Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Fyrir þremur árum fjekk hin for- ríka Barbara Huiton, sonardóttir miljónamæringsins Woolworth skiln að frá manni sínum, prins Alexis Mdwani prins, lil þcss að geta gifst danska greifanum Haugwitz Rew- entlow. Nú eru þau hjónin orðin saupsátt — út af uppeldi tveggja áira gamals sonar þeirra, og frúin vill losna við manninn. Hafði hann haft í hótunum að nema á burt strák þeirra hjóna og ala hann upp eins og hveri annað barn en ekki eins og stofugull. Frúin svaraði með því, að fá úrskurð um að greifinn skyldi tekinn fast- ur ef hann kæmi lil Englands. Og nú eru lögfræðingar þeirra hjóna að bræða málið. Hjer sjást hjón- in og strákur þeirra, meðan alt Ijek í lyndi. Myndin að neðan er frá Kína og sýnir japanska hermenn, sem eru að koma fallbyssu áfram um ófæru í fjalllendi og hafa tekið hana sundur. Nobile var um eilt skeið mest umtalaði maður í heimi, en nú ber lítið á honum. ítalska stjórn- in lagði fæð á hann eftir norður- förina og hröklaðist hann þá til Rússlands og dvaldi þar árum saman. Fyrir nokkrum árum tók Mussolini hann í sátt aftur og er hann nú prófessor í flugfræði í Ítalíu. Nýlega var hann á ferð í Iíhöfn og var myndin tekin þái. Eru nú liðin tíu ár síðan hann fór hina sorglegu norðurför sína. 1 Vesturbotnum í Norður-Svíþjóð urðu hræðilegir vatnavextir í vor og flæddi Umeá yfir landið og skemdi mikið. Myndin sýnir vatnsflóðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.