Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Krónprinshjónin koma til Reykjavíkur. Efst t. v.: Krónprinshjónin, þegar skipið var aö leggjast upp aö bryggju. T. h.: Lögregla og skátar á veröi. í miöju: Krónprinsinn og forsætisráöherra ganga upp bryggj- una, aö baki þeim er krónprinsessan og forsœtisráðherrafrúin. NeÖst t. v.: Krónprinshjónin boöin vel- komin á bryggjunni af forsœtisráöherra og frú hans. T. h.: Forseti bæjarstjórnar, Guömundur Ásbjörns- son heilsar krónprinsessunni. lngiriöur prinsessa heilsar forsætis- ráöherra um leiö og hún kemur af skipsfjöl. Heimsókn krónprinshjónanna. Framh. frá bls. 3. Er þau höfðu gengið nokkurn spöl upp bryggjuna tók forseti bæjarstjórnarinnar í Reykjavík, Guðmundur Ásbjörnsson, á móti þeim (í fjarveru borgar- stjóra Pjeturs Halldórssonar) með stuttri ræðu. Bauð hann þau velkomin til höfuðstaðarins og var hrópað fyrir þeim fer- falt húrra. Niður á bryggjunni var allmargt tiginna manna, bæði sendiherrar erlendra ríkja og æðstu embættismenn ríkis og bæjar, er komnir voru þang- að til að fagna krónprinshjón- unum. Heilsuðu þau þeim öll- um með liandabandi áður en þau stigu upp í bílinn. Var nú ekið til Hótel Borg; en þar var saman kominn fyr- ir utan hótelið mikill mann- fjöldi. Er þau höfðu litið á íbúð sína, sem er fagurlega skreyll listaverkum og blómum, hjeldu þau til hústaðar forsætisráð- herra, þar sem þeim var búin ríkuleg veisla ásamt fjölda ann- ara gesta. Við það tækifæri bauð ráð- herra þau velkomin með ræðu, þar sem hann óskaði þess að för þeirra mætti verða liin á- nægjulegasta og hún yrði til þess að styrkja bræðraböndin mill' frændþjóðanna. Krónprinsinn þakkaði síðan ræðu forsætis- ráðherra með nokkrum orðum, þar sem hann flutti þjóðinni kveðju frá foreldrum sínum, konungi og drotningu. Var sú kveðja þökkuð með dynjandi húrrahrópi. Á mánudagsmorgun var lagt upj) í ferðalag að Geysi og Gullfossi. Var veður mjög iilýtt þann dag, en ekki svo bjart sem skyldi. Var ekið rakleitt austur að Geysi að öðru leyti en því að numið var . snöggvast staðar á Kamhabrún og við liinn mikla gíg, Kerið, í Grímsnesi. Við Geysi var snæddur hádegisverð- ur og síðan biðið eftir gosi. Hafði hverinn veHð undirbú- inn, sem best má verða með því að láta í liann mikið af sápu. Og sápan hafði sínar verkanir, því að Geysir gaus stórfeldum og tigulegum gos- um hvað eftir annað og virtust krónprinshjónin mjög hrifin af þessu dásamlega náttúruundri. Frá Geysi var haldið lil Gull- foss og staðnæmst þar um stund. Kom það greinilega í ljós að krónprinshjónunum þótti mikið til hins tignarfríða foss koma, þar sem „hvelfast öldur eins og stæltir vöðvar,, en „afl og friður, ofsareiði og friður“ rennur saman í eina volduga hljómkviðu. Á bakaleiðinni var orkuverið við Ljósafoss skoðað og því- næst haldið í Þrastalund og. sest þar að veislu í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Stýrði Guðmundur Ásbjörnsson hóf- inu og bauð gestina velkomna með ræðu. Mintist hann í ræðu sinni hinna góðu gjafa, sem langafi og faðir krónprinsins hefðu veitt íslensku þjóðinni, með stjórnarskránni 1874 og með fullveldisviðurkenningunni 1918. Þessar góðu gjafir hefðu verið það, sem ýtt hefði meira Á leiö upp bryggjuna. Til vinstri IngiríÖur prinsessa, í miöju Her- mann Jónasson forsætisráöherra og frú, til hægri'FriÖrik rikiserfingi. en nokkuð annað undir fram- tak íslendinga. Þakkaði krónprinsinn ræðu Guðmundar og lýsti ánægju sinni yfir deginum, sem yrði þeim hjónunum hinn minnis- stæðasti. Að afstaðinni veislunni í Þrastalundi var ekið beint til Reykjavíkur. Höfðu liinir tignu gestir nú enga viðdvöl í bæn- um heldur fóru rakleitt um horð í „Dronning Alexandrine“, sem hjelt af stað áleiðis til Isa- fjarðar og Norðurlandsins. Var veður dýrlegt þegar látið var úr höfil. Blíðalogn svo að ekki blakti hár á höfði. Fjöllin fag- urblá og liafið sólstafað, svo að eklci varð kosið á betra brott- siglingarveður. Mun þeirra kon- unglegu tignum þessi stund seint úr minni líða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.