Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Þrátt fyrir það að hattarnir í ár eru sjerkennilegri en nokkru sinni áður og hlífa lítið andliti og krull- um, má þó samt finna einstaka þakkláta undantekningu frá þessu. Hjer birtuni við eitt sýnishorn. SVARTUIi FILTHATTUR MEÐ RAUÐIII STRÚTSFJÖÐUR. Þessi liattur er í fallegum línum méð stóru harði sem líkist hálfmána og kiæðir aðeins þær sem hafa fal- legan „profiI“. MEÐ lakkbryddingum. Þessi hattur gerir ekki aðeins háar kröfur til vaxtarlagsins, en einnig til siðferðislegs ]>reks þeirr- ar persónu, sem á að hafa þetta ferliki á höfðinu. FLAUELSHATTURINN AFTUR í TÍSKU. Hjerna er einn af þessum svo- kölluðu dúkkuhöttum, sem án efa kemur til með að krýna meiri part- inn af þeim höfðum, sem eru krull- uð eftir nýjustu tísku. Hann er úr svörtu flaueli og við hann er notað hvítt slör, sem eins og fellur í bylgj- um niður hnakkann. FYRIRMYND FRÁ ROCHAS. Sannkallað meistaraverk úr stór- köflóttu ljérefti í lilla litum. Breitt mjaðmarbelti í dökklilla lit tengir saman rósrauðu „chiffon“-blúsuna, stutta „bolera“-jakkann og hið íburð- armikla pils. Drekkiö Egils-fil LÁTLAUS EN FALLEG. Hálfsíði frakkinn, sem var í svo miklu uppáhaldi hjá kvenfólkinu í sumar kemur aftur fram i hausttisk- unni og er hjer úr gulbrúnu „tweed“ með mörgum saumum og skinn- bryddingum. Við hann er notaður dökkbrúnn „velour“-hattur með strýtumynduðum kolli, sem nú er mjög í tísku. Hjónabandið. í „Göteborgs Handels och Sjc- fartstidende“ skrifar þýski kvenrit- höfundurinn Gina Kaus skemtilega grein, þar sem hún kemur fram með ýmislegt, sem margir munu verða henni samdóma um, en einnig marg- ir á móti. „Ötl hamingjusöm hjónabönd eru hvert öðru lík, en óhamingjusömu hjónaböndin eru ólík hvert á sinn hátt.“ Það var Tolstoi, sem sagði þessi orð ú þeim tíma er hjúskapar- hamingjan var talin almenn, en ó- hamingjusöinu hjónaböndin sjald- gæf fyrirbrigði. Þegar nútimabækur eru lesnar mætti halda að ekki þektusl nema óhamingjusöm hjónabönd, svo marg- ir eru ráðgjafarnir kringum stofn- unina. Læknar, sálfræðingar, lögfræð ingar og prestar safnast saman við sjúkrabeð hjónabandsins, og samt sem áður er það ekki þeim að þakka heldur ásigkomulagi sjúklingsins, að hjónabandið skuli ekki tiðið undir lok. Það verður ekkert um það sagt, hvort hjónaböndin eru hamingju- samari nú en úður, því að eldri kynslóðirnar gáfu sig minna upp en sú er nú lifir, og óhamingjusamt hjónaband var ]iá álitin hneisa. Fólk varð að sætta sig við það eftir því sem hægt var svo að ekki var tekið eftir snurðunum af óviðkomandi. Sú skoðun er mjög útbreidd, að ástæðan til hinna mörgu mishepn- uðu hjónabanda sje frjálsræði kon- unnar — og ])að er enginn efi á að það er nokkuð satt i því. Það er nú einu sinni svo að auð- vetdara er að halda uppi friði þar sem einn ræður. Rólegustu hjóna- böndin eru venjulega þau, þar sem annar aðilinn hefir völdin og hinn gerir sig ánægðan með það, en nú er það svo að síðan konan fjekk fult frjálsræði og jafnrjetti liefir hún átt hægara með að nota sjer rjettindi sín en maðurinn að slá af forrjettindum sínum. í stuttu máli — jafnrjettið er æðsta og besta lög- málið í hjúskapnum, en um leið mesta vandámúlið. Að því er þá sjálfa snertir, sem eru óhamingjusamir í hjónabandi, þa kemur það oft fyrir að tveir aðilar, sem eru giftir hafa svo ótíka lyndiseinkunn að þeim getur ekki samið, en annars sýnir nú reynslan það að sömu manneskjunni semur annaðhvort við alla eða engan. Eða oft kemur þetta fyrir: Maður lifir í svo hamingjusömu hjónabandi, að það virðist með ágætum. Konan deyr, og allir sein þekkja manninn halda að hann fái ekki af- borið missinn. En að ári liðnu er hann aftur giftur og alveg jafn hamingjusannir og í fyrra skiftið. Maðurinn „passar" ekki fyrir eina konu annari fremur — hann „pass- ar“ fyrir hjónabandið. Hjónaband, sem byrjað hefir með mikluni kærleikum verður venjulega ekki óhamingjusamt fyr en þriðja persónan kemst í spilið, þá tærist annar aðilinn af afbrýðissemi rneðan hinn þjáist milti elda ástríðunnar og trúmenskunnar. Þegar fólk giftist ungt er olt erfitt að komast hjá að svona kunni að fara. Itinn viðkvæmi punktur lijóna- bandsins er sá, að ]iað byggist á stóðuglyndi mannshjartans, en það er nú fremur sjaldgæft, en hitt er ekki lekið með í reikninginn að breytileiki ástríðnanna er næsta al- gengur. Og hjónabandssjerfræðingarnir hafa reynt ýms ráð. Sumir þeirra lialda því fram að fólk eigi að ala sig sjálft upp í trygðinni, aðrir að fólk eig að læra að sætta sig við ótrúmensku annara, en vauderveld- isstefnan heldur því fram að full- komin „seksuel" hamingja í hjóna- bandinu hafi það í för með sjer, að fólk leiti ekki lukkunnar utan hjónabandsins. En mikilvægi hjónabandsins er ekki fólgið i samlífi tveggja aðila, heldur i samstarfi þeirra fyrir kom- andi kynslóðir. Það lijónaband, þar sem hjónin hafa gert sjer þetta tjóst, getur margan áreksturinn þolað. Gildi ]iess og varanleiki verður ekki mælt á mælikvarða þeirrár hamingju, sem það býður. Það er erfitt fyrir menn- ina að skilja það að menningin hefir tekið að sjer hina miskunnar- lausu víðsýni náttúrunnar og að hún virðir að vettugi hamingjukröfu einstaklinganna. Þeir verða að iæra ]>að að „hamingjá“ er það sem ekki fæst með áskorunum og að meðal mannanna eru menn sem ekki verð- ur vænst of mikils af. I stuttu iríáli: Hjónabandið er stofnun, en til að alt gangi vel er þörf tveggja, fullkomlega rjett- látra, viturra og góðra manna —- og þeir finnast harla sjaldan. Eiginmaðurinn vildi skilja af því að konan hans liafði jetið ljósmynd af honum sem var á veggnum, eftir að þau höfðu rifist. Kona vildi skilja við manninn sinn af því að liann tók aldrei efl- ir í liverju hún var. Til þess að reyna hann fór hún einu sinni í náttfötin, þegar þau voru að fara í boð, og það leið heill stundar- fjórðungur frá ]iví þau fóru að heiman og þangað tit hann tók eftir því. — — Hvernig gætir þú lifað án mín, elsku Pjetur? — Ódýrar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.