Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 3
F Á L Iv I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: A n I o n Schjötsgade i 4. Blaðið kenmr út livern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Anglfisingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Aldinn niaSur nefndi ísland fyrir nokkrum árum „land kunningsskap- arins“ og gerði það í slíku sambandi að orðin fengu vængi. Hann átti við það, að í litlu þjóðfjelagi, þar sem margir þekkjast, væri meiri hætta á undanlátsemi, en þar sem þjóð- fjelagið er stærra og persónulegur kunningsskapur fyrirferðarminni í opinberu lífi. Víst er um það, að kunningsskap- urinn getur verið liætlulegur. En þó er hitt eigi að síður staðreynd, að andstæða hans verður eigi að síður að meini. Og sannast að segja þá er það áberandi í íslensku þjóð- lífi hve illgirni og jafnvel hatur er ofarlega í fólkinu, sem á heima i „landi kunningsskaparins.“ Að eðlisfari eru íslendingar ýmist einstaklega rólyndir menn eða þá ofsafengnir eins og vikingur, sem bítur í skjaldarröndina. Með hrað- anurn, sem komið hefir yfir þjóðina samfara nýjungum þeim, sem orðið hafa' í samgöngum hennar og vinnu- brögðum, hafa ýmsir hinna rólyndu manna mist jafnvægið og gengið úr æfagömlum skorðum. Þeir eru alt í einu farnir að flýta sjer, en það skyldi seinn maður aldrei gera. Það er góð regla að „flýta sjer hægt“, því að það eru ekki nema 'fáir sem geta flýtt sjer eða kunna að flýta sjer. Þeir framkvæma og tala áður en þeir hugsa, og þá þarf ekki að fara í grafgötur um árangurinn. Veiklun sú, sem sjá má í athöfn- um margra, hvort heldur er i opin- beru lífi eða einkalífi, stafar með- fram af þeirri taugatruflun sem staf- ar af því, að nienn eru að flýta sjer, án þess að kunna það. Það er þess- vegna sem svo oft verður illyndi og stóryrði 'úr svo litlu og skammir og fúkyrði koma í stað rólegrar athug- unar og rökræðu. Þar sem þetta Verður að venju er þess skamt að biða, að hatrið fari að festasl í lund- in.ni og hatrinu fylgir jafnan alt ilt. Aldrei hefir góður sigur unnist með ofstopa og hatri, heldur með sanngirni og festu. Sá sem heldur vel á sinu máli flýtii' sjer aldrei, nema hann kunni að flýta sjer; hann vinnur markvist og er eins og slarfsmaðurinn, sem afkastar meiru en aðrir þó liann sýnist ekki fara hart. Og gefur sjer ekki tima til að tala í bræði. Það er list að lifa og ekki sist list að temja skap sitt. Stillingar- maðurinn rólegi er ómissandi hvar sem er, ekki síst í þjóðfjelaginu, þar sem „allir eru að flýta sjer“. Sjóvátryggingarfjelag íslands tuttugu ára. Sjóvátryggingarfjelag íslands vai tuttugu ára fimtudaginn 20 þ. m. Var stofnun þess stórmerkilegur við- burður fyrir islensku þjóðina, þar eð með henni var hin fyrsta tilraun gerð til að reka sjálfstætt, íslenskt tryggingarfjelag. Eiga stofn- endur fjelagsins, sem voru 24 at- vinnurekendur, flestir úr Reykja- Axel V. Tulinius. vík, miklar þakkir skyldar fyrir framtaksemi sína. Nafn fjelagsins er dálitið villandi, fyrir ])á, er ekki þekkja til fjelags- ins, því að auk þess sem fjelagið annast sjávátryggingar, þá hefir það einnig deildir fyrir brunatrygging- ar, liftryggingar, bifreiðatryggingar, jarðskjálfatryggingar, flugvjelatrygg- ingar o fl. En nafn fjelagsins skýrist út frá því, að upphaflega var fjelagið að- eins sjóvátryggingarfjelag, sem átti lítið undir sjer. En mjór er mikils vísir, og fje- Iagið hefir eflst og vaxið ár frá ári og rekur nú margar greinar trygg- ingarstarfsemi, eins og áður er bent á. Nú er fjelagsskapurinn orðinn að lirt/njólfur Stefánsson. öflugu fyrirtæki, er fullkomlega stendur á sporði erlendum, stórum tryggingarfjelögúm, er hafa útibu hjer á landi. Er Sjóválryggingarf jelagið hafði slarfað 7 ár, stofnaði það brunr,- tryggingardeildina, og er það ir.i orðin mjög umfangsmikil deild, seni erlend umboð hjer á landi, hafa orð- ið að láta i minni pokann fyrir. 1. desember 1034 opnaði fjelagið líftryggingardeild sína, og var stofn- un hennar eðlileg afleiðing brýnn- ar þarfar á innlendu líftryggingar- fjelagi. Hefir fjöldi manna þegar trygt sig i henni og vex sú deild mjög ört og nýlur traust og vin- sælda. Sem dæmi um hinn mikla við- gang líftryggingardeildarinnar, má geta þess, að á síðustu 4 árum hafa nýtryggingarnar numið 17 miljónum lcróna, sem er mikið fje á íslenskan mælikvarða. Auk þess sem Sjóvátryggingarfje- lagið annast nýtryggingar, hefir það yfirtekið liftryggingar hinna alþektu sænsku líftryggingarfjelaga, „Thule' í Stokkhólmi og „Svea“ í Gautaborg, frá 1. jan. 1938. Eftir hina miklu aukningu er við það varð, er liftryggingardeildin orðin ein af stærstu deildum fje- lagsins. Bifreiðatryggingadeildin hóf starf- semi sína í ársbyrjun 1937, og tók hún þá strax við bifreiðatryggingum vátryggingarfjel. „Danske Lloyd,“ sem hafði starfað alllengi hjer á landi, en hætti nú störfum. Smærri tryggingardeildir hefir lje- lagið, svo sem jarðskjálfta- og flug- vjelatryggingar. Þær þrjár flugvjelar, sem lil eru hjer á landi hafa trygt sig hjá fjelaginu. Hagur fjelagsins hefir verið góð- ur, þó að það liafi oft fengið þunga skelli, einkum þó sjóvátryggingar- deildin. Það hefir haft mjög mikla þýð- ingu fyrir framgang fjelagsins, að Eimskipafjelagsluisið. Á annari hæð jiess eru skrifstofur Sjóválryggingar- fjelagsins. það hel'ir hafl ágæta stjórn og ötu11 l'ramkvæmdastjóra. Á liðnum 20 árum fjeiagsins, eða l’rá stofnun þess hefir það aðeins haft tvo framkvæmdastjóra, þá Axel V. Tulinius, fyrv. sýslumann og Brynjólf Stefánsson mag. scient. Ax- el V. Tulinius var framkvæmdastjóri l'rá stofndegi og lil 1933, er lianu baðst undan ])vi, sakir vanheilsu. Sigríður Þórðardóttir og .lón Guðmundsson, Baklmstig 8. áttu 50 ára hjúskaparafmæli jiann 2fí. J>. m. En síðan hefir Brynjólfur hafl fram- kvæmdastjórn á hendi. Formenn fjelagsins hafa verið: Sveinn Björnsson sendiherra, L. Ivaaber bankastjóri, Jes Zimsen konsúll og Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri (núverandi formaður). í stjórn auk formanns eru nú: Lárus Fjeldsted hrm., Hallgrimur A. Tul- inius stórkaupm., Aðalsteinn Krist- insson forstjóri og Guðmundur Ás- björnsson kaupmaður. Allir þessir menn, er nefndir hafa verið í þessari grein, ásamt mörgum öðrum, hafa reynst fjelaginu hinir nýtustu menn, er gert hafa sjer alt far um að viðgangur fjelagsins og vöxtur yrði sem mestur. Á tuttugu ára afmælinu óskar blaðið fjelaginu allra heilla á ókomn- um árum. „The Honse of Hank“. Fimtán ár eru liðin siðan hinar frægu hveitimyllur Joseph Ranks byrjuðu að selja vörur sínar til ís- lands. Hefir Valdemar F. Norðfjörð jafnan verið umboðsmaður firmans Ranks Limited hjer á landi og starf- ar framvegis á sama grundvelli og verið hefir. Stofnandi firmans, mr. Joseph Rank lifir enn í hárri elli tæplega hálfníræður og hefir skiljanlega lát- ið af stjórn firmans, en sonur hans, mr. James Rank tekið við sem aðal- framkvæmdastjóri þessa mikla fy:'- irtækis, sem talið er meðal hinna fremstu i Englandi i sinni grein. Saga þess er hin merkilegasta og sýnir m. a. hvernig dugnaðarmann- inum Rank eldri tókst að vinna upp fyrirtæki sitt, þó han byrjaði með tvær hendur tómar. Myndin að ofan er af mr. Joseph Rank. í herradeildum klæðaverslana í London hefir það verið rannsakað, hverskonar manshjettskyrtur menn kaupi lielst. Við þá rannsókn kom það í ljós, að það voru dömur en ekki herrarnir sjálfir sem sáu um innkaupin á skyrtunum. — Uppá- haldsliturinn var blátt, þá grátt, grænt og að lokum brúnl, I sumar var alveg óvenjulega lágt i Rhonefljótinu i Frakklandi og ])etta leiddi til þess að Vassy safn- vörður i Vienne fann þar merkileg- an grip. Iiinn dag sá hann út i fljót- inu röð af gömlum stólpum og leií- ar af gamalli brú. Hann ljet draga þetta á land, og fanst á fljótsbotnin- um nakin Venus mynd, hin dásam- legasta marmarastytta, sem reynist að vera frá dögum gallo-rómverska listtímabilsins. Styttan hafði brotn- að nokluið, en þó ekki meira en svo að auðvelt var að setja hana saman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.