Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Krónprinshjónin við Gullfoss. Frá Isafirði fóru krónprins- hjónin áfram með skipinu til Siglufjarðar og Akureyrar, þar sem þau munu dvelja eitllivað. Er ákveðið að þau fari þaðan austur í Mývalnssveit, en snúi siðan við til Reykjavíkur. Fara þau landleiðis hingað suður og er ráðgert að þau fari frá Ak- ureyri á föstudagsmorguninn. Verður gist í Reykjaskóla i Hrútafirði á laugardagsnóttina og haldið síðan suður, um Akra- nes og komið lil Reykjavíkur að kvöídi laugardags. Næst- komandi sunnudag og mánudag dvelja þau hjer i bænum að öðru leyti en því að þeim verð- ur sýndur Þingvöllur. Á sunnu- fíeysir skemtir krónprinshjónuninn. daginn fer frarn hjer í bænum mjög fjölmenn skrúðganga í- þrótlamanna og íþróttakvenna í tilefni af dvöl þeirra hjer og á eftir fara fram fimleika- og' glímusýningar. Áleiðis til Kaupmannaliafnar fara þau svo á mánudagskvöld. — Um undirbúning komu krónprinsbjónanna hafa annast tveir nienn, þeir Haraldur Árna son kaupmaður og Ragnar E. Kvaran landkynnir. Munu þeir hafa gert sjer mjög far um að för þeirra hjer mætti takasl sem best. Er vel ef ferð krón- prinsbjónanna verður þeim á- nægjuleg, því að það er islenska ríkinu til sóma. Guttormur J. Guttormur J. Guttormsson skáld úr Vesturheimi er nú staddur hjer á landi til nokk- urra vikna dvalar og er för hans kostuð að öllu leyti af íslendingum. Er dvöl hans einn þáttur í þeirri starfsemi að auka kynni Vestur-lslendinga af heimalandinu. — Guttormur skáld er af merkri ætt úr Múla- þingi. Afi hans var hinn mikli hjeraðshöfðingi Guttormur Vig- fússon, stúdent og alþingismað- ur á Arnheiðarstöðum. Faðir Guttorms skálds, Jón Guttorms- son, flutti til Kanada ásamt konu sinni árið 1875 og nam land við íslendingafljót í Nýja- Islandi. Reisti Jón þar bæ og kallaði Víðivelli. Þar fæddist Guttormur árið 1878, og er hann því innbor- inn Kanadamaður. Foreldrar hans dóu, þegar hann var barn að aldri, og mun ofreynsla og þröngur kostur landnámsár- anna hafa valdið því, að þau dóu um aldur 'fram. Auk þess sem hióðir lians leið mjög af heimþrá. Hins unga drengs biðu nú erfiðir tímar eins og ætla má. Fór liann víða og vann ýms störf, en festi ekki yndi fyr en hann keypti föðurleifð sína, Víðivelli, 1911, þar sem hann liefir rekið búslcap síðan með dugnaði og áhuga. Sjálfur hefir hann unnið óspart að honum, enda leynir sjer ekki, að Gutt- Guttormsson ormur er vinnulúinn maður. — Siðan Stefán Klettafjallaskáld dó hefir Guttornmr skipað önd- vegi meðal islenskra skálda í Vesturheimi. Hefir hann ort fjölda kvæða, skrifað mörg leik rit og söguljóð þó að fæst af verkum hans sjeu kunn hjer á landi. Það var Þorsteinn Gísla- son skáld og ritstjóri, sem fyrst kynti hann hjer heima með því að birta eftir hann kvæði og leikrit í „Oðni“ fyrir allmörg- um árum. Þar á meðal leikrit- Áttatíu ára afmæli eiya í næsta mánuði hjónin Margrjet Sig- urðardóttir og Guðmundur Guðmundsson, Margrjet 1. ágúsl, Guðm. 20. ágúst. Heimili þeirra er að Grettisg- 70 hjer í bænum■ Pjetur Ottesen, alþm. verður 50 ára 2. ágúst. in: Hringurinn, Hinir höltu, Spegillinn og Hvar er sá vondi? —- Og ennfremur mörg kvæða hans, sem vöktu mikla athyglj. Framan af æfinni þótti Gutt- ormur glettinn og ádéflSnn i skáldskap sínum, en er nú með aldrinum orðinn alvarlegri og mildari. Það má undur heita af manni, sem aldrei hefir fæti stigið á islenska mold að liann skuli tala svo góða íslensku, að vart verði Iieyrt annað en hann sje „innfæddur“. En svo er um Guttorm. Sýnir þetta best hvi- líka rækt hann hefir lagt við íslenska tungu. Og er ekki of- mælt þó að sagt sje að íslenskt mál og menning á góðan full- trúa í Vesturheimi þar sem Guttormur er. Þetta hefir ís- lenska þjóðin líka viðurkent með þvi að bjóða hönum heim fyrstum manna með styrk al' fje því, sem ríkið leggur fram til eflingar samstarfi íslendinga vestan hafs og austan. Alla æfi hefir Guttormur þráð að líta augum land feðra sinna og það er fyrst nú þegar liann stendur á sextugu að sú þrá hans rætist. Verður þessum á- gæta landa væntanlega alstað- ar vel fagnað á ferðum Iians um ísland. Isak Jónsson, kennari við Kenn- araskólann, verður fertugur 31. júlí. Frú Vigdís Þorvarðardóttir frá Varmadal, Rangárvöllum, txú til heimilis Frakkastíg 15, verður 70 ára 31. þ. m. Surrealisti einn í New York hefir krafist þess að málverk hans verði tekin af safni einu þar í borginni, vegna l>ess að þar er málverk eftir brjálaðan mann. Kona í New Jersey braust inn i suniarhús eitt og af þvi að hún gat ekki stolið þar neinu sem lnin gat tekið með sjer, hringdi hún til hús- gagnasala og seldi honum iunbúið úr húsinu fyrir 200 dollara. Það var 1000 dollara virði. Máfar, sem elta skip fara að jafn- «ði ekki lengra en 40 km. frá landi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.