Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N fíevtel Torvaldsen (sjálfsmynd). Vart mun til sá Reykvíkingur, ei ekki man eftir myndastyttu, er stóð á miðjum Austurvelli áður en hún var flutt þaðan burt, er minnismerki Jóns Sig- urðssonar var sett þar. Þessi stytta var af myndhöggvaran- uin fræga Bertel Thorvaldsen, gerð af honum sjálfum. Nú á þessi sama stytta sæti suður í Hljóniskálagarði, en er ekki veitt svo mikil athygli sem áð- ur, þar eð hún er síður á al- mannafæri en meðan hún stóð á Austurvelli. Annað lislaverk er til eftir Thorvaldsen hjer i Reykjavik, sem margir Reykvik- ingar kannast við, en það er skírnarfonturinn fagri i Dóm- kirkjunni, sem er gjöf lista- mannsins til íslendinga. Vildi hann með gjöf þessari votta ást sína íslenskri þjóð, sem lífsræt- ui hans iágu frá að nokkru leyti. Myndhöggvarinn, Bertel Thor valdsen var fæddur í Kaup- mannahöfn 19. nóvember árið 1770. Faðir hans, Gottskálk að nafni, var íslendingur. Hann liafði farið ungur utan og var trjeskeri að iðn. En móðir Bert- els var jótsk bóndadóttir og hjet Karen Grönlund. Foreldr- arnir voru mjög fátæk og það hætti heldur ekki úr skák að fað irinn var mjög hneigður til áfeng- isnautnar. Það þarf ekki að taka það fram, að Bertel litli naut engrar mentunar í æsku annar- ar en þeirrar að lesa og skrifa. Bæði var það að efni skorti tii að setja liann til menta og liitt að drengurinn fór að hjálpa föður sínum í iðn hans, þegar hann stálpaðist. 11 ára garnall komst hann þó inn í kunstakademíið, og eftir tiltölulega stutl nám þar Bertel Thorvaldsen. vann hann silfurmedalíu þess fyrir verk, er hann hafði leyst af liendi. 1789, þegar Bertel var 19 ára fór fram samkepni inn- an akademísins og vann liann þá gullmedalíu og vakti þar með á sjer athygli, sem liafði það í för með sjer, að liann fekk ferðastyrk til suðurfarar hjá rikinu. Úr ferðalaginu varð þó ekki fyrst um sinn og ollii því ýmsar ástæður. En ein megin- ástæðan var sú, að liann varð að styrkja heimili sitt, þar eð faðir hans lagðist í meiri og hann yrði hafður að liáði fyrir það, svo að hann kvaldi sig til þess að vera kyr, og var það norrænni list mikið lán að svo var. — Fyrstu árin á Ítalíu fóru mest í það að skoða söfn og stæla forna höggmyndalist, en frumleg verk frá hans hendi eru engin frá fyrstu árunum i Róm. Og satt að segja fengu vinir hans heima í Danmörku alt annað en örfandi ummæli um hinn unga listamann, ef dæma skal eftir orðum hins fræga fornfræðings, Zoéga, i Listamaðurinn af guðs náð, sem heimurinn hyllir og dáir enn í dag, þó að liðin sjeu næstum hundrað ár frá dauða hans. Eins og flestum listamönnum var honum leiðin upp á hátind frægðarinnar erfið og brött, en engir örðugleikar megnuðu að snúa honum við, því hann var knúinn áfram af innra afli, sem brýtur sjer brautir gegn um allar torfærur. meiri óreglu er hann eltist og vanrækti fyrir það iðn sína og heimilisskyldurnar. Það var ekki fyr en 1796, að liann komst að heiman með danskri fregátu, sem gekk suður til Miðjarðar- l.afs. Kom hún við í Palermo á Sikiley, en fór þaðan til Nea- pel, þar sem Bertel skildi við hana og hjelt til Róm, hinnar eilífu horgar. — Við sjáum í anda hinn unga, óframfærna Norðurlanda- húa reika um götur Róm. Lista- mannsauga hans fangar hvar- vetna fegurð. Hann gengur á söfnin og skoðar með ná- kvæmni liin tignu og glæsilegu listaverk fornþjóðanna, Grikkja og Rómverja. Það er eins og nýr heimur opnist fyrir honum. Enda kunni hann að meta þá þýðingu sem þessi fornu lista- verk höfðu fyrir liann, ef dænra skal eftir smásögu þeirri, er hjer fylgir. Hann var einu sinni spurður að því i samkvæmi hve- nær hann væri fæddur. Það vissi hann ekki, eða ljest ekki vita „en 8. mars 1797 konr jeg til Rómaborgar, og þann dag get jeg talið fæðingardag minn“. Og síðar var Jiessi dagur stund- um kallaður „rómverski fæð- ingardagurinn“ hans og hald- inn hátiðlegur af virtiun hans og kunningjum. En ekki er þess að dyljast, að hin fyrsta Róma- vist hans liafði sínar skugga- liliðar. Hann var mállaus og átti þarna enga vini, er liann gat leitað til. Hann tærðist af lieim- þrá og lá nærri að hann misti móðinn og hyrfi aftur heim til Hafnar. En hann óttaðist að Róm, — en i skjóli hans var Bertel fyrstu árin þar suður frá. Zoéga sagði er liann var spurður um hann: „Það er margt út á hann að setja, fátt til að vera ánægður með, og ekki ei iðninni fyrir að fara.“ Það er ekki fyr en eftir fimm ára dvöl í Rómaborg, að Thor- valdsen „slær í gegn“ sem lista- maður með Jasonmyndinni, sem jafnan liefir verið- lalii ein af hans allra bestu tista- verkum. En sú mynd er hygð á grískri goðsögn um Jason kon- imgsson, frá Jolkos, sem varð að vinna það til ríkis að sækja gullna reifið, sem eldfræsandi dreki gætti. Það mátti ekki seinna vera að Thorvaldsen hlyti frægð, því að ferðastyrkur hans var þrotinn og fjeleysið barði að dyrum. Frægasli mynd- höggvari ítala, Canova, har mik ið lof á verkið, og enskur auð- maður og listfrömuður Thomas Hope varð svo hrifinn af þvi, að hann bar stórfje í Thorvald- sen til að steypa það i marmara, en áður hafði það aðeins verið steypt i leir. — En 25 ár varð Hope að hiða eftir listaverkinu, cn ljet það alt gott heita. Eftir jietta rak eitt ágætisverkið ann- að og hróður Thorvaldsen harst víða um lönd. Þar á meðal var „Adonis“. Það listaverk er einn- ig bygt á grískri goðsögn, um hinn undurfagra jarðneska ung- Iing, sem tunglgyðjan fellir ást- arhug til. — Nokkuð þótti Thorvaldsen laus í kvennamálum, eins og margir aðrir listamenn fyr og síðar. Hann kvæntist aldrei, en um langt skeið bjó hann með ítalskri konu, Anna Maria Magnani, serti hafði yfirgefið mann sinn fyrir Thorvaldsen. Áttu þau eina dóttur, Elísu að nafni. Anna María var lagleg kona, en geðstirð og ómentuð með öllu, svo að samfarirnar urðu ekki góðar og slitnaði að lokum upp úr samvistunum. Margar áskoranir bárust honum frá vinum og listunn- endurn í Danmörku um að hverfa heim, en hann skaut þvi jafnan á frest og áttu hinar miklu annir hans mikinn þátt í því, og svo hitt að honum fanst eftir svo langa dvöl í Róm hún vera orðin föðnrborg sín að nokkru leyti, sem liann ætti erf- itt með að yfirgefa. Þó varð úr lieimferðinni árið 1819. Fór hann þvert yfir Evrópu og var lívarvetna mjög vel fagnað, og í Kaupmannahöfn var tekið á móti honum með kostum og kynjum. En ekki undi hann lengi heima að því sinni lield- ur hvarf til Rómaborgar árið eftir og dvaldi þar nú óslitið í átján ár og vann af miklu kappi og hafði fjölda meistara og læri- sveina sjer lil aðstoðar. Á efri árum sínum gaf Thorvaldsen danska ríkinu öll verk sín, og um sama leyti hófst almenn fjársöfnun um Dan- mörku til þess að koma u]ip húsi yfir þau. Arið 1838 flutti Thorvaldsen Iieim sjóleiðis á fregátunni ,.Rota“ og hafði með sjer innan- borðs liina ágætu listafjársjóði, sem hann ætlaði að gefa ætt- jörðinni. Þegar fregátan rendi að bryggju í Kaupmannahöfn var lionum fagnað af tugum þús- unda manna, svo sem væri hann tignasti þjóðhöfðingi. Hann var gerður að lieiðurshorgara og sýnd öll þau virðingarmerki, er hin danska þjóð gat í tje lát- ið. Hann var hyltur með fögr- um ræðum, og skáld eins og Oehlenschláger og Grundtvig sungu lionum frábært lof. Eftir þetta dvaldi liann í Höfn til dauðadags nema livað liann skrapp lil Italíu 1841 til þess að undirbúa heimsendingu á ýms- um listaverkum, er hann hafði skilið þar eftir. Síðustu æfiárin, sem hann dvaldi starfaði liann að list sinni. Frá þeim tíma er m. a. sjálfsmyndin, sem getið var um í uppliafi þessarar grein ar. Á myhdinni er hann í Róm- verskum vinnufötum. Hann heldur á hamri í vinstri hönd. en liægri höndin hvílir á þektri styttu í grískum stíl, sem er eftir hann sjálfan. Þessi stytta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.