki að halda sjer í lofti i svifflugu í fullar 5 klukku stundir. Þann sama dag höfðu fleiri „farið upp“ og sýnt mik- inn dugnað. Þegar hlaðamennirnir komu upp á Sandskeið var þar fyrir nokkur hópur fluglærlinga og á meðal þeirra stúlkur. Og áhug- inn brann þeim í sjón og hug. Þarna var búið að koma upp stórum skúr til geymslu á vjel- unum og búið að koma fyrir merkjum á sjálfu Sandskeið- inu til undirbúnings flugmót- inu. Aðsetur syifflugvjelanna var nokkru sunnan við Sand- skeiðið. Vjelarnar voru dregnar af stað í loft upp með stálstreng er stóð i sambandi við vindu- útbúnað á bil er þýsku flug- mennirnir komu með. — Vjel- flugurnar liófu sig aftur á móti til flugs frá Sandskeiðiuu, þar sem skilyrði eru sjerlega góð fyrir Jiær. — Áður en blaða- mennirnir burfu aftur til Rvíkur var þeim sýndur sá sómi, að þeim var boðið „upp í loftið“, i annari þýsku flugvjelinni und- ir stjórn Baumánns flugleið- toga. Og voru þeir allir á eitt sáttir um það, að fá augnablik hefðu þeir átt skemtilegri en þær mínútur, er þeir voru far- þegar í flugvjel hans. Veður var bjart og sá vel yfir. Og áreiðan- ægt er það, að sá sem einu sinni hefir komið upp í loftið, hann elur með sjer þá ósk, að kom- ast þangað aftur. Enda getur ekkert unaðslegra en að líða um loftið og berast „djarft um fjöll og dali, og djúpan reg- insæ.“ Flugmótið á sunnudaginn fór fram með prýði og án þess að til nokkurra slysa kæmi. Að- streymið að sýningunni á Sand- skeiðinu var gífurlegt, svo að lalið er að þar hafi verið sam- an komið á sjöttu þúsund manns. Og fullnægði bílakost- ur bæjarins naumast til að flytja þennan mikla mannfjölda milli bæjarins og sýningarstaðar. Dagskrá hófst með því, að Agnar Kofoed Hansen setti mót- ið, og gaf hann þvi næst Skúla Guðmundssyni atvinnumálaráð- lierra orðið. Að ræðu ráðherrans lokinni hófust svo flugsýning- arnar. Mátti sjá þarna í einni röð á flugvellinum allan flug- vjelaflotann, 8 vjelar að tölu. Fjórar svifflugvjelar, tvær renni flugur og tvær vjelflugur. Fyrst voru svifflugulíkön lát- in fljúga og náðu þau 30 metra hæð. Því næst var renniflug og tóku þátt i því tveir ungir íslendingar. Eftir það var svif- flug, sem vakti mikla athygli. Voru svifflugurnar dregnar i loft upp af þýskri vjelflugu. Hámarki skemtunar og eftir- væntingar meðal áhofendanna var náð þegar Ludwig flug- kennari sýndi listflug í svifflug- vjel. Hvað eftir annað steypt- ist hann kolllmís með fluguna í loftinu, svo að mörgum áliorf- andanum þótti nóg um „kúnst- ir“ hans. En Ludwig reyndist leiknum vaxinn elidai falinn ineð snjöllustu listflugmönnum Þýskalands. — Þegar Ludwig hafði yfirgefið sviffluguna tók hann sæti í annari þýsku vjel- flugunni og hóf sig til flugs með tvær svifflugur í eftirdragi. Eftir að hann hafði slept þeim og þær liöfðu lent heilu og höldnu hækkaði hann flugið mjög. Sýndi hann nú aftur í vjelflugunni alskonar listir í firnahæð, og mun aðdáun og ótti hafa háð sitt strið um marg- an áhorfendann meðan á þessu stóð, þvi að áreiðanlega var ekki um hættulausa sýningu að ræða. Meðal ýmsra tiginna gesta er voru á flugmótinu má nefna sendiherra Þjóðverja i Kaup- mannahofn, v. Rentlie Fink, er dvelur nú um skeið lijer á landi, ásamt frú og dóttur. — Hjelt hann ræðu á mótinu og mælti margt vinsamlegt í garð íslendinga. Veður var gott allan daginn Helqi Berffs forstjóri, verður 50 ára 27. þ. m. Guðjón Jónsson, fyrrum bóndi í Vatnsdal í iFljótshlíð, nú til heimilis í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, verður sjötugur mánu- daginn 25. J>. m. Húsfrú Sesselja Davíðsdóttir, Skíðholtum, Mýrasýslu, verður 70 ára 20. />. m. og skemtu áhorfendur sjer hið besta. Mun dagurinn lengi í minnum hafður af þeim mikla mannfjölda, er þarna var mætt- ur og í sögu islenskra flug- mála er hann og verður merkis- dagur. Þýskur maður, Neinrich Laufer, hjelt öðru auga sínu lokuðu í 90 daga. Hann hafði litið konu náunga síns girndarauga og refsaði sjer með þessu tittæki. Madame de la Bresse í París d<> 1876 og ánafnaði í arfleiðsluskrá sinni 125.000 franka er Jeggja skyldi i sjóð til að klæða snjókarla og snjó- kerlingarr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.