Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlÓ ------- Feonrðarsamkepnin. Afar fjörug gamanmynd. Aðal- hlutverkin leika: PASTY KELLY JACK HALEY GÖG og GOKKE o. fl. Gamla Bíó sýnir bráðum Metro- Goldwyn kvikmyndina „Fegurðar- samkepnin“. Er það ljett, fjörug og skrautleg mynd, sem hlotið hefir góða dóma erlendra hlaða. — t miðlungs bæ _einum i Bandarikjun- um hefir verið efnt til fegurðarsam- kepni. Margar stúlkur hafa gefið sig fram, enda er ekki til litils að vinna. Fegurðardrotningin hefir löforð um að fá 2000 dollara verðlaun strax að kepninni afstaðinni og um leið opinn aðgang að því að verða leik- kona við frægasta kvikmyndafjelagið í Hollywood. • Tveir menn stjórna kepninni: Mr. Stone, sem er fulltrúi kvikmynda- fjelagsins og Joe Jenkins, bílaviðgerð- armaður. Það er unnusta hins síðar- nefnda sem sigrar. En ánægjan yfir sigrinum fer út um þúfur við það að Mr. Stone „stingur af“ með doll- arana og sjest ekki framar. Cecilia er nú alveg óhuggandi yf- ir dollaratapinu og einkum yfir því að kvikmyndaleiðin skuli lokast iienni. En Joe gefst ekki upp. Hann hefir sterka trú á hæfileikum konu sinnar. Hann selur bifreiðavinnu- stofuna sína og fer til Hollywood i von um að geta opnað unnustu sinni aðgang hjá einhverju kvik- myndafjelagi. Hann skrifar henni heim, að hann hafi fengið þar góða stöðu og komist í samband við kvik- myndafjelög, en í raun og veru er hann ekkert annað en lágt settur þjónn á næturklúbb einum. Fyrir tilviljun kemst Cecilia til Hotlywood, og finst fátt til um stöðu Joe. Þau verða ósátt og hefst nú mjög spennandi þáttur í mynd- inni. Eftir mörg vonbrigði ’kemst Cecilia í þjónustu kvikmyndarinnar og á Joe sinn mikla þátt í því að lienni hepnast það. Hún fær tæki- færi til að syngja fyrir forstjóra frægs kvikmyndafjelags, Mr. Klaw- heimer, og verður hann svo hrif- inn af söng hennar og fegurð, að hann veitir henni stöðu við fjelagið með hæstu launum. Hlutverk Ceciliu er leikið með mestu prýði af ungri og áður lítt Þekri leikkonu, Rosina Lawrence. DrekkiÖ Egils-öl 9 Sjáið hve RADION gerir borðdák- ana hvita. RADION R A D I 0 N gerir meira en hreinsa ytraborðið. RA- DION er hvor- tveggja í senn, sápa og súrefni, og þess- vegna þrengist löðr- ið í gegnum vefn- aðinn og ryður óhreinindunum alveg í burtu. Þannig hlýtur RADION að gera þvottinn hreinni og hvítari, og einmitt sökum þess að það verkar svo hóglega, er óhætt að nota það til þvotta á fíngerðustu flikum, því að RADION löðrið hreinsar hvort sem notað er volgt eða kalt vatn. X-RAD 45/o-50 LEVEK BROTHERS, PORT SUNI.IGHT, LIMITED, ENGLANÖ. Jeg haföi btxÖið nokkrum kunningjum heim til mín, og var að gera smáinnkaup „í bænum“ er jeg mintist aug- lýsingar um sjerstakt sæl- gæti frá SÆTINDAVERK- SMIÐJU BLÖNDAHLS sem þætti sjálfsagt að hafa á boðstólum í hverju heim- boði, og sem væri útstilt í glugga Hressingarskálans. Jeg þangað, og leist svo vel á þessar litlu yfirhúðuðu ávaxtakúlur, að jeg fór og keypti mjer í næstu búð fyrir 1 krónu (200 stk.) Unun var að horfa á gest- 200 yfirhúðaðar ávaxtakúlur frá SÆTINDAVERKSMIÐJU BLÖNDAHLS næst þegar þjer hafið heimboð eða eig- ið von á gestum. Inc. Fornbóksali einn í Kaupmanna- höfn auglýsir til sölu fyrslu útgáf- una af „Catilina", leikriti Hinriks Ibsen. Leikritið kom út árið 1850 og gáfu kunningjar Ibsens það út en höfundarnafnið er dulnefnið Brynj- olv Bjarme. 460 krónur kostar bókin hjá bóksalanúm og er það helmingi hærra en öll útgáfan kostaði á sinni tíð. NÝJA BIÖ. ZigijjnaprinsessaiL Hrífandi fögur ensk kvikmynd tekin í eðlilegum litum Techni- color. Saga myndarinnar gerist í Irlandi árið 1889 og 1930. — Aðallilutverkin leika: ANNABELLA HENRY FONDA STEWART ROME o. fl. í myndinni syngur hinn heims- frægi tenorsöngvari: JOHN MC. CORMACK. Nýja Bíó sýnir á næstunni liríf- andi skemtilega og fallega kvikmynd er gerist i írlandi árin 1889 og 1936. Aðalhlutverkið, Zigöjnaprinsessuna, leikur hin fræga franska leikkona Annabella af frábærri snild. En auk hennar eru i myndinni margir kunn- ir leikarar. Það eykur mjög gildi myndarinnar, að í henni gefst kost- ur á að heyra heimsfrægan tenór- söngvara, John Mc. Cormack, syngja nokkur hrífandi falleg írsk þjóðlög. Eins og nafn myndarinnar bendir tii hvílir yfir henni rómantískur blær. Upphaf hennar gerist fyrir tæpum 50 árum. Zigöjnaflokkur und- ir forystu Mailik Zigöjnakongs er á ferð um írland og dvelur um stund í nágrenni Clontarf kastalans. í hópn- um er dóttir konungs, María að nafni, löfrandi fögur lcona. Jarlinn íi Clon- tarf verður svo hrifinn af fegurð hennar að hann giftist henni þrátt fyrir mótmæli aðstandenda þeirra beggja. En hjúskapurinn varir að- eins nokkra mánuði, því að jarlinn ferst af slysi. — Maria leitar aftur til síns fólks, og elur skömrnu síðar barn, sem er löglegur erfingi Clon- tarfsjarlsdæmisins. Hún fer til gam- allar spákerlingar, sem spáir því að gifting hennar muni leiða af sjer bölvun yfir þrjá ættliði. — — .— Árin líða og 1936 er runnið upp. Borgarastyrjöldin geisar á Spáni og María leitar aftur tii írlands eftir ianga fjarveru þaðan. Og nú hefsf kafli, sem er auðugur að viðburðum. Einn afkomandi hennar leikur nú aðalþátt myndarinnar og ratar í skemtileg ástaræfintýri. Hjer er ekki rúm til að rekja efni myndarinnar frekar, en hún er í einu orði sagl skemtileg frá upphafi til enda. Og ekki spillir það ánægjunni að Derby- veðreiðar eru fljettaðar inn í loka- þátt hennar. ----- Landslagsmyndir margar eru með afbrigðum fallegar. Blá stöðuvötn, skógi vaxnar hæð- ir og dýrðlegt sólarlag fanga augað. Það mun engan iðra að sjá þessa mynd. ina smá pilla upp í sig þess- ar litlu kúlur, sem eru alla- vega Iitar og hafa margs- konar bragð, jafnvel kárl- menn, sem jeg hefi aldrei sjeð snerta við nokkru sæl- gæti, voru einna ákafastir, og var auðsjeð að þetta sæl- gæti þektu þeir, og þetta var þeirra sælgæti. Litla dóttir mín sagði mjer seinna að hún hefði tekið eftir að sumir tóku altaf hvítar kúl- ur (piparmyntur) sumir alt- af gular (sítrónur) aðrir rauðar (hindber) o. s. frv. Húsmæður góðar! Farið að mínu ráði, kaupið ykkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.