Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNCS/Vtf U/SHbtfftNIR Látlð ekki knöttími skemmast. Ef fótboltinn ykkar á að endast vel þarf liann góðrar umhirSu við. Annars eigið þið á hœttu að ])ið missið marks í stað ])ess að hitta, vegna þess að knötturinn fari skald. Hjerna eru nokkur góð ráð um hirð- inguna á honum: Dælið ekki of niiklu lofti i knött- inn. Margir liafa þá röngu skoðun, að knötturinn eigi að vera harður eins og steinn. Þegar hann er mjög blásinn þá slitnar hann miklu fljótar en ella mundi, sjerstaklega þegar maður iðkar knattspyrnu á malar- velli, eins og þið gerið víst altaf. Saumarnir á knettinum pressast út, þegar blaðran er þanin mjög mikið og slitna þessvegna meira en ella. Þið skuluð reyna fyrir ykkur, livern- ig knötturinn verður mátulega harð- ur. Á myndinni sjáið þið tvent, sem þið verðið að útvega ykkur ef þið viljið hirða vel um fótknöttinn ykkar. Annað er trjegaffall (mynd 1) og liitt er reimarnái (mynd 2). Þið getið víst fengið hvotlveggja keypt en annars gelið þið smíðað ykkur trje- gaffalinn sjálfir. Þegar knötturinn hefir verið dæld- ur nægilega þá er blöðruhálsinum iokað með venjulegu gúmmíbandi — það er óþarfi að herða mjög á fyrir- bandinu. Leggið síðan blöðruhálsinn inn undir reimarbarminn öðrumeg- inn, — þeim megin, sem blaðkan er ekki saumuð l'öst undir. Margir stinga hálsinum undir með fingrunum en aðrir nota reimanálina lil þess og það þykir fótboltagerðunum vænt um, Ijví að þetta er vissasta leiðin til að eyðileggja blöðruna! Notið trjegaff- alinn, bæði lil þess að stinga blöðru- hálsinum inn og eins til ])ess að lijálpa til þegar þið reimið knöttinn saman. Þið eigið vitanlega að reima hylkið saman með flatri leðurréim, sem altaf á að liggja þvert yfir opið, al- veg eins og þegar þið reimið að ykkur skó (sjá leikninguna, mynd 4). Þegar liylkið hefir verið reimað fasl aftur á að stinga reimarendanum vandlega undir reiminguna. Það get- ur verið stórhættulegt, að láta reim- arendann lafa lausan út úr knett- inum. Það getur jafnvel köstað ykkur augað, og |)að er dýrt spaug fyrir að spara sér ekki meiri vinnu. Þurkið vel af knettinum í hvert skifti sem þið hafið notað hann, og herið við og við sýrulaust vasilin á leðrið, ef þið gadið þess, er knöttur. inn ykkar altaf i góðu standi. Fangar lamafólksins, framhaldssaga með myndum. 5. kafli: Afkomandi Djengis Khans. 13. Mannfjöldinn færði sig til hlið- ar með mikilli lotningu og rýmdi til fyrir doktornum og John er þeir gengu áfram yfir torgið í samfylgd Tzin-Los. „Viltu ekki segja mjer, hvaða undrabær þetta er, sem við erum konmir í, pabbi,“ hvíslaði John. „Jeg liefi stundum heyrt því fleygt að lijer í fjöllunum ætti að vera fólg- in æfintýraleg musterisborg, en liefi liingað til lialdið, að það væri ein- ber uppspuni, en nú fer jeg að halda að það sje eitthvað til i því. Nú ætla jeg aðeins að vona, að yfir- höfðinginn, þessi Titra Lama, verði okkur ekki mjög ónáðugur", hætti dr. Madigan við og var auðsjáanlega ekki mn sel. 14. „Þegar jeg hugsa mig betur um,“ hjelt dr. Madigan áfram, „þá man jeg eftir gamalli mongólskri frásögn um gamla musterisborg, sem á að liafa verið stofnuð fyrir mörg- um hundruðum ára af mönnum hins gamla lierskáa tartarakonungs Djen- gis Khan. Þeir voru orðnir þreyttir á sífeldum hernaði og höfðu í launii dregið sjer mikið af auðæfum furst- ans og höfðu það með sjer upp í fjöll og stofnuðu þar þessa borg, sem við sjáum hjer nú, ef jeg get rjetl til. Þeir hafa'falið sig vel og það er víst af hræðslu við Djengis Khan, sem þeir hafa sett borgina hjerna, á svona stað, sem nær ó- mögulegt er að komast að. AS þvi er mjer sýnist helst á björgunum hjerna alt í kring, stendur bærinn ofan i æfagömlum eldgíg.“ 15. Meðan dr. Madigan var að segja þetta voru þeir komnir að breiðu marmaraþrepunum. Mann- fjöldinn stóð kyr á torginu, en Tzin- Lo og fangarnir tveir hjeldu áfram upp þrepin. Svo fóru þeir inn um skrautlegt 'hlið og nú stóðu þeir í undurfögrum súlnagöngum, skreytt- um dýrindis klæðum á gólfi og veggj- um. Þeir gengu um súlnahöllina, og var loftið þar þrungið af reykelsis- ilm en fjöldi lampa logaði á veggj- unum, og hjeldu áfram þangað til Tzin-Lo benti þeim að fara inn í annan minni sal, enn skrautlegri. „Gerið svo vel að bíða hjerna,“ sagði Tzin-Lo við dr. Madigan, „hinn mikli Lama óskar að fá að tala við unga piltinn 1 einrúmi." Hvað gerist nú? Þið sjá.S það í næsta blaði. Túta frænkn. BLAÐALJÓiSMYNDARINN á stundum erfiða daga og myndin lijer að ofan sýnir, að hann getur lcomist í hann krappann. Maðurinn á myndinni var að taka mynd af mokstrarvjel á Thamesá, en festist sjálfur í leðjunni, svo að menn urðu að draga hann upp. Minsta kirkja í heimi er í Latolitá i Kentucky. Þar geta ekki setið nema þrir. Jay Bruce er frægasti Ijónaveiðari i Californíu. Hefir hann drepið 284 Ijón.i Lucille Noonan símastúlka i San Francisco man 2000 símanúmer. Margaret Madden var barnakenn- ari vestur í Ameríku í 05 ár. Hún kendi barnabörnum fyrstu nemendn sinna. REYNIÐ AD LITA þessa rnynd með sem eðlilegustum litum og sjáið hvernig ykkur teksl ])að. Áðallitirnir Maður einn i Connectitul Ijet tatt- óvera á öxlina á sjer númerið sem hann liafði í manntalinu. Hann gætti þess ekki, að ])essi tala breyt- ist við hvert manntal. eru á sjónum og á himninum, seglin skuluð þið ekki eiga neitt við. Sjáið hvernig það gengur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.