Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Fermingarkort! Gott úrval. Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar, Bankastræti 3. Cérðbréfabankin (^ustuvstr. 5 símt 5652.Opið ki.11-12oq1.‘ 9 Selur VEÐDEILDARBRJEF 1., 7., 8., 9., 10. og 11. flokks. Ennfremur Kreppulána- sjóðsbrjef og Kreppulánasjóðsbrjef bæjar- og sveitarfje- laga. Kaupir hlutabrjef Eimskipafjelags íslands h.f. og Útvegsbanka íslands h. f. — Annast allskonar verðbrjefa- viðskifti. Höfundur Carmen hundrað ára. Núna í vikunni voru hundrað ár liðin frá fæðingu franska tónskálds- ins Georges Bizet, sem flestir minn- ast fyrst og frenist i sambandi við hina ódauðlegu óperu „Carmen,“ þó margt fleira lægi eflir þennan óvenjulega snilling tónanna. Bizet, sem annars ekki hjet Georges að förnafni heldur eftir sankti Georg þeim, sem átti vi'ð drekann drakk inn í sig tónlistina á barnsaldri, þvi faðir hans var hljómlistarkenn- ari og móðursystir hans fær slag- hörpuleikari. Að loknu námi á tón- Jistarskóla fór Georges Bizet til frek- ara náms til Ítalíu og þegar hann kom l>aðan heim var fyrsta ópera hans „Perlukafararnir", leikin og náði þó engri viðurkenningu og sama mátti segja um næstu tvo söngleiki hans. Þá kom sú óperan, sem Bizet sjálfur trúði hest til sigurs: Carmen. En leikhúsgestirnir i París tóku þessu undurfagra verki með stappi og blistri. Það er talið, að þær við- tökur hafi gengið svo nærri höf- itndinum, að þær hafi flýtt fyrir dauða hans. Hann dó aðeins 37 ára gamall, árið 1875, og upplifði aldrei að sjá hinum fræga söngleik sinum fagnað af leikhúsgestum. Svo geta tímarnir og almenningsdóníulrinii breyst. Nú á fólk bágt með að trúa, að „Carmen“ væri úthrópað, nema þá leik og söng væri um að kenna. Iín þvi var ekki til að dreifa. Og tónarnir voru þeir sömu þá og nú. En svo vel sem tónarnir í „Carm- en“ láta í eyrum nú, þá feldi fólk sig ekki við þá í þá daga. Gounoud, sem var 20 árum eldri en Bizet var i mestu afhaldi franskra tónskálda i þá daga, þó ekki ynni liann sigur sem óperutónskáld fyr en með „Faust“ (sem rjettu nafni heitir „Marguerite") árið 1859. Bizet var honum allólíkur, þótti ekki eins hlíður og viðkvæmur, og tilraunir hans til þess að skapa verkum sín- uin ákveðin litblæ eftir umhverfinu, voru misskildar. Og um „Carmen“ má sjerstaklega geta þess, að þar var raunsæilegt efni tekið til með- ferðar, í stað þess æfintýralega og uppgerða, sem að jafhaði var notað sem efni i óperutexta í þá daga. Öperan var æfjntýri í gullnum skrúða og fólkið vildi hafa það svo. í „Carmen“ birtist römm manniífs- lýsing, sem í þokkabót er átakanleg harmsaga. Efnið er úr sögu eftir Prosper Merimée og þó það sje að visu nokkuð mildað í óperutextanum. |>á stendur þó óbreytt j>að, að zi- gaunastelpan Carmen ginnir Don •losé liðsforingja eins og fífl, og veldur því, að hann verður að flýja úr hernum og legst út með flökku- lýð og smyglurum suður í Pyrenea- fjöllum, í von um að hitta Carmen aftur. En þá hefir hún Iagt lag sitt við nautabanann Escamilto og dreg- ur dár að Don José, sem hefir fórn- að öliu og brotið allar brýr að baki sjer til þess að njóta ástar hennar. Og endalokin verða þau, að í hams- lausri afbrýðissemi drepur Don José Carmen fyrir után nautavigasviðio, n.eðan söngur nautabanans ómar inn- an að frá leiksviðinu. Alt er þetta í samræmi við sögu Merimées, en Michaela bóndadóttir, sem ann Don José fölskvalaust og er geðþekknsta STRAUJ&RN SEM HUGSAR! Raf magnsjárn með hita- stilli. Sterkur straumur fyrir þykt og blautt efni, minni fyrir þunt og viðkvæmt tau. Hit- inn helst ávalt jafn og er því brunahætta úti- lokuð. Nýjasta nýtt á þessu sviði. SIEMENS Fermingar fara í hönd. Höfum úrval af góðum bókum, hentugum til fermingargjafa- Gröfum ókeyjns á lindarpenna og gyllum ókeypis á sálma- bækur keyptar #a\IFPOf Munið að koma bjá okkur. æfinlega fvrst í Sími 4527. Sími 4527. Austurstræti. persóna leiksins, er ekki lil í sög- unni. Hún er ný í leiknum og sett þar sem andstáeða hinnar svikulu þokkadrósar, Carmen. Breytingarnar eru auðsjáanlega gerðar til ]>ess að milda efnið og gera það viðfeldnara. En samt of- bauð öllum að sjó svona efni i óperu í þá daga. Og tók það út yfir allan J)jófabálk er leikstjórnin ljet leik- endurna koma fram klædda flökku- kindabúningum. Það reið leiknum að fullu. Það var ekki fyr en Carm- en og aðrir höfðu verið íklæddir glitrandi skrúða, að fólkið ljet sigr- ast af „Carmen."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.