Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L Iv I N N WYNDHAM MARTYN: 3 MANNDRÁPSEYJAN „Þjer eruð ósvífinn,“ sagði Phyllis Cann- ell og stóð upp. Nú sá Beecher að öll von var úti. Nú fór hún. Og liún mundi aldrei framar sitja Iijá lionuni og hlusta á liann lesa fyr- ir óþörf brjef, sem liann bjó til svo að hún vrði lengur. Skjddi Reichsen, hókar- inn, hafa heyrt lil þeirra? „Þjer getið farið,“ sagði hann upphátt. gHjer þurfum við á duglegu fólki að halda.“ Reichsen liafði heyrt og skilið. Hann hrosti borginmannlega þegar Phyllis fór út. Hann hafði líka gefið henni liýrt auga. „Maí og desember eiga aldrei samleið,“ sagði Reichsen til að hugga húshóndann, en fjekk ekki annað svar en heiftariegt hornauga. Phyllis var ekki eins róleg og hún virlisl vera, er hún var á leiðinni heim. Hún hafði þörf fyrir þessa tuttugu dollara á mánuði. Þeim fækkaði með hverju sumri, sein komu til Summer Harbour, svo að sífelt varð erfiðara að leigja herbergin. Tillv Maims skilaði boðunum til henn- ar, um að koma inn til langömmu sinnar. Gömlu konunni var mikið niðri fyrir. „iHjerna hafa gerst heillavænleg tíð- indi!“ sagði hún. Phyllis kysti hana. „Hlustaðu á mig fyrst,“ sagði hún. „Óþokkinn hann Eeech- er sætti lagi til að biðja mín í dag, þegar jeg sat og var að hugsa um tennismótið í Ne\vport.“ „Jeg vildi óska að jeg gæti lamið liann eins og hund!“ sagði frú Cleeve áköf. „Hvað sagðir þú?“ „Jeg' skildi að hann mundi segja mjer upp, svo að jeg varð fyrri til.“ „Agætt! Jeg hafði einmitt hugsað mjer að taka þig þaðan. Jeg hefi hugað þjer annað.“ „Tuttugu dollara virði á viku?“ spurði Phyllis, sem altaf hugsaði um fjárhags- hliðina. „Miljóna virði!“ Langamma sagði henni frá gestunum. „Elsku langamma, þetta eru nú loftkast- alar! Þau hafa alls ekki boðið þjer og Cleeve og mjer að vera lijá sjer“. „En það skal koma. Trúðu mjer til, inn- an viku skal mr. Atliee verða eins og vax í hendinni á mjer. Heldurðu að liann hafi ausið út peningum til að lifa eins og ein- setumaður? Hann játaði að hann ætlaði að bjóða til sín gestum vegna dóttur sinnar. En - þú hittir svo marga þarna i bank- anum. Hvað segir fólk um hann þar?“ „Hann er ekki vel liðinn, vegna þess að hann hefir ekki notað verkamenn hjeðan, og vegna þess að enginn fær að koma i land á eyjunni. En Beecher segir, að hann sje forríkur. Hann hefir ekki komið í bank- ann, liann hefir umsjónarmann, sem ráð- stafar öllu. Jeg ldakka til að hitta hann“. „Láttu ekki á því bera. Jeg hefi sagt Tilly fyrir um, hvernig hún eigi að haga sjer við hann“. Gamla konan virti einfalda kjólinn sem Phyllis var í, fyrir sjer. „Erissa á líklega ljómandi fallegan fatnað. Það er ómögulegt að láta þig ganga í þessu, eins og einhvern fátækling. Jeg síina lil Curtis og bið liann að senda mjer þúsund dollara í rekstursfje. Jeg finn það alveg á mjer, að þessi bágindatilvera okkar er bráðum úti. Það skeður margt merkilegt i sumar, væiia mín.“ Frú Hydon Cleeve reyndist sannspá í ]>ví. Hefði hana grunað hvað hún átti í vænd- um á Manndrápsey, mundi stálvilji liennar og ókúgandi hugrekki hennar máske hafa brugðist henni. „Þú lítur ljómandi vel út,“ sagði Phyllis og strauk lienni um magra hendina. „Jeg á mörg ár eftir enn,“ svaraði hún sigri hrósandi, „og mikið ógert. Fyrst verð jeg nú.að koma þjer og Cleeve i gott og ríkt hjónaband og svo þarf jeg að borga ýmsar skuldir. Þú þarft ekki að liugsa um annað en láta Erissu geðjast að þjer, Phyllis. Það er merkileg stúlka, skal jeg segja þjer. Fög- ur eins og málverk og með augu sem eru svo sakleysisleg og spyrjandi. Faðirinn ber það með sjer að liann er kotungur, sem hefir haft lukkuna með sjer. Hann þorir sennilega ekki að reyna að komast í hóp betra fólksins af eigin raiiileik eða í sínu eigin landi. í minni tíð hitti maður aldrei svoleiðis fólk í Englandi, en nú er það orðið öðruvísi. Hann verður mjer nú ekki erfiður í vöfunum. Það er miklu hægara að sansa karlmenn en konur. Og Cleeve ætti ekki að verða skotaskuld úr því að tjónka við stúlkuna." „Jeg skil! Hann á að giftast henni?“ „Vitanlega.“ „Góða langamma. Trúir þú ekki á ást?“ „Jú, það geri jeg, en maður verður að reyna fyrir sjer til þess að vita vissu sína. Jeg skal segja þjer .... Nú barði Tilly varlega á dyrnar, svo að samtalið fjell niður. „Þau þekkja varla nokkurn mann i Am- eríku nema fáeina kaupsýslumenn. Þau voru að þinga um, livaða fólki þau ættu að bjóða til sín. Þjer megið trúa að þetta er slórt hús — eftir því sem þau segja.“ „Jeg verð að hafa hjer hönd í bagga“, sagði frú Hydon Cleeve ákveðin. Jeg vil ekki liafa hvaða fólk sem er nærri mjer. Tilly, bjóddu þeim að borða með mjer klukkan hálfátta í kvöld. Þú lætur þau skilja það upp á fínan máta, að jeg geri þeim mikla sæmd með því að bjóða þeim. Guði sje lof að jeg á þó dúlítið af boðleg- um silfurborðbúnaði ennþá. Farðu nú und- ir eins, Tilly. „En ef þau afþakka?“ sagði Phyllis. „Það kemur ekki til þess. Jeg get sjeð, að liann hefir þegar dálítinn beyg af mjer, hann kemur bara til að sannfæra sig um, að hann“ hafi það ekki. III. kapítuli. Frú Hydon Cleeve var komin á það 'æfi- stig konunnar að hún var hætl að hugsa um tískubreytingarnar. Hún var altaf í síðum kjólum. Þegar Alhee kom smoking- klæddur inn í háreista og rúmgóða stofuna, var húsmóðirin þar fyrir í svörtum flauels- kjól, brydduðum með hermelínskinni. Eng- inn gal neitað því, að hún var hin tíguleg- asla. Þegar hún sá, hve hátíðlega liann heilsaði henni, skildi liún að Tilly hafði ekki sparað lofgerðina. Þessi maður vissi að hann stóð,andspænis konu, sem hafði verið stormsveipur samkvæmislifsins frá því i æsku sinni -og þangað til hún varð öreigi. í Austurríki höfðu menn háð einvígi um hana áður en Franz Jósep varð konungur Ungverjalands. Hydon (deeve, sem beindi fránum augum sínum til Mexico, liafði ferðast þangað með brúði sina svo sneinma að þau fengu tæki- færi lil að sjá Maximilian, Miramon og Mejia tekin af Jífi. Honum liafði ofboðið sú sjón svo, að hann hafði fengið óbragð. á hinni latnesku Ameríku, þar sem hann átti margra hagsmuna að gæta; en hinni töfr- andi konu hans höfðu þessir atburðir orð- ið efni í inargar skemtilegai- frásögur. Það virtisl svo, sém hún heillaðist af þeim'stöð- um, sem liættulegt var að fara um. Hún var þrítug þegar George Sand dó, og ýmsir þóttust kenna frú Cleeve í sumum skáld- sögulýsingum hinnar frönsku skáldkonu. Mr. Athee sneri sjer að ungu stúlkunni og hneigði sig á ný. Hún stóð við stól gömlu konunnar. Útlit liennar var lil þess fallið að vekja alhygli, hún var frábærlega fríð sínum, augun voru hreinskilnisleg og lað- andi og líkaminn unggæðislegur og' svipaði dálítið til íþróttapilts, en það þykir rnikil kvenprýði nú á dögum. Frú Cleeve kynti gestina fyrir Phyllis eins og hún væri konungleg persóna. Gamla konan gleymdi því aldrei, að hún var í ætl við liöfðingja í þremur þjóðlöndum Evrópu. Phyllis fanst ekki neitt sjerlega einkenni- legt við mr. Athee. Þó var það auðsjeð að hann var deigur og hræddur við eitthvað, en hugrekki var eiginleiki, sem lienni fanst enginn karhnaður geta verið án. Henni fanst miklu meira koma til Erissu. Phyllis fanst hún aldrei hafa sjeð neitt jafn töfrandi og augun í henni og fíngerða andlitið og grannvaxinn líkamann. Henni fanst jafnvel að liún hlyti að líta eins og ferlíki út við hliðina á lienni. Frú .Cleeve fann það á sjer, að þær stúlkurnar yrðu vinir sjálfkrafa, án þess liún gerði nokkuð til þess og sneri sjer því eingöngu að milj- ónamæringnum. Hún vissi af reynslu, að karhnennirnir settu ekki eins fyrir sig á- gengni hennar og hlífðarlausa bersögli eins og kvenfólkið. Silfurskálina sem hann var að dáðsl að þessa stundina hafði hún fengið hjá keis- arafrúnni í Austurriki, sem hún liafði verið i veiðiferðuin með á höfðingjasetrum í Eng- landi og írlandi. Hann hafði rekið augun í skjaldarmerki keisarans. Frú Hydon Cleeve sá, að hann efaðisl ekki um það, sem lmn sagði. Ilún þurfti ekki að leggja sig i framkróka þessvegna. Hún sagði bara frá, sjálfri sjer til ánægju. „Jeg liefi þekl marga fjármálamenn,“ sagði hún, „og þeir liafa aldrei getað leikið á mig þvert á móti. Mjer er altaf skemt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.