Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 íku er öðru máli að gegna, þar sem ferðirnar taka fleiri daga en einn. Því miður höfum við Evrópu- menn látið Ameríkumenn æsa okkur upp i hraðábrjálæðið. En þróunin verður að fara liægt og gætilega, öryggið er fyrir öllu. Hinar mest notuðu farþega- vjelar Junkers, t. d. Ju52 ganga 250 280 km. á klukkutíma Það er liægt að auka þennan hraða um 20—30 km. en verk- smiðjurnar vilja ekki gera það. Ju52 eru þær vjelar Evrópu, sem síðustu árin hafa reynst einna öruggastar í rekstri og verksmiðjurnar vilja ekki hreyta þeim. Og fólk sem er orðið vant að ferðast með ákveðinni vjela- tegund vill helst ekki breyta um. Það er þvi óhyggilegt að koma með nýjar gerðir of oft, þvi að það tekur ávall tíma, að afla nýrri gerð liltrúar almenn- ings. Ameríkumenn fara of geyst. Nú tata þeir um að smíða flug- vjelar ti) ferða yfir Atlantshaf- ið, sem taka 100 farþega. Viljið þjer fara með svoleiðis flug- vj.el? spyr August Dresel, — jeg vildi það að minsta kosti ekki. Hvernig mundi fara ef slik vjel yrði að neýðlenda úti á hafi í (5—7 sliga vindi? Alt mundi fara i sjóinn. Það verður að mjaka sjer áfram en ekki hoppa í flugmálunum. Það er mikið verk að búa til nýja flugvjelagerð. Fyrst er að fá hugmyndina að gerðinni og svo að teikna hana — það eru þúsundir af teikningum gerðar af einu og sömu flugvjelinni. Svo eru smíðuð lítil líkun af flugvjelinni og þau reynd i „vind-tunnelnum“, og þegar því er lokið þá fyrst er farið að smíða. Smíði nýrrar gerðar tek- ur jafnvel liálft annað ár, en þegai fyrstu vjelinni er lokið gengur fljótara með þær næstu. Og nú er þessi fyrsta vjel reynd, einkum hvað styrkleikann snert ir. Hún er hlaðin sexföldum þunga á við það, sem henni er ællað að bera. Ju52 eru gerðar fyrir 10 smálestir en hlaðnar 60 smálestum. Öll efni vjelarinnar eru þrautprófuð áður en þau eru notuð, burðarþol þeirra á- ábyrgjast framleiðendurnir en síðan eru þau röntgenljósmynd- uð af flugvjelasmiðjunni, til þess að sjá hvort nokkursstaðar sje veila í. — Sjerstök áhersla hefir verið lögð á að draga úr hávaðanum í vjelunum, því að liaim er farþegunum til mikilla óþæginda. Og nú er svo vel á veg komið, að menn geta talað saman án þess að kalla, í far- þegavjelunum. Það sem mestu varðar er að brjóta hljóðöld- urnar utan að. Næsta aðal viðfangsefni Junk- ersverksmiðjanna er að búa til flugvjelar, sem noti hráolíu í stað bensíns. Eldsneytiskostnað- urinn yrði þá mun minni en nú — ekki nema þriðjungur. Auk þess er miklu minni eldbætla af hráoliu en bensíni.------ ----Úti á flötinni við verk- smiðjubygginguna standa 26 spánýjar flugvjelar af gerðinni Ju86. Þetta er sprengjuflugvjel- ar af allra nýjustu gerð og geta komist 385 kílómetra á klukku- stund, enda hafa þær 1800 hest- öfl í liréyflunum. Það er sænski herinn, sem hefir keypt þessar vjelar. Og nú eru þarna 25 sænskir flugmenn og verkfræð- ingar að reyna vjelarnar áður en afhendingin fer fram. Sænski herinn á að fá 40 vjelar alls frá Dessau — þær kosta 18 miljón krónur: 450.000 kr. stykkið! En svo hafa þeir keypt einkaleyfi til þess að smíða vjelar af sömu tegund sjálfir. Þeir ætla sjer að eiga 165 svona vjelar eftir fimm ár. Alstaðar er vígbúnaðarvof- an. Þessar vjelar eru með einskonar fallbyssuturni og eru í honum þrjár hríðskotabyssur. í 31 ríki eru flugvjelar frá Junker í notkun og 33 flugfje- lög nota þær. Og þær endast vel. Suður í Nýju Guineu er enn í notkun Junkersvjel frá árinu 1919! Eftirtektarverðast i verksmiðj unum er skálinn mikli, þar sem flugvjelarnar eru settar saman. Þar er meðal annars verið að setja saman vjel af gerðinni Ju90 — Der grosse Dessauer er hún oftast kölluð — vjel sem ofur vel getur flutt með sjer heila bifreið. Auðkýfingur einn befir pantað vjel af þessai-i gerð útbúna ríkmannlegum setustof- um, svefnklefum„ eldbúsi og plássi fyrir bifreiðina sina. En venjulega eru þessar vjelar gerðar með farþegarúmi ein- göngu og laka þá 40 farþega, auk fjögra manna áhafnar. — Fyrst er grindin smíðuð, úr ótal stálsperrum og laug- böndum en utan á hana er svo seymt aluminiumsþynnum. í þessa vjel fara um miljón lmoð- naglar. Skrokkurinn er 26 metra langur, en vængirnir 36 metrar. Ekki heyrist mannsins mál l'yrir logsuðutækjunum og glamrinu i lmoðvjelununL og pressunum. Ein pressan, sem hefir 300 smá- lesta þrýstiþunga er að beygja til stjelið úr einni samfeldri plötu, önnur er að pressa liurð- irnar. Þarna er alt unnið með vjelum. Þarna ægir sanian ýins- um flugvjelagerðum en i öðr- um skála eru eingöngu smíðað- ar vjelar af gerðÍLmi Ju52 og er þar hægt að smiða tiu slikar vjelar samtímis. Á svona stað er það margt sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá manni sem ekki er sjerfróður. Og margt er þarna, sein ekki er til sýnis — leiðsögumaðurinn „hleypur yfir“ það og gestinn varðar ekkert um það. En á Junkerssafnið koma all- ir. Það iLiá eins vel kalla það rannsóknarstofu eins og safiL — „Lehrschau“ kalla Þjóðverjar það. Þar kjuLiLa hinir ungú starfsmeiLn verksiLLÍðjanna sjer þróuiL flugvjelaiðnaðarins i Dessau frá öndverðu og þar eru líköiL af ölluiLL flugvjelagerðuiL- um, sem smíðaðar hafa verið — og enda fleiri. Þar er lil dæmis „flugvængurinn“, sem Junkers teiknaði og hafði svo mikla Irú á, ný flugvjelagferð eins og einn stór vængur i lag- inu, en í honum var komið fyrir hreyfli, stýrishúsi, farþegaklef- um og öðru. Junkers hafði mikla Irú á jiessaLÍ gei'ð, en þó hefir flugvjel með þessti lagi ekki ver- ið sLLiíðuð énn. Dessauverksmiðjurnar eru iiLerkur vitnisburður þýskrar hugvitssemi og verksnilli. Einka leyfin sem starfsemi verksmiðj- anna byggist á, skifta þúsund- iim. Og ný bætast við svo að segja daglega. FRÁ PYRENEAFJÖLLUM. Myndin sýnir spánskan heniLann, seiii fundið hefir son sinn fimm ára gainlan, er týnst hafði á flótfa fjölskyldunnar frá heimili sínu. Á LEIÐ TIL TOKIO. Þessi Svisslendingur heitir Fritz Steininger. Hann er lagður á stað fótgangandi, i hjóðbúningi og með svissneska fánann um öxl, til þess að vera viðstaddur Olympsleikina í Tokio árið 1940. Bandaríkin eru mesta talsímaland heimsins og koma þar 143 símar á hverja þúsund íbúa. En i Evrópu er hvergi eins mikið um síma og í Sví- þjóð. Þar eru 740 þúsund símar eða 118 símar fyrir hvert þúsund íbúa. Næst koina Danir með 109 síma á liúsund íbúa. Farhegarúm i einni af fyrshi slóru Junkers-flugvjelulniim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.