Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N íslendingar. Eftir Ölaf Friðriksson. GESTUR REYNIST GESTI, AÐ/SVÍNAFELLI. Þegar Kári Sölmundarson braut skip sitt í kafahríð við Iiigólfshöfða, sagði hann, að ráð myndi að fara tii Svínafells og reyna þegnskap Flosa. En Flosi hauð Kára og mönnnm hans alls átján — að vera þar um veturinn. Sættust þeir Flosi og Kári þá lieilum sáttmn, og lauk þar með fjandskap þeim, er risið hafði út af vigi Höskuldar Mvítanesgoða; en Hildigunnur l)róðurdóttir Flosa, er Höskuld- ur hafði átl, giftist Kára. Oft liefir síðan verið gest- kvæmt í Svínafelli í Öræfum, og skal hjer greint frá einum atburði, er varð um tveim öld- um siðar, en Kári kom þar. Þá var sá bondi að Svinafelli er Ormur iijel, og var Jónsson, en var oftast utan síns hjeraðs nefndur Örniur Svinfellingur. Hann var goðorðsmaður, og rjeði mestu um þau lijeruð, sem nú eru nefnd Skaftafells- sýslur. Síðla suniars árið 1222 var Þórarinn Jónsson frá Valþjólfs- stöðum á Fljótsdalslijeraði, ásamt nokkru fylgdarliði, að heimboði hjá Ormi, sem var hálfbróðir hans. Þórarinn var einnig goðorðsmaður og var ríki lians um Hjerað og Aust- fjörðu. Saga Þórarins er að þvi leyti óvenjuleg, að hún iiefst áður en liann fæddist. Jón Sigmund- arson faðir lians, sem átti lieima á Valþjófsstöðum, seldi þann bæ móðurbróður sínum, Teiti goða Oddsyni á Hofi í Vopna- fíi'ði, þegar ákveðið var, að Jón flytti að Svínafelli og tæki við Síðumannagoðorði. Þegar Jón var kominn upp á Öxarheiði, eða Öxi, sem nú er kölluð, en sú leið er farin af Hjeraði lil Berufjarðar, sneri hann hestin- um og rnælti á þá leið, að nú yfirgæfi hann Fljótsdalshjerað, og nú ætti hann þar ekkert eft- ir. Svaraði þá Þóra kona hans (hin eldri Guðmundsdóttir frá Þingvöllum): „Jeg á hjer ekk- ert eftir, en þú átt Iijer eftir“. En nokkru síðar var Jóni kenl barn, og var það Þórarinn. Var móðir hans Gróa, dóttir Teits goða, og voru foreldrar Þórar- ins því systkinabörn. Fjekk Þórarinn mannaforráð afa síns, og þó hann væri ungur að aldri, setti Arnór Tumason bann yfir ríki sitt í Skagafirði, er hann fór til útlanda. Var Þórarinn enn mjög ungur, er þelta gerð- ist, en þó kvæntur. Það var eitt kvöld er menn höfðu matast að Svínafelli, og Þórarinn var til rekkju geng- inn, en Ormur bróðir hans var í baði, að tvo menn bar að garði. Var annar þeirra riðandi, mikill maður vexti og fríður, en svo ungur, að honum var ekki sprottin grön. Stje liann af baki, en var nokkuð stirður, því liann var með sár tæplega gróin, á læri og fæti, en á kinn hafði hann ör eftir nýgróið sár, er liann hafði fengið af spjóts- lagi. Heimamenn spurðu liann að heiti, en hann kvaðst beita Aron Hjörleifsson, og tilgreindi ætt sína. Var nú Ormi sagt, liver kominn væri. En liann mælti svo fyrir, að taka skyldi konni- mann höndum og læsa hann inni, því liann hafði lieitið Sturla Sighvatssyni því, að hann skyldi taka Aron af lífi, ef hann fen'gi þvi við komið. Húskarlar sögðu nú Aroni, að þeim væri sagt að taka hann höndum, en hann þóttist liafa átt von á betri viðtökum; sagð- ist þó geta gengið með þeim litinn spöl, því margt gæli lag- ast svo að betnr verði. Var hon- um nú fylgt til litlustofu, og var dyrunum læst að utan. Eng- ar voru Iionum vistir bornar. Ráðstöfun þessi vakti dálítinn kurr meðal heimamanna og gesla. Þótti þeim maðurinn hinn gæfulegasti, enda mun Ar- on Hjörleifsson jafnan talinn meðal þeirra sona íslands, er mest hafa skarað fram úr að líkamlegu atgerfi, áræði og' drengslcap, og bar hann þetta alt utan á sjer. Líktist hann i því Hjörleifi föður sínum, og bræðrum háns, en móðir Arons, Sigríður Hafþórsdóttir var ekki síðri, þvi hún var víðkunn, og hvérs manns hugljúfi, svo ekki átti Aron langt að sækja yfir- burði sína. En þarna vorn með- al manna Þórarins sumir þeir, er verið liöfðu með honum í Grimseyjarbardaga þá um vor- ið, og bafði Aron lilotið al- manna lof, einnig meðal and- stæðinganna, fyrir hreystilega vörn, áður en hann fjell þar óvigur. Vissu brátt flestir heima menn, að það var nafnfrægur maður, er þarna var kominn, og hafði reitt sig á gestrisni Orms goða, en Ornnir ákveðið, að lála taka af lífi. Þórarinn, sem heyrði að menn voru háværari en hann vissi að lil stæði, spurði hverju sætti, og voru sagðir allir málavextir. Beis hann þá úr rekkju, fann Orm, og reyndi að telja liann af ætlun sinni. Þótti Þórarni, þó hann liefði verið með Sturl- ungum i Grímseyjarbardaga, að það ætti að iáta þá sjálfa um að taka Arou af lífi, og sagði að ef Ormur gerði það myndi það verða ætt þeirra til vanvirðu. En Ormur vildi ekki breyta fyrri ákvörðun sinni. Þórarinn gekk við annan mann lil litlustofu og lauk þar upp dyrum. Sat Aron þá með saxið á lmjánum, og beið örlaga sinna. Mæltust þeir við nokkr- um orðum, en Þórarinn hvísl- aði einliverju að förunaut sín- um, sem hvarf á braut, og vissi Aron ekki hvorl gott eða ill bjó þar undir. En förunautur- inn kom aftur að vörmu spori með dúnklæði, og síðan var matur fram borinn. Bað Þórar- inn Aron matast og síðan ganga til hvíldar. Sagðist liann láta förunaut sinn vera hjá honum um nóttina, hvað sem síðar yrði. Snemma næsta morgun reis Þórarinn úr rekkju og menn hans. Tók hann Aron úr stof- unni, og er Ormur vaknaði spurði Þórarinn bróður sinn, hvort liann væri ennþá sama sinnis, viðvikjandi Aroni, og kvað liann já við því. Sagði Þórarinn honum þá, að hann yrði þá fyrst að vega sig, því hann ætlaði sjer að verja Aron. En Ormur svaraði, að hann vildi ekki vinna til að berjast við bróður sinn, til þess að gela komið fram erindi Sturlunga. Aron hafði hjálm, brynju og sax er Tumi Sighvatsson bafði átt. Hafði Aron tekið gripi þessa i Grímsey, af því enginn annar biskupsmanna liafði árætt að nota þá, því þeir óttuðust liefnd Sturlunga. En biskupsmenn höfðu haft þá með sjer, eftir víg Tuma að Hólum. Yildi Orm- ur að Aron ljeti gripina eftir, og mun liafa ællað að skila Sturlungum þeim. Ljet Aron af hendi hjálminn og brynjuna og fjekk hjálm og brynju í stað- inn hjá Ormi, en saxinu lijelt hann eftir. Þórarinn fjekk mann þann til fylgdar við Aron, er Guð- mundur hjet Ólafsson, og bjó vel för þeirra. Fóru þeir mest um nætur og komust vestur að Eyri við Dýrafjörð, lil Hrafnssona. Þótti þeim Hrafnssonum vand- kvæði að taka við Aroni, sök- um þess hverjir á móti slóðu, slikir höfðingjar sem Sighvatur Sturluson og Sturla son lians. En þeir töldu sjer það skylt, sökum frændsemi; þeir voru fjórða og fimta, Hrafnssynir og Aron. Islendingar vorn frænd- ræknir þá. Ekki er getið, að neinn fjand- skapur yrði milli þeirra bræðra, Orms og Þórarins, út af þessu, og hefir framkoma Þórarins Jjarna á Svínafelli jafnan verið álitin mesta drengskaparbragð. Meðal sona Þórarins voru Jjeir Oddur og Þorvarður. Tal- ið var að Oddur væri allra manna vopnfimastur Jieirra er á hans dogum voru á íslandi. Er sagt að hann liafi verið með fríðustu mönnum og segir Sturl- unga, að hann hafi verið blíður og góður við alþýðu og örr af fje. Hann fjell í viðureigninni í Geldingaholti i Skagafirði 14. jan. 1255 eftir frábæra vörn. Var hann J)á ekki fullra 25 ára gamall. En Þorvarður Þórar- insson bróðir hans stofnaði til Þverárbardaga og var aðaltil- gangurinn að hefna Odds, og fjell J)ar Evjólfur ofsi. annar þeirra, er stjórnað höfðu atför- inni að Oddi, en hefndin kost- aði alls frarn undir 20 menn lífið. Það er sumra manna mál, að Þorvarður Þórarinsson hafi ritað Njálu, þá Islendingasög- una, sem frægust er. Nýjar bækur. Eirikur Albeútsson: Maiínús Eiríksson — Guð- fræði hans og trúarlíf. Bók hessi er doktorsritgerð höí- undar og mun hann verja hana við Guðfræðideild Háskólans i byrjun næsta árs. Er bókin mikið rit, næst- uni 400 blaðsiður, í stóru broti. Flestir íslendingar seni koninir eru til vits og ára, niunu hafa heyrt nefndan guðfræðinginn Magnús Ei- riksson, er lengst af æfinnar var bú- settur i Kaupmannahöfn. En liinir munu fáir, sem vita nokkuð gjör um hann. Sjera Eiríkur Alliertsson hefir með sínu merkilega riti bætl úr Jiessu. Því að ekki er það vansa- laust að vita engin deili á þeim ntanni, sem var einn kunn- astur íslendinga erlendis sinna sam- tíðarmanna. Magnús var mjög frjáls- lyndur guðfræðingur og hvass penni og komst fyrir bragðið i ónáð við marga af sinum samtíðarmönnum. Þar á meðal flesta kunnustu guð- fræðinga Dana. Síra Eiríkur hefir leyst hið mesta afrek af hendi með þessu verki, þeg- ar litið er ti.l þeirra aðstæðna, sem liann á við að búa sem rithöfundur. Ljeleg húsakynni, lítill bókakostur og þröngur fjárhagur gerir sveita- prestum lítt mögulegt að sinna rit- störfum svo nokkru nemi. Bókin liefir kostað ritliöfundiriii margra ára starf, sem nú verður launað með þeirri viðurkenningu, er Háskóiinn hefir veitt því. Margir kunna að halda, þar sem bókin sje doktorsritgerð, mitni hún vera þur og ieiðinleg afiestrar. Ep það er öðru nær. Bókin er mjög skemtileg og skrifuð á skýru, kraft- miklu, en þó alþýðlegu máli. Hver meðalgreindur alþýðumaður hefir hennar full not og ánægju af að tesa hana. Og mentamenn, og þá einkum guðfræðingar, verða að eign ast hana, hver einasti einn, fyrstu doktorsritgerðina í guðfræði við Háskóla íslands. Sr. Eiríkur skiftir bókinni i tólf kafla, auk inngangsorða og niður- tags. Og er efnisskrá sem hjer segir. I. Bernska og æska Magnúsar. II. Námsár í Kaupmannahöfn. III. Guð- fræði og kirkjustefnur í Danmörku á fyrri hluta 19 aldar. IV. Fyrri rit- höfundarferill. V. Guðfræðilegar nio- urstöður M. E. við lok þessa tíma- bils. VI. Þagnartimabilið. VII. Guð- fræðilegar stefnur og trúarlegt við- horf á Þýskatandi á 19. öld. VIII. Síðara rithöfundarferill. IX. Úrslita- hríðin á fjórða norræna kirkjuþing- inu. X. Guðfræði Magnúsar Eiríks- sonar. XI. Afstaða Magnúsar Eiríks- sonar til Lúthers og siðbótar hans. XII. Dómur samtiðarmanna um guð- fræði Magnúsar Eiríkssonar og sjálf- an hann. í Drekkiö Egils-öl J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.