Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 4
4 F.Á L Ií I N N rT ÖFRAMANNINN í Dessau x má með sanni nefna hug- vitsmanninn dr. Hugo Junkers, sem fyrstur smíðaði flugvjelar úr ljettum málmum auk margs annars. Hann byrjaði smátt eins og Thomas Alva Edison — töfra maðurinn í Menlo Park. Edison Þýskalands hyrjaði verksmiðju sína árið 1910 með sjö mönnum, en i dag veit enginn hve mörg þúsund manns verksmiðjur hans liafa í þjónustu sinni, á þessari öld vígbúnaðarins. Kunnastur er liann á flugmálasviðinu, fyr- ir hinar mörgu flugvjelategund- ir, sem hann liefir framleitt, og hafa meðal annars verið notað- að hjer á landi. „Súlan“ og „Veiðibjallan“ voru hvortveggja Junkersflugvjelar frá Dessau. Junkers byrjaði starfsemi sína i blikkskúr en Edison í járnbrautarvagni. í dag er heilt hverfi utan Dessau alsett verk- smiðjubyggingum frá Junkers og vitanlega er þar sjerstakur flugvöllur og jarðgöng með loft- Hjer á myndinni sjást tvær flugvjelar, önnur stór, en hin lítil. Getur stóra flugvjelin flogið upp með hina á bakinu. Þegar bær hafa náð altmikilli hæð á þennan hátl, er þeirri litlu slept og látin fljúga á eigin spýtur. Eldsneyti litlu ftugunnar sparast mikið við að hún þarf ekki að taka sig upp með eigin afli. Töfrainaðurinn i De§§au súg til þess að reyna þol flug- vjelanna. Þar eru risavaxnir skálar til þess að setja flugvjel- arnar saman í og þar eru verk- smiðjur fyrir flugvjelahreyfla, þar sem ekki heyrist mannsins mál allan daginn fyrir hávaðan- um frá hreyflunum. Og þar er stór skrifstofubygging þar sem alt er á ferð og flugi, eins og vera ber. Enginn óviðkomandi fær að koma inn um hlið verksmiðju- þorpsins án þess að hafa sjer- stakt leyfi og meðmælingabrjef. Lögreglan stendur þar á verði og athugar „passann“ alveg eins og maður væri að koma inn í ókunnugt land. Lögreglan vísar gestinum svo til varðstjórans og varðstjórinn til móttökumann- anna. Þar fær gesturinn stórt eyðublað, þar sem hann skrifar nafn sitt, heimilisfang og aldur og lýsir erindi sínu. Þegar því er lokið kemur „pressuchefinn“ til sögunnar. Hann heitir August Dresel og hefir samið ýmsar bækur um flug, og einn af að- stoðarmönnum hans er dr. Hans Meinhard, gamalkunnugur svif- flugsmaður. Það er alls ekki hlaupið að því að komast inn í svona verk- smiðju í dag, því að þar gerist margt, sem flugmálastjórnum annara ríkja væri fengur í að vita. Allstaðar er sama vígbún- aðarkappið og allstaðar eru hafðar njósnir eftir þvi sem föng eru á, ekki síst um öll þau fyrirtæki sem framleiða her- gögn. Þýskaland er að vígbúa sig í sífellu og hvergi eru hafð- ar hetri gætur á leyndarmálun- um en í einræðisríkjunum. Sá sem þetta ritar hafði skrifað flugmálaráðuneytinu í Berlín og beðisL leyfis að mega skoða verksmiðjurnar í Dessau. En svarið var ekki komið. Þó greiddist úr öllu, er Dresel fjekk símasamband við ráðu- neytið i Berlín og fjekst leyfið. Dyrnar stóðu opnar en þó ekki allar dyr, því að margt er það í verksmiðjunum í Dessau, sem ókunnugir fá aldrei að sjá. Hugvitssemi Hugo Junkers náði til hinna óliklegustu og ó- likustu verkefna, frá flugvjel- um og baðofnum til hreyfla og skauta úr ljettmálmi. Árið 1910 fjekk hann „Nur-fliigel“-einka- leyfi sitt og í desember tveim- ur árum síðar fór fyrsta flug- vjel hans í reynsluflug. Junkers náði ekki sigri sínum sofandi og gekk á ýmsu hjá honum bæði á striðsárunum og árunum eftir striðið, er bandamenn bönnuðu Þjóðverjum að smíða flugvjelar. En Junkers notaði þennan tíma til þess að endur- bæta uppgötvanir sínar, svo að þær yrðu til taks þegar færið kæmi. Junkers var sýnl um að sameina vísindi og hagnýta reynsiu og þessvegna varð hon- um ágengt. í fyrstu smíðaði Junkers litlar flugvjelar, „sportsvjelar“ og til hernaðar. En í stríðslokin fór hann að smíða farþegaflugvjel- ar, ætlaðar lil reglubundinna ferða á ákveðnum leiðum. Fyrsta fiugvjelin af þessari gerð hjet F13 og var fullgerð 1919. Og næstu árin hafði Junkers nóg að gera, því að árið 1925 Hugo Jimkeix isein fp'stnr smíðaði flugrvjelai* iii* eiiifóniiiiu iualiui. voru 178. Junkersvjelar í föstum áætlunarferðum og flugu það ár yfir 6 miljón kílómetra og fluttu yfir 100.000 farþega og 650 smálestir af vörum. Iðnað- urinn eflist og Junkers smiðar smámsaman alt til flugvjelanna og setur upp stóra lireyflaverk- smiðju, hann smíðar öll áhöld til smiðanna, dráttarvjelar og margt fleira. Og árið 1927 voru Junkersflugvjelarnar orðnar svo fullkomnar, að engar aðrar vjel- ar stóðu þeim þá á sporði. Það ár settu Junkersvjelar 33 met, þar á meðal þolflugsmet með 52 tímum 27 mínútum, sem þó vaj- lirundið siðar á árinu af annari vjel af sömu gerð, sem tókst að fljúga 62 tíma samfleytt. Árið 1928 var í fyrsta sinn flogið vestur yfir Allanlshaf og var það ó Junkersvjel, Neuenhofer setti hæðarmet á Junkersvjel- inni W34: 12.739 metra og nýju gerðirnar Ju60, Jul60 og Ju86 koma á markaðinn. Síðasla gerðin var með olíuhreyfluni og tókst að fljúga 5800 km. á 20 tímum. Á þessu sama ári smíð- aði Junkers þúsundustu flug- vjelina sína. Iljer er stiklað á ]>ví stærsta úr sögu verksmiðj- anna meðan Hugo Junkers sjálfs naut við, en hann andaðist árið 1935 — á 76. afmælisdaginn sinn. En hinir þaulreyndu sam- verkamenn og lærisveinar hans bahla starfi hans áfram. Hug- vitsmenn og visindamenn, sem með hinni frægu þýsku vand- virkni „reyna og prófa alla hluti“. Við smíði flugtækjanna verð- ur fyrst og fremst að leggja á- herslu á öryggið, segir August Dresel. — Það stoðar ekki að lmgsa um það eitt að auka hrað- ann í það óendanlega. Hraða- brjáiæðið, sem jeg vil kalla það kemur frá Ameriku. Þar hefir hraðinn verið aukinn gegndarlaust síðustu árin, og eins og maðurinn sáir mun hann uppskera. Slysum hefir fjölgað afarmikið í Ameriku í seinni tíð. Við skulum nú líta á hve geysilega fluginu hefir miðað áfram á síðustu 15—20 árum. Á hundrað árum hefir járnbraut- unum tekist að ná þeim hraða, sem þær hafa í dag - 100 km. á klukkutíma, en í dag — 35 árum eftir að fyrsta flugvjelin lyfti sjer — eru til flugvjelar sem komast 700 kílómetra. Það \ verður að gera greinarmun á hernaðarflugvjelum og farþega- flugvjelum. Hernaðai’flugvjel- arnar eiga að geta lagt meira í hættu og verða að vera hrað- lleygar til þess að geta nóð til- gangi sínum. En af farþegavjel- inni verður fyrst og fremst að krefjast öryggis. í Evrópu eru vegalengdirnar svo stutlar, að það varðar minstu hvorl maður kemst stundarfjórðungi fyr eða síðar á áfangastaðinn. í Amer-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.