Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 í Þýskalandi er víða mikil gæsarækl A myndinni sjest laglegur hópur ai' gæsum i þýsku smáþorpi. þú ert það, Pieter. Ef Lil vill ríkari en jeg. Bíllinn nam staðar fyrir ntan hús foreldra hennar. Segðn að þú elskir mig, Doris, hvíslaði hann þegar hann hjálpaði henni úl úr bílnum. — Ferðn á dansleikinn í tenn- isklúbbnum í kvöld, svairaði liún. Auðvitað. Og þú líka En þeirri spnrningu var ekki heldur svarað. — Sæll á meðan, Piet. Og liún var horfin. Klukkan nín byrjaði dansinn í skemtistað klúbbsins, sem var fagurlega lýstur upp. Á minút- unni níu mættu þeir báðir Morr- ison í luxusbílnum, en Fislier var nú bátlaus — auðvitað komu þeir ekki saman. Þeir biðu ákafir eftir einhverju, sem ekki var ennþá komið. Klukkan tiu, en engin Doris sást. Klukk- an var hálf ellefu og ennþá vant aði fallegustu og skilningsrik- ustu stúlku bæjarins. Þegar allir dönsuðu nema þeir tveir, voru þeir neyddir tií þess að slá sjer saman. Eins og við vitum öll höfðu þeir báðir lofað sömu stúlkunni að vera prúðir og heiðarlegir. Yið. munum „veslings Morrison“ og „veslings Fisher“. Þessar göfugu tilfinn- ingar styrktust við það, að á þessu augnabliki þurfti hvor- ugur annan að öttast, þar sem Doris var hvergi nærri og þeir stóðu þarna andspænis hvor öðrum. Þeir heilsuðust hjartan- lega og fóru að tala um veðrið og bíla og báta. Reginald Fisher gat þess að hann ætlaði að kaupa bíl (vegna Doris) og Pieter Morrison um töfrandi bátsferðir (jí sama tilgangi). Meðan þeir voru að tala saman rendu jreir augunum um allan salinn til þess að ganga úr skugga um hvort ákveðin per- sóna væri ekki komin, klukkan nálgaðist ellefu. Svo bauð Reg- inald Fisher góða nótt. Hann ætlaði snemma á fætur morg- uninn eftir sagði hann. Og það var satt. Pieter Morrison ætl- aði lika heim, hann geispaði. Það er best að setjast i bíl- inn og halda heim, Fisher. Á jeg að aka yður heim? Fisher þakkaði boðið, en hann vildi Iieldur ganga, þá mundi hann sofa betur. Hvort Reginald Fisher hefir ætlað að sofa þessa sömu nótt í húsinu, þar sem Doris bjó veií enginn en þangað beindi hann skrefum sínum. Ekki veit held- ur neinn hvort Pieter Morrison hefur talið sig eiga þar heima. En tæpum fjórðungi stundar frá því þeir skildu í tennis- ldúbbnum hittust þeir hjá hús- inu hennar. Þegar Pieter var nýstiginn út úr bílnum eftir að hafa lagl smálykkju á leið sína, sá hann skugga, sem lagði hönd- ina á grindina og þetta var þá skuggi Reginalds. —- Nei, er sem jeg sje, Fisher. — Nei, og Morrison þó. - Það stendur svoleiðis á því að Doris gleymdi hanska í bátn- um mínum í kvöld. Það var þó skritið. Það liggur þannig i því, að Doris gleymdi hinum hansk- anum i bílnum mínum i kvöld. Jeg ætlaði að segja henni hvar hún hefði skilið hann eftir. Þá skellihló Pieter. — Nei, nú skulum við hætta að ljúga, Fisher. Við skulum vera ærleg- ir. Við erurn að elta hana Doris. Nú skulum við báðir fara inn .... Ó-nei, það er best að sleppa því. Og hann dró sig til baka. Ósjálfrátt fvlgdi Fisher dæmi lians. Frá liúsinu gengu karl og kona niður i lystigarðinn, út i tunglskinið og rómantikina. Doris og .... Þetta er Alf Hawlcer hvísl- aði Pieter. Hvaða maður er það? — Flugmaðurinn, sem nýlega vann Times bikarinn. Og jeg sem hef bíl, and- varpaði Morrison. Fjandinn botni í þessu! Tveir menn litu hvor á annan, tvö höfuð kink- uðu kolli, og tvær hendur mætt- ust. En svo var það þriðja hönd- in. IJöndin lians Alf Hawker flugmanns, höndin sem vann Timesbikarinn. Hún greip arm Doris Jennings og þrýsti henni að sjer. Tvö höfuð mætlust. Herrarnir, Morrison og Fisher drógu sig vandræðalegir til baka. Bátur, bílt, flugvjel, roms- aði Pieter upp úr sjer. Skilningur sagði Reginald. Svo tókust þeir í hendur. Heyrðu, Pieter, jeg held, Brjef frá íslendingi í Lundúnum. 4 Fyrir fslendinga, sein dvalið hafa langvistum erlendis, er það fágætur viðburður að hitta mann, sem ekki einungis hefir lifandi áhuga fyrir heitl og hagsmunum þjóðarinnar, heldur er ]>ess einnig albúinn að greiða úr fyrir þeim íslendingum, sem þannig hafa orðið á vegi stadd- ir að þurfa á góðs drengs liðsinni að halda. Ennþá fátíðara er þo liitt, að heyra því spáð, að fyrir ís- landi eigi það hlutskifti að liggja, að inna af hendi köllun á sviði al- þjóðlegra mála. Frá aldaöðli hefir guð útvalið þá, sem í augum heimsins voru smæl- ingjar, til þess að kollvarpa ráðum hinna voldugu. Jesús frá Nazaret var ekki hátt settur í þjóðfjelaginu, og hann kaus sjer að lærisveinum j)á menn, sem þess voru athúnir, að fórna öllu og helga alt líf sitt guði, og sýna þar með, að til þess að stofna guðsríki á jörðu þurfti ekki á veraldarvaldi að halda. Vjer íslendingar, sem reynt höl- um hinn þrönga stakk, sem sniðinn er lífi smáþjóðanna, en þó þráð rúm fyrir viðara vængjatak, ættum vjer ekki að leitast við að iíta mildari augum og af meiri skilningi á þau kjör, sem vjer höfum orðið og verðum enn að sæta? ísland er hið eina land veraldarinnar, sem ekki liefir af hernaðarbölinu að segja. Það er fátækasta og dreif- bygðasta land jarðarinnar. Þangað til á siðustu tímum, að samgöngu- tækin tóku svo stór framfaraskref, hefir hnattstaða landsins valdið þvi, að vjer höfum verið einangraðir frá alþjóðamenningu og lífsskilyrðum stórþjóðanna. Kyrstaða sú, sem af þessu hefir leitt og átt svo mikinn þátt í að mynda skapferli íslenskú þjóðarinnar, hefir ekki allsjaldan orðið íslendingum nokkur fjötur á fæti er hann skyldi ganga til sætis sem fullgildur borgari annars lands. hum, að við skiljum hvorn ann- an. — Alveg rjett, Reggi. Og liann bætti við: Ef til vill getum við óskað hvor öðrum til ham- ingju. I2n guðs vísdómsráð getur þá l'yrsl náð tilgangi sínum er „stöðuglynd- ið hefir fullkomnað verkið“, og ef ísland hefði um aldirnar legið op- ið fyrir erlendum áhrifum, mundi það ekki nú vera bygt af þjóð, sem er óblandaðri að uppruna en nokkur önnur, og sem fyrir hugsunarháit sinn og viðhorf til lífsins er sjer- staklega til þess fallin að gerast leiðtogi þjóðanna þegar sá tími kem- ur, að þær „smíði plógjárn úr sverð- um sínum og sniðla úr spjótum sín- um, og engin þjóð skal sverð reiða að annari og þær skulu ekki temja sjer hernað framar." Að því er við keniur lífinu á ís- landi, verður það varla talið óeðli- legt, að skortur viðurkenningar a Islendingum og það lága mat, sein aðrar þjóðir hafa lagt á þá, yrði þess valdandi að þeir gej-ðu nokkuð harðar kröfur um að ráða öllu er snerti þeirra eigin málefni. Af sömu ástæðu er það jafn eðlilegt, að nokk- urrar tortrygni gætti hjá íslending- um í persónulegum og pólitískum efnum, þar sem þeir hafa ekki, utan sins eigin lands, vitað hvað það var, að standa þjóðerni.slega jafnfætis öðrum þjóðum. En nú . hefir það í fyrsta skifti verið sýnt, hverjir íslendingar eru. Frammi fyrir vegvillum heimi, sem þreytir æ æðisgengnara veðhlaup um vígbúnað, hefir Adam Ruther- ford, nútímaspámaður, dirfst að halda á lofti fordæmi þessarar ör- smáu þjóðar og benda á hana sem leiðtoga, þar sem hún yst á hjara véraldar lifir lífi sínu vopnlaus og fátæk. Ættum vjer íslendingar ekki að gleðjast yfir hinum stórfelda sannleika, sem Adam Rutherford hoðar í bókum sinum Iceland’a Great Inheritance (Hin mikla arf- leifð íslands) og Origin and Deve- lopment fo the Icelandic Nation (Uppruni og þróun islensku þjóðar- innar), og búa oss undir að verða hæfir þeirra kölhmar, sem allar þjóðir verða fyr eða siðar að sinná: hæfir til þess að flýta tilkomu þeirrar dýrðar sem guð „hefir fyr- irbúið öllum þeim, sem elska liann“. Amerískur sálsýkislæknir hefir komist að þeirri niðurstöðu eftir langvarandi rannsóknir, að musik getur læknað sálsýki undir ýmsum kringumstæðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.